Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn
Eik fasteignafélag hf. hefur tekið upp nýtt skipurit í kjölfar skipulagsbreytinga sem gildir frá og með deginum í dag. Markmið breytinganna er að setja þjónustu við viðskiptavini í forgrunn ásamt því að einfalda og skýra boðleiðir í rekstri félagsins.
Eik fasteignafélag vill fjárfesta með atvinnulífinu og vera öflugur bakhjarl viðskiptavina sinna við verðmætasköpun í landinu. Þær breytingar sem gerðar eru á skipuriti félagsins eru eftirfarandi:
- Nýtt svið, Viðskiptavinir, sem sameinar útleigu, húsumhyggju og viðskiptaþróun í eina heild. Framkvæmdastjóri sviðsins er Friðrik Ársælsson.
- Framkvæmdasvið verður áfram leitt af Guðbjarti Magnússyni.
- Upplýsingatækni félagsins færast undir Fjármálasvið, sem er leitt af Lýð H. Gunnarssyni.
- Lögfræðideild færist á skrifstofu forstjóra.
Samhliða breytingum á skipulagi hafa orðið eftirfarandi breytingar í framkvæmdastjórn félagsins:
- Friðrik Ársælsson kemur nýr inn í framkvæmdastjórn, sem framkvæmdastjóri Viðskiptavina.
- Sturla Gunnar Eðvarðsson færist úr framkvæmdastjórn og tekur við sem forstöðumaður á sviði Viðskiptavina.
- Árni Huldar Sveinbjörnsson færist á skrifstofu forstjóra og sinnir áfram stöðu yfirlögfræðings og regluvarðar félagsins.
- Eyjólfur Gunnarsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra útleigusviðs, og Hrönn Indriðadóttir, sem verið hefur aðstoðarframkvæmdastjóri útleigusviðs, hafa látið af störfum hjá félaginu.
Í kjölfar breytinganna fækkar í framkvæmdastjórn félagsins úr sjö í fjóra.
Nánari upplýsingar veitir:
Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri, , s. 856-5907
Viðhengi
