EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn

Eik fasteignafélag hf. hefur tekið upp nýtt skipurit í kjölfar skipulagsbreytinga sem gildir frá og með deginum í dag. Markmið breytinganna er að setja þjónustu við viðskiptavini í forgrunn ásamt því að einfalda og skýra boðleiðir í rekstri félagsins.

Eik fasteignafélag vill fjárfesta með atvinnulífinu og vera öflugur bakhjarl viðskiptavina sinna við verðmætasköpun í landinu. Þær breytingar sem gerðar eru á skipuriti félagsins eru eftirfarandi:

  • Nýtt svið, Viðskiptavinir, sem sameinar útleigu, húsumhyggju og viðskiptaþróun í eina heild. Framkvæmdastjóri sviðsins er Friðrik Ársælsson.
  • Framkvæmdasvið verður áfram leitt af Guðbjarti Magnússyni.
  • Upplýsingatækni félagsins færast undir Fjármálasvið, sem er leitt af Lýð H. Gunnarssyni.
  • Lögfræðideild færist á skrifstofu forstjóra.

Samhliða breytingum á skipulagi hafa orðið eftirfarandi breytingar í framkvæmdastjórn félagsins:

  • Friðrik Ársælsson kemur nýr inn í framkvæmdastjórn, sem framkvæmdastjóri Viðskiptavina.
  • Sturla Gunnar Eðvarðsson færist úr framkvæmdastjórn og tekur við sem forstöðumaður á sviði Viðskiptavina.
  • Árni Huldar Sveinbjörnsson færist á skrifstofu forstjóra og sinnir áfram stöðu yfirlögfræðings og regluvarðar félagsins.
  • Eyjólfur Gunnarsson, sem gegnt hefur stöðu framkvæmdastjóra útleigusviðs, og Hrönn Indriðadóttir, sem verið hefur aðstoðarframkvæmdastjóri útleigusviðs, hafa látið af störfum hjá félaginu.

Í kjölfar breytinganna fækkar í framkvæmdastjórn félagsins úr sjö í fjóra.

Nánari upplýsingar veitir:

Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri, , s. 856-5907

Viðhengi



EN
26/08/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Flöggun - Almenni – Lífsverk lífeyrissjóður

Eik fasteignafélag hf.: Flöggun - Almenni – Lífsverk lífeyrissjóður Flöggunartilkynning er í viðhengi.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Kaup á Festingu hf. frágengin

Eik fasteignafélag hf.: Kaup á Festingu hf. frágengin Í dag hefur Eik Fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) gengið frá kaupum á Festingu hf. („Festing“) en félögin skrifuðu upphaflega undir kaupsamning 23. maí sl. Seljendur eru Blue Ocean B.V. og SMT Partners B.V. Fasteignir Festingar á Íslandi eru um 43 þúsund fermetrar að stærð í 12 fasteignum og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en stærsta eignin er 28.500 fermetra vöruhús Samskipa í Kjalarvogi 7-15. Leigusamningar um eignirnar verða til 20 ára. Heildarvirði Festingar í...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt við Kviku...

Eik fasteignafélag hf.: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt við Kviku banka Eik fasteignafélag hf. (Eik) hefur endurnýjað samning sinn við Kviku banka hf. (Kvika) um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu sem skráð eru á aðalmarkað NASDAQ Iceland (Kauphöllin). Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf Eikar í því skyni að markaðsverð skapist á þeim og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti. Kaup- og sölutilboð skulu vera að lágmarki 1.000.000 hlutir að nafnvirði á gengi sem Kvika ákveður hverju sinni. Tilboðin skulu lögð fram í tveimur hlutum. Annars ...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt við Arion...

Eik fasteignafélag hf.: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt við Arion banka Eik fasteignafélag hf. (Eik) hefur endurnýjað samning sinn við Arion banka hf. (Arion) um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu sem skráð eru á aðalmarkað NASDAQ Iceland (Kauphöll). Tilgangur samningsins er að efla viðskipti með hlutabréf Eikar í því skyni að markaðsverð skapist á þeim og verðmyndun verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti. Kaup- og sölutilboð skulu vera að lágmarki 1.000.000 hlutir að nafnvirði á gengi sem Arion ákveður hverju sinni. Tilboðin skulu lögð fram í tveimur hlutum. Annars ve...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Fjárhagsdagatal 2026

Eik fasteignafélag hf.: Fjárhagsdagatal 2026 Eik fasteignafélag hf. stefnir að birtingu árs- og árshlutauppgjöra ásamt aðalfundi á eftirfarandi dagsetningum: 5. febrúar 2026 – Stjórnendauppgjör 2025 og áætlun 2026 12. mars 2026 – Ársuppgjör, ársskýrsla og sjálfbærniskýrsla 2025 16. apríl 2026 – Aðalfundur 2026 7. maí 2026 – 1. ársfjórðungur 2026 18. ágúst 2026 – 2. ársfjórðungur 2026 5. nóvember 2026 – 3. ársfjórðungur 2026 4. febrúar 2027 – Stjórnendauppgjör 2026 og áætlun 2027 5. mars 2027 – Ársuppgjör, ársskýrsla og sjálfbærniskýrsla 2026 Birting fjárhagsupplýsinga mun eiga sér ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch