Eik fasteignafélag hf.: Samkeppniseftirlitið telur ekki forsendur til þess að aðhafast frekar vegna kaupa Eikar á Festingu hf.
Vísað er til tilkynningar Eikar fasteignafélags hf. („Eik“ eða „félagið“), dags. 3. október sl., um að frestur til ógildingar Samkeppniseftirlitsins vegna kaupa á Festingu hf. væri liðinn.
Félaginu hefur í dag borist ákvörðun Samkeppniseftirlitsins nr. 31/2025 þar sem fram kemur að Samkeppniseftirlitið telji hvorki ástæðu til þess að aðhafast vegna samrunans né rannsaka hann frekar og ljúki því meðferð málsins á fyrsta fasa.
Nánari upplýsingar veitir:
Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri, , s. 590-2200
