EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Útboð skuldabréfa 5. mars 2021

Eik fasteignafélag hf.: Útboð skuldabréfa 5. mars 2021

Eik fasteignafélag hf. efnir til útboðs á skuldabréfum föstudaginn 5. mars næstkomandi. Boðinn verður til sölu nýr skuldabréfaflokkur EIK 100327.

Skuldabréfaflokkurinn verður með lokagjalddaga þann 10. mars 2027 og greiðast vextir og afborganir tvisvar sinnum á ári, þann 10. mars og 10. september ár hvert. Afborganir fylgja 30 ára jafngreiðsluferli (annuity) fram til lokagjalddaga þegar allar eftirstöðvar höfuðstóls greiðast upp. Þá mun flokkurinn deila veðsafni með þegar útgefnum skuldabréfaflokkum félagsins, EIK 100346, EIK 161047, EIK 050726, EIK 050749 og EIK 23 1, og lánum frá fjármálastofnunum.

Heildarstærð skuldabréfaflokksins verður að hámarki 3.000 milljónir króna og munu nafnvextir hans ráðast af niðurstöðu útboðsins, sem verður með hollensku fyrirkomulagi, þ.e. að öll samþykkt tilboð bjóðast fjárfestum á hæstu ávöxtunarkröfu sem verður tekið. Stefnt er að uppgjöri viðskiptanna þann 10. mars næstkomandi og verður óskað eftir því að nýju bréfin verði tekin til viðskipta á Nasdaq Iceland.

Íslandsbanki hefur umsjón með sölu skuldabréfanna.

Tilboðum skal skilað fyrir klukkan 16:00 á útboðsdegi, þann 5. mars 2021, til verðbréfamiðlunar Íslandsbanka á netfangið . Félagið áskilur sér rétt til þess að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.

Nánari upplýsingar veitir:

Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, , s: 590-2209 / 820-8980



EN
02/03/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Staðfesting og könnun eftirlitsaðila á sérstök...

Eik fasteignafélag hf.: Staðfesting og könnun eftirlitsaðila á sérstökum skilyrðum EIK 25 1, EIK 100346, EIK 100327, EIK 161047, EIK 050749, EIK 050726, EIK 050734, EIK 141233 og EIK 150536 PricewaterhouseCoopers ehf. („PwC“) hefur staðfest að skuldabréfaflokkarnir EIK 25 1, EIK 100346, EIK 100327, EIK 161047, EIK 050749, EIK 050726, EIK 050734, EIK 141233 og EIK 150536 standast öll fjárhagsleg- og tryggingarleg skilyrði skuldabréfaflokkanna miðað við dagsetninguna 30.6.2025. Sem eftirlitsaðili skuldabréfaflokkanna hefur PwC m.a. það hlutverk að kanna og staðfesta sjálfstæða útreikninga út...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn

Eik fasteignafélag hf.: Nýtt skipurit og fækkun í framkvæmdastjórn Eik fasteignafélag hf. hefur tekið upp nýtt skipurit í kjölfar skipulagsbreytinga sem gildir frá og með deginum í dag. Markmið breytinganna er að setja þjónustu við viðskiptavini í forgrunn ásamt því að einfalda og skýra boðleiðir í rekstri félagsins. Eik fasteignafélag vill fjárfesta með atvinnulífinu og vera öflugur bakhjarl viðskiptavina sinna við verðmætasköpun í landinu. Þær breytingar sem gerðar eru á skipuriti félagsins eru eftirfarandi: Nýtt svið, Viðskiptavinir, sem sameinar útleigu, húsumhyggju og viðskipta...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 20...

Eik fasteignafélag hf.: Interim results for the first six months of 2025 The Interim Consolidated Financial Statements of Eik fasteignafélag hf. for the period 1 January to 30 June 2025 were approved by the Company’s Board of Directors and CEO on 13 August 2025. The main results are as follows: Income from operations amounted to ISK 5,998 million. Thereof, rental income amounted to ISK 5,219 million an increase of 8.5% from the same period last year. Operating income before fair value changes, sales gain and depreciation and amortization amounted to 3,693 million.Total comprehensive p...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins...

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025 Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 30. júní 2025 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 13. ágúst 2025. Helstu niðurstöður árshlutareikningsins eru: Rekstrartekjur námu 5.998 m.kr. Þar af námu leigutekjur 5.219 m.kr. og aukast um 8,5% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir nam 3.693 m.kr.Heildarhagnaður nam 3.379 m.kr.Handbært fé frá rekstri nam 1.943 m.kr.Bókfært virði fjárfestingareigna nam 151.523 m.kr.Bókfært virði eig...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu sex mánaða ársins 2025...

Eik fasteignafélag hf.: Birting uppgjörs fyrstu sex mánaða ársins 2025 þann 13. ágúst - Kynningarfundur 14. ágúst Eik fasteignafélag hf. mun birta uppgjör fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2025 eftir lokun markaða miðvikudaginn 13. ágúst n.k. Kynningarfundur verður haldinn á skrifstofu félagsins við Smáratorg 3, 18. hæð, 14. ágúst n.k. klukkan 8:30. Hreiðar Már Hermannsson, forstjóri og Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, munu kynna uppgjörið og svara spurningum að lokinni kynningu. Boðið verður upp á léttan morgunverð frá klukkan 8:00. Fundinum verður einnig streymt á netinu...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch