EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Eik fasteignafélag hf.: Tilkynning um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar

Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. veitti þann 11. apríl 2024 stjórn félagsins heimild til þess að kaupa eigin hluti sem nemur allt að 10% af heildarhlutafé félagsins, í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun í samræmi við ákvæði 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Stjórn Eikar fasteignafélags hf. hefur á grundvelli framangreindrar heimildar, sbr. kauphallartilkynningu félagsins þann 15. ágúst 2024, tekið ákvörðun um framkvæmd nýrrar endurkaupaáætlunar um kaup á eigin bréfum og er markmið áætlunarinnar að lækka útgefið hlutafé félagsins. Útgefið hlutafé Eikar fasteignafélags er 3.423.863.435 hlutir og eru 8.800.000 hlutir í eigu félagsins við upphaf endurkaupaáætlunarinnar.

Endurkaupin nú munu að hámarki nema 300 milljónum króna að kaupverði og mun áætlunin vera í gildi þar til framangreindu viðmiði er náð, en þó aldrei lengur en til 31. janúar 2025. Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi, hvort sem er hærra. Hámarksmagn hvers viðskiptadags er 1.361.284 hlutir sem jafngildir 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf félagsins í Kauphöll Íslands í október 2024.

Arctica Finance hf. mun framkvæma endurkaupaáætlunina fyrir hönd félagsins. Viðskipti með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt eigi síðar en við lok sjöunda viðskiptadags eftir að viðskiptin fara fram. 

Lýður H. Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, , s. 820-8980



EN
28/11/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Viðskipti stjórnanda

Eik fasteignafélag hf.: Viðskipti stjórnanda Sjá meðfylgjandi tilkynningu.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu ...

Eik fasteignafélag hf.: Kaupsamningur undirritaður vegna kaupa á öllu hlutafé í Festingu hf. Í dag hefur Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) undirritað kaupsamning um kaup á öllu hlutafé í Festingu hf. en félagið tilkynnti þann 28. nóvember 2024 um samkomulag um einkaviðræður vegna kaupanna. Seljendur eru Blue Ocean B.V. og SMT Partners B.V. Fasteignir Festingar á Íslandi eru um 43 þúsund fermetrar að stærð í 12 fasteignum og hýsa starfsemi Samskipa hf. á Íslandi. Fasteignirnar eru að stærstum hluta staðsettar í Reykjavík en einnig á Akureyri, Dalvík, Egilsstöðum, Ísafirði og Ves...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Lækkun hlutafjár

Eik fasteignafélag hf.: Lækkun hlutafjár Lækkun hlutafjár Eikar fasteignafélags hf. um 21.663.435 kr. að nafnverði hefur verið skráð í fyrirtækjaskrá. Á aðalfundi Eikar fasteignafélags hf. þann 10. apríl sl. var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins úr 3.423.868.435 kr. að nafnverði í 3.402.200.000 kr. að nafnverði. Lækkunin tekur eingöngu til eigin hluta félagsins sem það eignaðist á árinu 2024 með kaupum samkvæmt endurkaupaáætlun á grundvelli heimildar aðalfundar sem var samþykkt á aðalfundi 11. apríl 2024. Hver hlutur er ein króna að nafnverði. Allir hlutir e...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Condensed Interim Financial Statement for the ...

Eik fasteignafélag hf.: Condensed Interim Financial Statement for the first three months 2025 Condensed Interim Financial Statement of Eik fasteignafélag hf. the period 1. January to 31. March 2025 was approved by the Board of Directors and the CEO on 8th of May 2025 The main results from the Condensed Interim Financial Statements are as follows: Income from operations amounted to ISK 2,964 million Thereof, rental income amounted to ISK 2,589 million and has increased 9.5% between years. Operating profit before changes in fair value, sales gain and depreciation and amortization amount...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársin...

Eik fasteignafélag hf.: Árshlutauppgjör fyrir fyrstu þrjá mánuði ársins 2025 Árshlutareikningur Eikar fasteignafélags hf. fyrir tímabilið 1. janúar til 31. mars 2025 var samþykktur af stjórn og forstjóra félagsins þann 8. maí 2025. Helstu niðurstöður árshlutareikningsins eru: Rekstrartekjur námu 2.964 m.kr. Þar af námu leigutekjur 2.589 m.kr. og aukast um 9,5% á milli ára. Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu, söluhagnað og afskriftir nam 1.817 m.kr.Heildarhagnaður nam 1.366 m.kr.Handbært fé frá rekstri nam 1.038 m.kr.Bókfært virði fjárfestingareigna nam 147.606 m.kr. Bókfært virði e...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch