EIK Eik fasteignafelag hf

Eik fasteignafélag hf.: Breytingar á viðskiptavakt

Eik fasteignafélag hf.: Breytingar á viðskiptavakt

Eik fasteignafélag hf. („Eik“ eða „félagið“) hefur endurnýjað samninga sína við Arion banka hf. og Kviku banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu í Kauphöll Íslands, NASDAQ OMX Iceland. Eik hefur náð samkomulagi við Íslandsbanka hf. um lok viðskiptavaktar hans á hlutabréfum á félaginu frá og með 5. febrúar 2020.

Samningar félagsins við Arion banka og Kviku banka kveða á um að hvor viðskiptavaki um sig skuli dag hvern leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf útgefin af félaginu í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands. Fjárhæð kaup- og sölutilboða viðskiptavaka skal að lágmarki nema kr. 1.500.000 að nafnverði á gengi sem hlutaðeigandi banki ákveður hverju sinni, þó að hámarki kr. 15.000.000 að markaðsvirði. Hámarksverðbil kaup- og sölutilboða viðskiptavakans skal ekki vera meira en 1,5%.

Tilboð skulu endurnýjuð eins fljótt og unnt er, þó ávallt innan 10 mínútna eftir að þeim er tekið að fullu eða þau felld niður af hálfu viðskiptavakans. Eigi viðskiptavakinn viðskipti með bréf félagsins fyrir kr. 75.000.000 að markaðsvirði eða meira í sjálfvirkri pörun (e. „automatch“) innan dags, sem fer um veltubók viðskipavakans (eigin viðskipti bankans), falla niður skyldur um hámarksverðbil kaup- og sölutilboða innan þess dags.

Hvor samningurinn um sig er ótímabundinn, gildir frá og með 5. febrúar 2020 og er uppsegjanlegur af hálfu hvors aðila að honum með 14 daga fyrirvara.

Nánari upplýsingar veitir:

Lýður Heiðar Gunnarsson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, , s: 590-2209 / 820-8980

EN
04/02/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Eik fasteignafelag hf

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Flöggun - Arion banki hf.

Eik fasteignafélag hf.: Flöggun - Arion banki hf. Flöggunartilkynning er í viðhengi. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Niðurstöður aðalfundar 2024

Eik fasteignafélag hf.: Niðurstöður aðalfundar 2024 Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf., sem haldinn var fimmtudaginn 11. apríl 2024 kaus eftirtalda einstaklinga í stjórn félagsins: - Bjarni Kristján Þorvarðarson - Eyjólfur Árni Rafnsson - Guðrún Bergsteinsdóttir - Gunnar Þór Gíslason - Ragnheiður Harðar Harðardóttir Nýkjörin stjórn hefur haldið fund og skipt með sér verkum. Bjarni Kristján Þorvarðarson er formaður stjórnar. Á aðalfundinum voru samþykktar tillögur stjórnar og ályktunartillögur hluthafa eins og nánar greinir í viðhengi. Að auki fylgja með samþykktir félagsins og sta...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Framboð í tilnefningarnefnd. Skráning á aðalfu...

Eik fasteignafélag hf.: Framboð í tilnefningarnefnd. Skráning á aðalfund. Eftirtalin hafa boðið sig fram í tilnefningarnefnd Eikar fasteignafélags hf., en framboðsfrestur rann út 6. apríl 2024: - Drífa Sigurðardóttir - Ingólfur Bender Samþykktir félagsins gera ráð fyrir að tveir nefndarmenn séu kjörnir af hluthöfum. Stjórn tilnefnir einn einstakling í nefndina að loknum hluthafafundi. Nánari upplýsingar um frambjóðendur eru í viðhengi. Fundurinn verður haldinn kl. 16:00 fimmtudaginn 11. apríl 2024 að Sjálandi, Ránargrund 4, 210 Garðabæ, en atkvæðagreiðslur verða einungis r...

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Flöggun - Arion banki hf.

Eik fasteignafélag hf.: Flöggun - Arion banki hf. Flöggunartilkynning er í viðhengi. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Eik fasteignafélag hf.: Framboð til stjórnar 2024 og ályktunartillögur...

Eik fasteignafélag hf.: Framboð til stjórnar 2024 og ályktunartillögur frá hluthöfum fyrir aðalfund. Aðalfundur Eikar fasteignafélags hf. verður haldinn kl. 16:00 fimmtudaginn 11. apríl 2024 að Sjálandi, Ránargrund 4, 210 Garðabæ, auk þess sem hluthöfum gefst kostur á að taka þátt í fundinum rafrænt. Framboðsfrestur til stjórnar félagsins rann út 4. apríl kl. 16:00. Eftirtalin hafa gefið kost á sér til setu í stjórn félagsins:- Bjarni Kristján Þorvarðarson- Eyjólfur Árni Rafnsson- Guðrún Bergsteinsdóttir- Gunnar Þór Gíslason- Ragnheiður Harðar Harðardóttir Stjórn hefur metið öll framboð t...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch