GRND Brim

Aðalfundur Brims hf. 31. mars 2020

Aðalfundur Brims hf. 31. mars 2020

Aðalfundur Brims hf. verður haldinn þriðjudaginn 31. mars 2020 í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík og hefst hann klukkan 17:00. Fundurinn fer fram á íslensku.

Dagskrá

  1. Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina síðastliðið ár.
  2. Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til staðfestingar.
  3. Tillaga stjórnar um greiðslu arðs.
  4. Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.
  5. Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.
  6. Kosning stjórnar félagsins.
  7. Kosning endurskoðenda.
  8. Tillaga um að stjórn fái heimild til kaupa á eigin bréfum.
  9. Skýrsla stjórnar um kosti og galla tilnefningarnefnda skv. samþykkt síðasta aðalfundar
  10. Tillaga stjórnar vegna samþykktar á hluthafafundi 12. desember 2019 um að fela stjórn félagsins að leggja fram til samþykktar eða synjunar tillögur sem miða að því að auka möguleika erlendra aðila til óbeinnar fjárfestingar í félaginu.
  11. Önnur mál, löglega upp borin.

Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá kl. 16:30



Tillögur

Tillaga um greiðslu arðs

„Stjórn félagsins leggur til að á árinu 2020 verði vegna rekstrarársins 2019 greiddar 1,0 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 1.899 millj. kr. (um 14,0 millj. evra á lokagengi ársins 2019), eða 2,6% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2019.  Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2020.  Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 31. mars 2020 og arðleysisdagur því  1. apríl 2020.

 Arðsréttindadagur er 2. apríl 2020.  Arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags.“

Tillaga félagsstjórnar um starfskjarastefnu

Sjá viðhengi.

Tillaga um þóknun til stjórnarmanna

„Stjórn félagsins leggur til að þóknun næsta árs til stjórnarmanna verði 300.000 kr. á mánuði, varaformaður fái einn og hálfan hlut og formaður tvöfaldan hlut.“

Kosning endurskoðanda

Stjórn félagsins leggur til að Deloitte ehf. verði kjörið endurskoðandi félagsins.         

Tillaga um að stjórn fái heimild til kaupa á eigin hlutum

„Aðalfundur veitir stjórn félagsins heimild til að kaupa eigin hluti í félaginu. Heimild þessi stendur í 18 mánuði og takmarkast við að samanlögð kaup fari ekki yfir 10% af heildarhlutafé félagsins á hverjum tíma. Kaupgengi má eigi vera hærra en í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem hærra er. Aðrar eldri heimildir til kaupa á eigin bréfum falla úr gildi við samþykkt heimildar þessarar.“

Skýrsla stjórnar um kosti og galla tilnefningarnefndar skv. samþykkt síðasta aðalfundar

„Stjórn félagsins leggur til að halda áfram að vega og meta kosti og galla tilnefningarnefnda sem og að fylgjast með framkvæmdinni hjá öðrum skráðum félögum. Því telur stjórn ekki rétt á þessum tímapunkti að leggja til við hluthafafund að koma á fót tilnefningarnefnd.“

Meðfylgjandi er skýrsla stjórnar vegna tilnefningarnefnda.

Tillaga vegna samþykktar á hluthafafundi 12. desember 2019

„Stjórn félagsins leggur til að stjórn félagins verði falið að kanna nánar þær leiðir sem nefndar eru í niðurstöðu hluthafafundar félagsins frá 12. desember 2019 og að þeirri athugun lokinni, að leggja fram tillögur fyrir hluthafafund félagsins um þær.“

Aðrar upplýsingar

Hluthöfum er bent á að skv. 63. gr. hlutafélagalaga skal tilkynna skriflega, minnst fimm dögum fyrir hluthafafund, um framboð til stjórnar. Framboðum skal skila á skrifstofu Brims, Norðurgarði 1 eða á netfangið . Tilkynnt verður um framkomin framboð tveimur dögum fyrir aðalfundinn.

Hver hluthafi á rétt á að fá ákveðin mál tekin til meðferðar á hluthafafundi ef hann gerir um það skriflega eða rafræna kröfu til félagsstjórnar á netfangið með það löngum fyrirvara að unnt sé að taka málið á dagskrá fundarins, 10 dögum fyrir fundinn. Þannig skulu óskir hluthafa liggja fyrir eigi síðar en kl. 17:00 laugardaginn 21. mars 2020.

Á hluthafafundum fylgir eitt atkvæði hverri einni krónu í hlutafé.  Eigin bréf félagsins njóta ekki atkvæðisréttar.

Heildarhlutafé félagsins nemur kr. 1.955.979.606 og fylgir eitt atkvæði hverjum hlut. Eigin bréf félagins eru nú kr. 56.999.853 og virkt hlutafé félagins því 1.898.979.753.

Atkvæðaseðlar og fundargögn verða afhent á fundarstað frá klukkan 16:30.

Hluthafar sem ekki eiga kost á að sækja fundinn, geta:

a) veitt öðrum skriflegt umboð

b) greitt atkvæði skriflega

Þeim hluthöfum sem hyggjast nýta sér annan hvorn þessara kosta er bent á að kynna sér á heimasíðu félagsins hvernig þeir skuli bera sig að.  Þar er að finna leiðbeiningar um skráningu og form skjala og hvernig þeim skuli skilað til félagsins.

Dagskrá og öll skjöl sem lögð verða fyrir aðalfundinn, þ.m.t. ársreikningur félagsins og tillögur eru hluthöfum tiltæk á íslensku, á heimasíðu félagsins og á skrifstofu félagsins á venjulegum skrifstofutíma.  Endanleg dagskrá og tillögur verða birtar viku fyrir fundinn.

Allar nánari upplýsingar um aðalfundinn má finna á vefsíðu félagsins

 

Reykjavík 9. mars 2019

Stjórn Brims hf.

 

Viðhengi

EN
09/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Brim

 PRESS RELEASE

Uppgjör Brims á þriðja ársfjórðungi 2025

Uppgjör Brims á þriðja ársfjórðungi 2025 Helstu atriði úr fjárhagsuppgjöri 3F 2025 Vörusala var 111 m€ á fjórðungnum samanborið við 110 m€ á þriðja fjórðungi 2024Hagnaður var 29 m€ á fjórðungnum samanborið við 19 m€ á þriðja fjórðungi 2024EBITDA var 42 m€ og EBITDA hlutfall 37,3%Eignir hafa lækkað um 13 m€ frá áramótum og voru 983 m€ í lok tímabilsinsEigið fé þann 30. september 2025 var 505 m€ og eignfjárhlutfall 51,4% Guðmundur Kristjánsson, forstjóri: „Afkoma þriðja fjórðungs er góð og eru það tveir þættir sem skipta mestu máli. Veiðar og vinnsla á makríl gengu vel og verð á sjávarafurð...

 PRESS RELEASE

Brim: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt

Brim: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt Brim hf. hefur endurnýjað samning sinn við Kviku banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu sem skráð eru á aðalmarkað NASDAQ Iceland. Samningurinn kveður á um að Kvika skuli hvern viðskiptadag leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar áður en markaðurinn opnar. Tilboðin skulu gilda innan dagsins. Verði tilboði Kviku tekið eða verði það fellt niður af hálfu Kviku skal Kvika setja fram nýtt tilboð þar til hámarksfjárhæð viðskipta fyrir hvern dag hefur verið náð. Tilboð skulu endurnýjuð...

 PRESS RELEASE

Brim: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt

Brim: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt Brim hf. hefur endurnýjað samning við Landsbankann um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í Brim. Samningur Brims við Landsbankann kveður á um að kaup- og sölutilboð skuli að lágmarki nema 12 milljónum íslenskra króna að markaðsvirði. Hámarksmagn viðskipta á hverjum degi skal nema 24 milljónum króna að nettó markaðsvirði, sem reiknast sem mismunur á þeim kaup- og sölutilboðum sem gengið er að. Magnbundið hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða ákvarðast af 10 daga flökti verðs hlutabréfa Brims. Ef 10 daga flökt er undir 30% er magnvegið verðbil...

 PRESS RELEASE

Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf.

Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf. Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf. Samþykkt hefur verið kauptilboð Brim hf. í alla hluti Lýsi hf. fyrir 30 milljarða króna, með fyrirvara um samþykki stjórna félaganna, hluthafafundar kaupanda og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð miðast við að heildarverðmæti alls hlutafjár í Lýsi hf. sé samtals krónur 30.000.000.000-, (þrjátíu milljarðar króna 00/100). Frá dragast vaxtaberandi skuldir m.v. 30. júní 2025, sem námu samtals 5.277.295.082. Heildarkaupverð greiðist til helminga með reiðufé og til helminga með hlutabréfum í Brim hf., miðað er vi...

 PRESS RELEASE

Brim hf. - Flöggun - Brú lífeyrissjóður

Brim hf. - Flöggun - Brú lífeyrissjóður Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Brú lífeyrissjóði þar sem farið er yfir 5% eignarhlut í Brim hf.  Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch