Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf.
Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf.
Samþykkt hefur verið kauptilboð Brim hf. í alla hluti Lýsi hf. fyrir 30 milljarða króna, með fyrirvara um samþykki stjórna félaganna, hluthafafundar kaupanda og samþykki Samkeppniseftirlitsins.
Kaupverð miðast við að heildarverðmæti alls hlutafjár í Lýsi hf. sé samtals krónur 30.000.000.000-, (þrjátíu milljarðar króna 00/100). Frá dragast vaxtaberandi skuldir m.v. 30. júní 2025, sem námu samtals 5.277.295.082. Heildarkaupverð greiðist til helminga með reiðufé og til helminga með hlutabréfum í Brim hf., miðað er við dagslokagengi Brim hf. þann 23. september 2025 sem var 63 kr. á hlut.
Frekari efnisatriði varðandi viðskiptin verða nánar útfærð í kaupsamningi aðila, sem mun innihalda hefðbundin ákvæði sem almennt gilda um viðskipti líkt og hér ræðir.
Aðilar sjá mikil samlegðar- og sóknarfæri til að efla hráefnisstöðu Lýsis hf. og fyrir Brim hf. að færa sig lengra í virðiskeðju sjávarafurða.
Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson, forstjóri Brim hf.
Reykjavík 23. september 2025
