GRND Brim

Brim fjárfestir á Grænlandi

Brim fjárfestir á Grænlandi

Brim fjárfestir á Grænlandi

Stjórn Brims hf. ákvað á fundi sínum í dag að fjárfesta í grænlenska sjávarútvegsfyrirtækinu Arctic Prime Fisheries ApS (APF). Ákvörðunin er tekin í framhaldi af stofnun dótturfélags Brims í Grænlandi, sem greint var frá fyrr á þessu ári og viðræðum við APF sem tilkynnt var um sl. haust. Niðurstaðan er að Brim eignast hlut í APF, kemur að fjármögnun þess og selur því nýsmíðaðan frystitogara, Ililiveq, sem afhentur var frá Astilleros Gijon skipasmíðastöðinni á Spáni í maí s.l. Fjárfesting Brims er samtals um 85 milljónir evra í formi hlutafjárkaupa, fjármögnunar og skipakaupa.

Markmið fjárfestingar Brims er að breikka grundvöll starfsemi Brims, efla samstarf við Arctic Prime Fisheries á Suður-Grænlandi um veiðar, þróun á hátæknivinnslu og nýta verðmæta reynslu Brims á sviði umhverfismála og samfélagslegrar ábyrgðar. Stjórnendur Brims telja mikil tækifæri falin í þróun samskipta og samstarfs Íslendinga og Grænlendinga, til þess að efla sjálfbæra og ábyrga nýtingu sjávarauðlinda landanna tveggja, en margar fisktegundir til dæmis loðna, þorskur, karfi og makríll eru sameiginlegar í hafinu á milli Íslands og Grænlands.

APF er sjávarútvegsfyrirtæki, stofnað árið 2006, og stundar bæði veiðar og vinnslu á Suður- og Austur-Grænlandi. Aflaheimildir félagsins eru umtalsverðar eða um 10.000 tonn af botnfiski, mest í þorski, en einnig í karfa og grálúðu og um 18.000 tonn af uppsjávarfiski, mest í makríl, en einnig í síld. Fram til þessa hefur fyrirtækið gert út einn frystitogara og eitt línuskip, sem og starfrækt fjórar fiskvinnslur í bæjunum Qaqortoq, Narsaq og Nanortalik á Suður-Grænlandi og Kuummiut á Austur-Grænlandi.

APF er eina fyrirtækið sem stundar landvinnslu sjávarafurða á austurströnd Grænlands. Ársverk hjá fyrirtækinu eru um 165, en félagið er einn stærsti atvinnuveitandi á Suður-Grænlandi í einkaeigu. Á árinu 2019 lönduðu 214 smábátasjómenn hjá fyrirtækinu sjávarfangi og hefur þeim fjölgað verulega á undanförnum árum. Alls eru í viðskiptum við félagið rúmlega 130 smábátasjómenn frá bæjunum þremur á Suður-Grænlandi og rúmlega 80 smábátasjómenn í Kuummiut á Austur-Grænlandi, en APF er eina fyrirtækið sem kaupir fisk af smábátasjómönnum á austurströnd Grænlands.

APF er í meirihlutaeigu grænlenskra aðila, Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem á 16,5% og hefur verið hluthafi í félaginu frá árinu 2013 og Brims, sem eftir viðskiptin mun eiga 16,5% hlut í félaginu.

„Við teljum það hagstætt og til þess fallið að auka verðmæti Brims, að taka þátt í því, ásamt Grænlendingum, að nýta þau tækifæri sem felast í þróun sjávarútvegs á Suður- og Austur-Grænlandi. Sú þekking og reynsla sem starfsfólk Brims og Arctic Prime Fisheries búa yfir er vel til þess fallin að auka og efla samstarf þessara nágranna- og vinaþjóða á sviði sjávarútvegs.” segir Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims.

Frekari upplýsingar gefur Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims í síma 5501000

Viðhengi

EN
02/07/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Brim

 PRESS RELEASE

Leiðrétting: Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025

Leiðrétting: Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Leiðrétting: Það láðist að setja inn samþykktan texta aðalfundar um heimild til hluthafa að fá arðgreiðslu greidda í evrum. Þetta er uppfært hér með. Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögur: Tillaga stjórnar um greiðslu arðs. Samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,5 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 2.881 millj.kr. (um 20,1 millj.evra á lokagengi ársins 2024), eða 2,03% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs...

 PRESS RELEASE

Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025

Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögur: Tillaga stjórnar um greiðslu arðs. Samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,5 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 2.881 millj.kr. (um 20,1 millj.evra á lokagengi ársins 2024), eða 2,03% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2024. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2025. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 20. mars 2025 og arðleysisdagur því 21. mars 2025. Arðsrétt...

 PRESS RELEASE

Framboð til stjórnar Brims hf. á aðalfundi félagsins 20. mars 2025

Framboð til stjórnar Brims hf. á aðalfundi félagsins 20. mars 2025 Eftirtaldir einstaklingar bjóða sig fram í kjöri til stjórnar Brims hf. á aðalfundi félagsins 20. mars 2025 Anna G. Sverrisdóttir Hjálmar Þór Kristjánsson Kristján Þ. Davíðsson Kristrún Heimisdóttir Magnús Gústafsson Þar sem frambjóðendur eru jafnmargir og þeir stjórnarmenn sem á að kjósa á fundinum og samsetning stjórnar fullnægir ákvæðum laga og samþykkta félagsins um kynjahlutföll er sjálfkjörið í stjórnarsætin fimm. Nánari upplýsingar um frambjóðendur liggja frammi á skrifstofu félagsins, í meðfylgjandi viðhengi...

 PRESS RELEASE

Aðalfundur Brims hf. verður haldinn 20. mars 2025

Aðalfundur Brims hf. verður haldinn 20. mars 2025 Aðalfundur Brims hf. verður haldinn fimmtudaginn 20. mars 2025 í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík klukkan 16:30. Fundurinn fer fram á íslensku. Dagskrá Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina síðastliðið ár.Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til staðfestingar.Tillaga stjórnar um greiðslu arðs.Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.Kosning stjórnar félagsins.Kosning endurskoðenda.Tillaga stjórnar um utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd.Tillaga um að stjórn fái heimild til kaup...

 PRESS RELEASE

Ársuppgjör Brims hf. 2024

Ársuppgjör Brims hf. 2024 Góður rekstur og sterk fjárhagsstaða Fjórði ársfjórðungur (4F) Rekstrartekjur á 4F 2024 voru 105,2 m€ samanborið við 101,7 m€ á 4F 2023.EBITDA nam 18,3 m€ á 4F samanborið við 18,5 m€ á sama tímabili 2023.Hagnaður á 4F var 16,0 m€ samanborið við 8,8 m€ á 4F 2023 Árið 2024 Rekstrartekjur ársins 2024 voru 389,4 m€ samanborið við 437,2 m€ árið 2023.EBITDA ársins 2024 var 65,3 m€ (16,8%) en var 97,2 m€ (22,2%) árið 2023.Hagnaður ársins 2024 var 40,5 m€, en var 62,9 m€ árið áður.Hagnaður á hlut var 0,021 € en var 0,033 € árið 2023.Heildareignir í árslok voru 996...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch