GRND Brim

Brim fjárfestir á Grænlandi

Brim fjárfestir á Grænlandi

Brim fjárfestir á Grænlandi

Stjórn Brims hf. ákvað á fundi sínum í dag að fjárfesta í grænlenska sjávarútvegsfyrirtækinu Arctic Prime Fisheries ApS (APF). Ákvörðunin er tekin í framhaldi af stofnun dótturfélags Brims í Grænlandi, sem greint var frá fyrr á þessu ári og viðræðum við APF sem tilkynnt var um sl. haust. Niðurstaðan er að Brim eignast hlut í APF, kemur að fjármögnun þess og selur því nýsmíðaðan frystitogara, Ililiveq, sem afhentur var frá Astilleros Gijon skipasmíðastöðinni á Spáni í maí s.l. Fjárfesting Brims er samtals um 85 milljónir evra í formi hlutafjárkaupa, fjármögnunar og skipakaupa.

Markmið fjárfestingar Brims er að breikka grundvöll starfsemi Brims, efla samstarf við Arctic Prime Fisheries á Suður-Grænlandi um veiðar, þróun á hátæknivinnslu og nýta verðmæta reynslu Brims á sviði umhverfismála og samfélagslegrar ábyrgðar. Stjórnendur Brims telja mikil tækifæri falin í þróun samskipta og samstarfs Íslendinga og Grænlendinga, til þess að efla sjálfbæra og ábyrga nýtingu sjávarauðlinda landanna tveggja, en margar fisktegundir til dæmis loðna, þorskur, karfi og makríll eru sameiginlegar í hafinu á milli Íslands og Grænlands.

APF er sjávarútvegsfyrirtæki, stofnað árið 2006, og stundar bæði veiðar og vinnslu á Suður- og Austur-Grænlandi. Aflaheimildir félagsins eru umtalsverðar eða um 10.000 tonn af botnfiski, mest í þorski, en einnig í karfa og grálúðu og um 18.000 tonn af uppsjávarfiski, mest í makríl, en einnig í síld. Fram til þessa hefur fyrirtækið gert út einn frystitogara og eitt línuskip, sem og starfrækt fjórar fiskvinnslur í bæjunum Qaqortoq, Narsaq og Nanortalik á Suður-Grænlandi og Kuummiut á Austur-Grænlandi.

APF er eina fyrirtækið sem stundar landvinnslu sjávarafurða á austurströnd Grænlands. Ársverk hjá fyrirtækinu eru um 165, en félagið er einn stærsti atvinnuveitandi á Suður-Grænlandi í einkaeigu. Á árinu 2019 lönduðu 214 smábátasjómenn hjá fyrirtækinu sjávarfangi og hefur þeim fjölgað verulega á undanförnum árum. Alls eru í viðskiptum við félagið rúmlega 130 smábátasjómenn frá bæjunum þremur á Suður-Grænlandi og rúmlega 80 smábátasjómenn í Kuummiut á Austur-Grænlandi, en APF er eina fyrirtækið sem kaupir fisk af smábátasjómönnum á austurströnd Grænlands.

APF er í meirihlutaeigu grænlenskra aðila, Útgerðarfélags Reykjavíkur, sem á 16,5% og hefur verið hluthafi í félaginu frá árinu 2013 og Brims, sem eftir viðskiptin mun eiga 16,5% hlut í félaginu.

„Við teljum það hagstætt og til þess fallið að auka verðmæti Brims, að taka þátt í því, ásamt Grænlendingum, að nýta þau tækifæri sem felast í þróun sjávarútvegs á Suður- og Austur-Grænlandi. Sú þekking og reynsla sem starfsfólk Brims og Arctic Prime Fisheries búa yfir er vel til þess fallin að auka og efla samstarf þessara nágranna- og vinaþjóða á sviði sjávarútvegs.” segir Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims.

Frekari upplýsingar gefur Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims í síma 5501000

Viðhengi

EN
02/07/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Brim

 PRESS RELEASE

Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf.

Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf. Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf. Samþykkt hefur verið kauptilboð Brim hf. í alla hluti Lýsi hf. fyrir 30 milljarða króna, með fyrirvara um samþykki stjórna félaganna, hluthafafundar kaupanda og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð miðast við að heildarverðmæti alls hlutafjár í Lýsi hf. sé samtals krónur 30.000.000.000-, (þrjátíu milljarðar króna 00/100). Frá dragast vaxtaberandi skuldir m.v. 30. júní 2025, sem námu samtals 5.277.295.082. Heildarkaupverð greiðist til helminga með reiðufé og til helminga með hlutabréfum í Brim hf., miðað er vi...

 PRESS RELEASE

Brim hf. - Flöggun - Brú lífeyrissjóður

Brim hf. - Flöggun - Brú lífeyrissjóður Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Brú lífeyrissjóði þar sem farið er yfir 5% eignarhlut í Brim hf.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Uppgjör Brims á öðrum ársfjórðungi 2025

Uppgjör Brims á öðrum ársfjórðungi 2025 Helstu atriði úr fjárhagsuppgjöri 2F 2025 Vörusala var 82,4 m€ á fjórðungnum samanborið við 79,7 m€ á öðrum fjórðungi 2024Hagnaður var 3,2 m€ á fjórðungnum samanborið við 1,0 m€ á öðrum fjórðungi 2024EBITDA var 12,1 m€ og EBITDA hlutfall 14,6% samanborið við 9,0 m€ og EBITDA hlutfall 11,3%Eigið fé þann 30. júní 2025 var 476,6 m€ og eignfjárhlutfall 50,1% Guðmundur Kristjánsson, forstjóri: „Afkoma Brims á öðrum ársfjórðungi var ekki góð og sama má segja um fyrri helming ársins. Ávöxtun eigin fjár á fjórðungnum var 2,6% og 4,4% á fyrstu sex mánuðum ...

 PRESS RELEASE

Brim: Kynningarfundur fyrir uppgjör annars ársfjórðungs fimmtudaginn 2...

Brim: Kynningarfundur fyrir uppgjör annars ársfjórðungs fimmtudaginn 28. ágúst. Brim hf. mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 28. ágúst.Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 28. ágúst klukkan 16:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins kynnir uppgjör fjórðungsins og svarar spurningum.Fundinum verður jafnframt streymt og hægt verður að fylgjast með honum á . Velkomið er að senda spurningar fyrir fundinn eða á meðan fundi...

 PRESS RELEASE

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025 Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025. Hluthafafundur staðfesti endurskoðaðan ársreikning móðurfélagsins.

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch