GRND Brim

Brim kaupir aukinn kvóta og Sólborgu RE-27

Brim kaupir aukinn kvóta og Sólborgu RE-27

Brim kaupir aukinn kvóta og Sólborgu RE-27

- Aflahlutdeild Brims mun nema 11.82% af heildarþorskígildistonnum - verðmæti viðskiptanna eru 88.5 milljónir evra

Brim hf. hefur gengið frá samkomulagi við Útgerðarfélag Reykjavíkur hf. um kaup á félaginu RE 27 ehf. en eignir þess eru frystitogarinn Sólborg RE og veiðiheimildir. Verðmæti eigna félagsins eru 88.5 milljónir evra. Verðmæti kvóta miðast við markaðsverð í dag og óháð mat skipasala á Sólborgu RE. Skuldir RE 27 ehf. hjá viðskiptabanka nema 81.5 milljónum evra og mun Brim yfirtaka þær. Kaupverð félagsins er því 7 milljónir evra sem verða greiddar við frágang viðskipta og eftir að búið er að uppfylla hefðbundna fyrirvara. 



Keyptar veiðiheimildir á Íslandsmiðum eru 5.84% aflahlutdeild í loðnu, 3.39% í makríl, 11.42% í gulllaxi og 16.86% af þorskveiðikvóta Íslendinga í Barentshafi. Aflaheimildir í loðnu eru ekki komnar til úthlutunar á þessu ári og heimildir til þorskveiða í Barentshafi eru ekki taldar með í heildaraflaheimildum og því eykur viðbótarkvótinn í makríl og gulllaxi aflaheimildir Brims úr 11.56% af heildarþorskígildistonnum í 11.82%. Ekki er komin úthlutun í loðnu fyrir þetta fiskveiðiár og þar af leiðandi er loðnan 0 þorskígildi í dag. Á síðasta ári fóru heildaraflaheimildir Brims í 14.19% við mikla úthlutun á loðnukvóta, þá var ígildisstuðullinn 0,36 í loðnu en er fyrir þetta fiskveiðiár 0,11.

Markmið þessara viðskipta er að efla uppsjávarsvið Brims og styrkja uppsjávarvinnslu félagsins á Vopnafirði. Þá eykur félagið getu sína til veiða á Norðurslóðum. Á undanförnum árum hefur Brim fjárfest í auknum aflaheimildum m.a. með kaupum á félögunum Ögurvík í Reykjavik og Kambi í Hafnarfirði og hafa þau viðskipti bætt afkomu félagsins til muna og aukið arðsemi rekstrarins. 

Útgerðarfélag Reykjavíkur er eigandi að 43.97% af hlutafé í Brimi hf. og er eigandi félagsins, Guðmundur Kristjánsson, jafnframt forstjóri Brims.



EN
22/09/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Brim

 PRESS RELEASE

Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf.

Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf. Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf. Samþykkt hefur verið kauptilboð Brim hf. í alla hluti Lýsi hf. fyrir 30 milljarða króna, með fyrirvara um samþykki stjórna félaganna, hluthafafundar kaupanda og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð miðast við að heildarverðmæti alls hlutafjár í Lýsi hf. sé samtals krónur 30.000.000.000-, (þrjátíu milljarðar króna 00/100). Frá dragast vaxtaberandi skuldir m.v. 30. júní 2025, sem námu samtals 5.277.295.082. Heildarkaupverð greiðist til helminga með reiðufé og til helminga með hlutabréfum í Brim hf., miðað er vi...

 PRESS RELEASE

Brim hf. - Flöggun - Brú lífeyrissjóður

Brim hf. - Flöggun - Brú lífeyrissjóður Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Brú lífeyrissjóði þar sem farið er yfir 5% eignarhlut í Brim hf.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Uppgjör Brims á öðrum ársfjórðungi 2025

Uppgjör Brims á öðrum ársfjórðungi 2025 Helstu atriði úr fjárhagsuppgjöri 2F 2025 Vörusala var 82,4 m€ á fjórðungnum samanborið við 79,7 m€ á öðrum fjórðungi 2024Hagnaður var 3,2 m€ á fjórðungnum samanborið við 1,0 m€ á öðrum fjórðungi 2024EBITDA var 12,1 m€ og EBITDA hlutfall 14,6% samanborið við 9,0 m€ og EBITDA hlutfall 11,3%Eigið fé þann 30. júní 2025 var 476,6 m€ og eignfjárhlutfall 50,1% Guðmundur Kristjánsson, forstjóri: „Afkoma Brims á öðrum ársfjórðungi var ekki góð og sama má segja um fyrri helming ársins. Ávöxtun eigin fjár á fjórðungnum var 2,6% og 4,4% á fyrstu sex mánuðum ...

 PRESS RELEASE

Brim: Kynningarfundur fyrir uppgjör annars ársfjórðungs fimmtudaginn 2...

Brim: Kynningarfundur fyrir uppgjör annars ársfjórðungs fimmtudaginn 28. ágúst. Brim hf. mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 28. ágúst.Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 28. ágúst klukkan 16:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins kynnir uppgjör fjórðungsins og svarar spurningum.Fundinum verður jafnframt streymt og hægt verður að fylgjast með honum á . Velkomið er að senda spurningar fyrir fundinn eða á meðan fundi...

 PRESS RELEASE

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025 Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025. Hluthafafundur staðfesti endurskoðaðan ársreikning móðurfélagsins.

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch