GRND Brim

Gréta María ráðin til Brims sem framkvæmdastjóri Nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla

Gréta María ráðin til Brims sem framkvæmdastjóri Nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla

Brim hefur ráðið Grétu Maríu Grétarsdóttur sem framkvæmdastjóra Nýsköpunar, samfélagsábyrgðar og fjárfestatengsla.

Brim er leiðandi sjávarútvegsfyrirtæki og tekur virkan þátt í uppbyggingu íslensks samfélags. Hjá Brimi starfa um 800 manns við hin ýmsu störf í virðiskeðju sjávarútvegs. Brim framleiðir afurðir úr sjávarfangi og lögð er rík áhersla á nýsköpun og háþróaða tækni við veiðar og vinnslu sjávarafurða.

„Það er ánægjulegt að fá Grétu Maríu til liðs við okkur. Reynsla hennar og áherslur munu hjálpa okkur að efla starfsemi okkar og festa Brim í sessi sem leiðandi sjávarútvegsfyrirtæki“ er haft eftir Guðmundi Kristjánssyni forstjóra Brim.

„Ég er mjög ánægð að vera komin til Brims og hlakka til að taka þátt í áframhaldandi uppbyggingu á einu af öflugasta sjávarútvegsfyrirtæki landsins. Brim hefur verið leiðandi í umhverfismálum og við munum halda áfram að starfa í sátt við umhverfið og samfélagið. Við munum einnig leggja okkar af mörkum við að styðja við verðmætasköpun í bláa hagkerfinum með öflugri rannsóknar og þróunarvinnu“ segir Gréta María.

Gréta María er með víðtæka reynslu úr atvinnulífinu. Hún var framkvæmdastjóri Krónunnar þar til í vor og áður fjármálastjóri Festi. Gréta hlaut Viðskiptaverðlaun Viðskiptablaðsins og Frjálsrar verslunar árið 2019 fyrir áherslu á umhverfis- og lýðheilsumál í störfum sínum hjá Krónunni. Hún býr einnig að reynslu úr bankakerfinu og upplýsingatæknigeiranum. Hún hefur setið í fjölmörgum stjórnum og einnig sinnt kennslu við verkfræðideild Háskóla Íslands og við MPM nám í verkefnastjórn. Gréta lauk meistaragráðu í verkfræði frá Háskóla Íslands 2008.



Frekari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson forstjóri Brim í síma 843-4210.



EN
04/02/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Brim

 PRESS RELEASE

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025 Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025. Hluthafafundur staðfesti endurskoðaðan ársreikning móðurfélagsins.

 PRESS RELEASE

Brim hf. - Boðun hluthafafundar 30. júní 2025

Brim hf. - Boðun hluthafafundar 30. júní 2025 Hluthafafundur Brim hf. verður haldinn 30. júní 2025 Hluthafafundur Brim hf. verður haldinn mánudaginn 30. júní 2025 að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík, kl. 10:00. Fundurinn fer fram á íslensku. DAGSKRÁ1.    Endurskoðaður ársreikningur móðurfélagsins lagður fram til staðfestingar2.    Önnur mál, löglega upp borin. Nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins Reykjavík 6. júní 2025Stjórn Brims hf. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi 2025

Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi 2025 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri: Rekstur Brims á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var hefðbundinn. Verð á þorski, ýsu og ufsaafurðum á alþjóðamörkuðum voru góð en verð á karfaafurðum var áfram lágt. Botnfiskafli var áþekkur en hins vegar var engum kvóta úthlutað til íslenskra veiðiskipa í Barentshafi vegna minnkandi þorskstofns. Sala á afurðum gekk vel og birgðir minnkuðu. Veiði uppsjávartegunda var sambærileg fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Annað árið í röð var loðnubrestur. Verð á lýsi lækkaði frá fyrra ári. Fjárhagsleg niðurstaða  ársfjórðungsins sk...

 PRESS RELEASE

Leiðrétting: Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025

Leiðrétting: Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Leiðrétting: Það láðist að setja inn samþykktan texta aðalfundar um heimild til hluthafa að fá arðgreiðslu greidda í evrum. Þetta er uppfært hér með. Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögur: Tillaga stjórnar um greiðslu arðs. Samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,5 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 2.881 millj.kr. (um 20,1 millj.evra á lokagengi ársins 2024), eða 2,03% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs...

 PRESS RELEASE

Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025

Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögur: Tillaga stjórnar um greiðslu arðs. Samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,5 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 2.881 millj.kr. (um 20,1 millj.evra á lokagengi ársins 2024), eða 2,03% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2024. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2025. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 20. mars 2025 og arðleysisdagur því 21. mars 2025. Arðsrétt...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch