GRND Brim

Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi 2021

Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi 2021

Starfsemin á 1F 2021

  • Loðnuvertíð var gjöful og mikil verðmæti búin til úr litlu aflamarki þar sem þekking starfsfólks og fjárfestingar undanfarinna ára nýttust vel
  • Staða á botnfiskmörkuðum var erfið vegna heimsfaraldurs en markaðir eru að taka við sér
  • Endurskipulagning á rekstri botnfiskssviðs í gangi með tilliti til fjárfestinga í landsvinnslu í Norðurgarði
  • Hafin vinna við að skoða nýja hátækni uppsjávarvinnslu á Vopnafirði
  • Sameiginleg árs- og samfélagsskýrsla gefin út í fyrsta skipti en í fjórða sinn sem Brim birtir samfélagsskýrslu

Helstu niðurstöður úr fjárhagsuppgjöri 1F 2021

  • Hagnaður tímabilsins var 10,9 m€
  • Sambærileg sala milli ára, var 71,3 m€ á fjórðungnum samanborið við 72,8 m€ á fyrsta fjórðungi 2020  
  • EBITDA er 19,2 m€ og EBITDA% 26,9%
  • Eignir hækkuðu um 16,6 m€ frá áramótum og voru 782 m€
  • Sterk eiginfjárstaða þar sem eiginfjárhlutfall var 43% í lok tímabilsins

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri:

„Afkoman á fyrsta fjórðungi ársins var góð. Rekstur Brims var stöðugur en miklu skipti að loðnuveiðin gekk vel eftir tveggja ára veiðibann. Loðnuvertíðin var gjöful og mikil verðmæti búin til úr litlum afla þar sem þekking starfsfólks og fjárfestingar undanfarinna ára nýttust vel í þessari verðmætasköpun.

Heimsfaraldurinn hafði áhrif á verð á mörkuðum á botnfiski. Afurðaverð á þorski og ýsu hélt sér en vegna minni eftirspurnar á karfa og ufsa lækkaði verð á þeim tegundum. Nú þegar áhrifin af heimsfaraldrinum minnka vonumst við til að markaðir fyrir sjávarafurðir nái aftur fyrra jafnvægi. Ísland er með jákvæða ímynd í umhverfismálum í sjávarútvegi sem styður við stöðu íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja á erlendum mörkuðum.

Brim er öflugt félag sem hefur í áratugi fjárfest í aflaheimildum, nýrri tækni bæði til sjós og lands og þekkingu starfsfólks. Jafnframt hafa hluthafar skilið eftir hagnað í félaginu sem gerir það að verkum að eigið fé félagsins er sterkt og nýtist það vel þegar að rekstraraðstæður versna eins og gerðist í heimsfaraldri vegna Covid-19.“

Rekstur

Seldar vörur námu á 1F 2021 71,3 m€ samanborið við 72,8 m€ á sama tíma árið áður. Aukning var í sölu hjá sölufélögum í Asíu sem nam 21%.

Rekstrarhagnaður eykst um 10,7 m€ milli tímabila sem skýrist fyrst og fremst af loðnuvertíð þar sem allur afli fór til manneldis.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 19,2 m€ eða 26,9% af rekstrartekjum, en var 7,7 m€ eða 10,6% á fyrsta fjórðungi 2020.

Nettó fjármagnskostnaður lækkar um 0,5 m€ og eins lækkar neikvæður gengismunur um 1,5 m€ milli tímabila.

Hagnaður fyrir tekjuskatt var 14,3 m€, samanborið við hagnað að fjárhæð 0,9 m€ á fyrsta fjórðungi 2020. Tekjuskattur var 3,4 m€ og hagnaður fyrsta ársfjórðungs 2021 því 10,9 m€ samanborið við 0,4 m€ hagnað fyrsta fjórðung ársins 2020.

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 782 m€ í lok 1F 2021. Þar af voru fastafjármunir 646 m€ og veltufjármunir 136 m€.

Breyting í veltufjármum frá lokum árs 2020 er skýrð með aukningu á birgðum upp á 13,2 m€.

Fjárhagsstaða félagsins er sterk og nam eigið fé 334 m€ og var eiginfjárhlutfall 43% í lok fjórðungsins samanborið við 44% í lok árs 2020. Heildarskuldir félagsins voru 447 m€ í lok fjórðungsins og lækkuðu nettó vaxtaberandi skuldir um 14 m€ úr 299 m€ í 285 m€. Þegar leiðrétt er fyrir lánum til APF og Grábrókar eru nettó vaxtaberandi skuldir 193 m€.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 15 m€ á fyrsta fjórðungi ársins, en var 21,3 m€ á fyrsta fjórðungi 2020. Fjárfestingarhreyfingar voru óverulegar á fjórðungnum og sama má segja um fjármögnunarhreyfingar þar sem breyting milli tímabila skýrist af hækkun skammtímaláns um 2,3 m€. Hækkun á handbæru fé á fjórðungnum var 7,5 m€ og stóð í 29 m€ í lok fjórðungsins.

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrsta fjórðungs ársins 2021 (1 evra = 154,3) verða tekjur 11 milljarðar króna, EBITDA 3 milljarðar og hagnaður 1,7 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 31. mars 2021 (1 evra = 148,1) verða eignir samtals 115,7 milljarðar króna, skuldir 66,2 milljarðar og eigið fé 49,5 milljarðar.

Hluthafar

Lokaverð hlutabréfa 31. mars 2021 var 50,4 kr. á hlut og var markaðsvirði félagsins þá 96,8 milljarðar króna. Fjöldi hluthafa var 992.

Samþykkt árshlutareiknings

Árshlutareikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi Brims hf. 20. maí 2021. Árshlutareikningurinn er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS – International Financial Reporting Standards).

Kynningarfundur þann 20. maí 2021

Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 20. maí næstkomandi og hefst kl. 16:45, þar mun Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins kynna uppgjör fjórðungsins.

Fundurinn verður eingöngu rafrænn og hægt verður að fylgjast með fundinum á . Velkomið er að senda spurningar fyrir fundinn eða á meðan fundi stendur á netfangið . Spurningum verður svarað í lok fundar.

Brim hf.

Brim er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem starfar í sátt við samfélagið og umhverfið. Við stuðlum að verðmætasköpun í sjávarútvegi með vöruþróun, tæknilausnum og öflugu starfsfólki. Við tryggjum með ábyrgum veiðum og vinnslu, þar sem áhersla er á sjálfbærni og nýsköpun, að sjávarútvegur verði áfram burðarstólpi í íslensku samfélagi. Við leitum allra leiða til að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið hvort sem er á sjó eða í landi.

Fjárhagsdagatal

Annar ársfjórðungur               26. ágúst 2021

Þriðji ársfjórðungur                 18. nóvember 2021

Fjórði ársfjórðungur                24. febrúar 2022

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri samfélagsábyrgðar, nýsköpunar og fjárfestatengsla í síma 781-8282 eða

Viðhengi



EN
20/05/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Brim

 PRESS RELEASE

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025 Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025. Hluthafafundur staðfesti endurskoðaðan ársreikning móðurfélagsins.

 PRESS RELEASE

Brim hf. - Boðun hluthafafundar 30. júní 2025

Brim hf. - Boðun hluthafafundar 30. júní 2025 Hluthafafundur Brim hf. verður haldinn 30. júní 2025 Hluthafafundur Brim hf. verður haldinn mánudaginn 30. júní 2025 að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík, kl. 10:00. Fundurinn fer fram á íslensku. DAGSKRÁ1.    Endurskoðaður ársreikningur móðurfélagsins lagður fram til staðfestingar2.    Önnur mál, löglega upp borin. Nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins Reykjavík 6. júní 2025Stjórn Brims hf. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi 2025

Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi 2025 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri: Rekstur Brims á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var hefðbundinn. Verð á þorski, ýsu og ufsaafurðum á alþjóðamörkuðum voru góð en verð á karfaafurðum var áfram lágt. Botnfiskafli var áþekkur en hins vegar var engum kvóta úthlutað til íslenskra veiðiskipa í Barentshafi vegna minnkandi þorskstofns. Sala á afurðum gekk vel og birgðir minnkuðu. Veiði uppsjávartegunda var sambærileg fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Annað árið í röð var loðnubrestur. Verð á lýsi lækkaði frá fyrra ári. Fjárhagsleg niðurstaða  ársfjórðungsins sk...

 PRESS RELEASE

Leiðrétting: Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025

Leiðrétting: Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Leiðrétting: Það láðist að setja inn samþykktan texta aðalfundar um heimild til hluthafa að fá arðgreiðslu greidda í evrum. Þetta er uppfært hér með. Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögur: Tillaga stjórnar um greiðslu arðs. Samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,5 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 2.881 millj.kr. (um 20,1 millj.evra á lokagengi ársins 2024), eða 2,03% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs...

 PRESS RELEASE

Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025

Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögur: Tillaga stjórnar um greiðslu arðs. Samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,5 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 2.881 millj.kr. (um 20,1 millj.evra á lokagengi ársins 2024), eða 2,03% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2024. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2025. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 20. mars 2025 og arðleysisdagur því 21. mars 2025. Arðsrétt...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch