GRND Brim

Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi 2025

Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi 2025

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri:

Rekstur Brims á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var hefðbundinn. Verð á þorski, ýsu og ufsaafurðum á alþjóðamörkuðum voru góð en verð á karfaafurðum var áfram lágt. Botnfiskafli var áþekkur en hins vegar var engum kvóta úthlutað til íslenskra veiðiskipa í Barentshafi vegna minnkandi þorskstofns. Sala á afurðum gekk vel og birgðir minnkuðu. Veiði uppsjávartegunda var sambærileg fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Annað árið í röð var loðnubrestur. Verð á lýsi lækkaði frá fyrra ári. Fjárhagsleg niðurstaða  ársfjórðungsins skilar sér í 9,64% ávöxtun á bókfærðu eigin fé á síðustu 12 mánuðum á sama tíma og verðbólga hefur verið að meðaltali 4,2%.

Í augnablikinu eru dökkar horfur fyrir íslensk sjávarútvegsfyrirtæki ef frumvörp ríkisstjórnarinnar sem nú liggja fyrir Alþingi verða samþykkt óbreytt.

Fyrirhuguð breyting á lögum um veiðigjald um hækkun á gjaldi á uppsjávartegundir, þorsk og ýsu hefði þýtt um 90 - 100% hærra veiðigjald fyrir félagið á árunum 2023 og 2024. En ef reiknað gjald pr. kg fyrir árið 2025 í töflum 4 og 10 í frumvarpinu er heimfært á aflann árið 2024 þýðir það um 125% hærra veiðigjald.

Þá liggur einnig fyrir Alþingi frumvarp um tengda aðila í sjávarútvegi sem setur greininni reglur sem eru á skjön við það sem almennt gildir í íslensku atvinnulífi. Verði þessar reglur að veruleika setja þær skráðum sjávarútvegsfyrirtækjum þrengri skorður en öðrum fyrirtækjum sem takmarka munu vöxt og viðgang þeirra. Það er eðlileg krafa að fyrirtæki í sjávarútvegi sitji við sama borð og önnur fyrirtæki þegar kemur að sköttum og starfsumhverfi. Annars er hætta á að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki verði síðri kostur í augum lífeyrissjóða og annarra almennra fjárfesta sem mun draga úr getu þeirri til að vaxa og eflast í alþjóðlegri samkeppni.

Starfsemin á 1F2025

Bolfiskveiðar og vinnsla félagsins gengu þokkalega á tímabilinu. Skip félagsins veiddu um 14 þús. tonn samanborið við um 11 þús. tonn á sama tímabili í fyrra. Gulllaxveiðar gengu vel en ufsaveiði var áfram erfið. Afurðaverð á þorsk- og ýsuafurðum hækkuðu á tímabilinu og eru há í sögulegu samhengi. Afurðaverð á ufsa- og karfaafurðum hafa verið nokkuð stöðug. Áhersla hefur verið á að auka sölu á ferskum karfaafurðum frá landvinnslu félagsins og voru seld um 250 tonn af ferskum karfaafurðum á tímabilinu samanborið við 145 tonn á sama tímabili í fyrra.   

Uppsjávarveiðar skipa Brims hófust í janúar á kolmunna í færeysku lögsögunni líkt og í fyrra. Kolmunnaveiðar voru stundaðar til loka febrúar og veiddust um 18 þúsund tonn á þeim tíma og var aflanum landað í fiskimjölsverksmiðjum félagsins á Vopnafirði. Því miður fannst lítið af loðnu og aflheimildir Brims aðeins um 850 tonn sem landað var í lok febrúar á Vopnafirði.

Helstu atriði úr fjárhagsuppgjöri 1F 2025

  • Vörusala var 101,4 m€ á fjórðungnum samanborið við 94,5 m€ á fyrsta fjórðungi 2024
  • Hagnaður var 7,6 m€ á fjórðungnum samanborið við 4,5 m€ á fyrsta fjórðungi 2024
  • EBITDA var 14,9 m€ og EBITDA hlutfall 14,7%
  • Eignir lækkuðu um 24,8 m€ frá áramótum og voru 971 m€ í lok tímabilsins
  • Eigið fé þann 31. mars 2025 var 477 m€ og eignfjárhlutfall 49,1%



Rekstur

Seldar vörur námu á 1F 2025 101,4 m€ samanborið við 94,5 m€ á 1F 2024.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 14,9 m€ eða 14,7% af rekstrartekjum, en var 12,0 m€ eða 12,8% á 1F 2024.

Nettó fjármagnskostnaður var 5,6 m€ en var 4,3 m€ á 1F 2024. Áhrif hlutdeildarfélaga voru 4,2 m€, en voru 2,0 m€ á 1F 2024.

Hagnaður fyrir tekjuskatt var 8,7 m€, samanborið við 5,2 m€ á 1F 2024. Tekjuskattur nam 1,2 m€, en var 0,7 m€ á 1F 2024. Hagnaður tímabilsins varð því 7,6 m€ en var 4,5 m€ á 1F 2024.

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 971 m€ í lok 1F 2025. Þar af voru fastafjármunir 814 m€ og veltufjármunir 157 m€.

Eigið fé nam 477 m€ og var eiginfjárhlutfall 49,1%, sem er sama hlutfall og í lok árs 2024. Heildarskuldir félagsins voru 494 m€ í lok fjórðungsins og lækkuðu um 13 m€ frá áramótum. Arður sem samþykktur var á aðalfundi og greiddur þann 30. apríl hefur verið skuldfærður í efnahagsreikningi 31. mars 2025.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 22,5 m€ á fyrsta fjórðungi ársins, en var 13,4 m€ á fyrsta fjórðungi 2024. Fjárfestingar-hreyfingar jákvæðar um 5,9 m€ og fjármögnunarhreyfingar voru neikvæðar um 34,7 m€. Handbært fé lækkaði því um 6,2 m€ og var 45,9 m€ í lok tímabilsins.

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrsta fjórðungs árins 2025 (1 evra = 145,63 ísk) voru tekjur 14,7 milljarðar króna, EBITDA 2,2 milljarðar og hagnaður 1,1 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 31. mars 2025   (1 evra = 142,7 ísk) voru eignir samtals 138,6 milljarðar króna, skuldir 70,5 milljarðar og eigið fé 68,1 milljarðar.

Hluthafar

Lokaverð hlutabréfa 31. mars 2025 var 66,8 kr. á hlut og var markaðsvirði félagsins þá 128,6 milljarðar króna. Fjöldi hluthafa var 1.661.

Samþykkt árshlutareiknings

Árshlutareikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi Brims hf. 27. maí 2025. Árshlutareikningurinn er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS – International Financial Reporting Standards). Árshlutareikningurinn hefur hvorki verið kannaður né endurskoðaður af endurskoðendum félagsins.

Brim hf.

Brim er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem starfar í sátt við samfélagið og umhverfið. Við stuðlum að verðmætasköpun í sjávarútvegi með vöruþróun, tæknilausnum og öflugu starfsfólki. Við tryggjum með ábyrgum veiðum og vinnslu, þar sem áhersla er á sjálfbærni og nýsköpun, að sjávarútvegur verði áfram burðarstólpi í íslensku samfélagi. Við leitum allra leiða til að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið hvort sem er á sjó eða í landi.

Fjárhagsdagatal

Annar ársfjórðungur        28. ágúst 2025

Þriðji ársfjórðungur        20. nóvember 2025

Fjórði ársfjórðungur        26. febrúar 2026

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson forstjóri, sími 550-1000.

Viðhengi



EN
27/05/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Brim

 PRESS RELEASE

Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi 2025

Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi 2025 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri: Rekstur Brims á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var hefðbundinn. Verð á þorski, ýsu og ufsaafurðum á alþjóðamörkuðum voru góð en verð á karfaafurðum var áfram lágt. Botnfiskafli var áþekkur en hins vegar var engum kvóta úthlutað til íslenskra veiðiskipa í Barentshafi vegna minnkandi þorskstofns. Sala á afurðum gekk vel og birgðir minnkuðu. Veiði uppsjávartegunda var sambærileg fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Annað árið í röð var loðnubrestur. Verð á lýsi lækkaði frá fyrra ári. Fjárhagsleg niðurstaða  ársfjórðungsins sk...

 PRESS RELEASE

Leiðrétting: Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025

Leiðrétting: Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Leiðrétting: Það láðist að setja inn samþykktan texta aðalfundar um heimild til hluthafa að fá arðgreiðslu greidda í evrum. Þetta er uppfært hér með. Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögur: Tillaga stjórnar um greiðslu arðs. Samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,5 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 2.881 millj.kr. (um 20,1 millj.evra á lokagengi ársins 2024), eða 2,03% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs...

 PRESS RELEASE

Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025

Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögur: Tillaga stjórnar um greiðslu arðs. Samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,5 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 2.881 millj.kr. (um 20,1 millj.evra á lokagengi ársins 2024), eða 2,03% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2024. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2025. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 20. mars 2025 og arðleysisdagur því 21. mars 2025. Arðsrétt...

 PRESS RELEASE

Framboð til stjórnar Brims hf. á aðalfundi félagsins 20. mars 2025

Framboð til stjórnar Brims hf. á aðalfundi félagsins 20. mars 2025 Eftirtaldir einstaklingar bjóða sig fram í kjöri til stjórnar Brims hf. á aðalfundi félagsins 20. mars 2025 Anna G. Sverrisdóttir Hjálmar Þór Kristjánsson Kristján Þ. Davíðsson Kristrún Heimisdóttir Magnús Gústafsson Þar sem frambjóðendur eru jafnmargir og þeir stjórnarmenn sem á að kjósa á fundinum og samsetning stjórnar fullnægir ákvæðum laga og samþykkta félagsins um kynjahlutföll er sjálfkjörið í stjórnarsætin fimm. Nánari upplýsingar um frambjóðendur liggja frammi á skrifstofu félagsins, í meðfylgjandi viðhengi...

 PRESS RELEASE

Aðalfundur Brims hf. verður haldinn 20. mars 2025

Aðalfundur Brims hf. verður haldinn 20. mars 2025 Aðalfundur Brims hf. verður haldinn fimmtudaginn 20. mars 2025 í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík klukkan 16:30. Fundurinn fer fram á íslensku. Dagskrá Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina síðastliðið ár.Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til staðfestingar.Tillaga stjórnar um greiðslu arðs.Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.Kosning stjórnar félagsins.Kosning endurskoðenda.Tillaga stjórnar um utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd.Tillaga um að stjórn fái heimild til kaup...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch