GRND Brim

Uppgjör Brims hf. á öðrum ársfjórðungi 2020

Uppgjör Brims hf. á öðrum ársfjórðungi 2020

  • Rekstrartekjur samstæðunnar á öðrum árfjórðungi voru 60,3 m€ og 133,1 m€ á fyrri árshelmingi (2F 2019: 49,6 m€, 1H 2019: 105,5 m€).  Aukningu rekstrartekna má fyrst og fremst rekja til þess að sölufélög í Asíu eru hluti af samstæðunni í ár, en félögin eru hluti af samstæðureikningsskilum Brims frá 1. október 2019.  Rekstrartekjur sölufélaganna, að teknu tilliti til innbyrðis viðskipta námu 25 m€ á öðrum ársfjórðungi og 45 m€ á fyrri árshelmingi 2020.
  • EBITDA nam 9,5 m€ á öðrum ársfjórðungi og 17,2 m€ á fyrri árshelmingi (2F 2019: 13,3 m€, 1H 2019: 23,1 m€)
  • Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var 5,0 m€ og hagnaður á fyrri árshelmingi 5,4 m€ (2F 2019 6,8 m€ hagnaður, 1H 2019: 10,7m€ hagnaður)
  • Handbært fé frá rekstri nam 18,9 m€ á fyrri árshelmingi (1H 2019: 31,1 m€)
  • Fiskvinnslan Kambur ehf., Grábrók ehf. og Grunnur ehf. eru hluti af samstæðunni frá og með 1. maí.  Dótturfélagið Norðanfiskur ehf. var selt í júlí, og hefur rekstur og efnahagur þess félags verið færður undir aflagða starfsemi.



Rekstur fyrstu sex mánaða ársins 2020

Rekstrartekjur Brims hf. á fyrri helmingi ársins 2020 námu 133,1 m€, samanborið við 105,5 m€ árið áður.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 17,2 m€ eða 12,9% af rekstrartekjum, en var 23,1 m€ eða 21,9% árið áður.  Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 3,7 m€, en voru neikvæð um 2,4 m€ á sama tíma árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 0,2 m€, en voru jákvæð um 0,3 m€ árið áður.  Hagnaður fyrir tekjuskatt var 6,6 m€ og hagnaður tímabilsins var 5,4 m€. 

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 749,0 m€ í lok júní 2020. Þar af voru fastafjármunir 622,7 m€ og veltufjármunir 126,2 m€.  Eigið fé nam 315,5 m€, eiginfjárhlutfall í lok júní var 42,1%, en var 45,3% í lok árs 2019. Heildarskuldir félagsins voru í júnílok 433,4 m€.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 18,9 m€ á tímabilinu, en nam 31,1 m€ á sama tíma fyrra árs.  Fjárfestingarhreyfingar voru neikvæðar um 40,8 m€.  Fjármögnunarhreyfingar voru neikvæðar um 4,1 m€.  Handbært fé lækkaði um 26,6 m€ á tímabilinu og var í lok júní 26,9 m€.

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrri árshelming 2020 (1 evra = 148,06 kr) verða tekjur 19,7 milljarðar króna, EBITDA 2,5 milljarðar og hagnaður 0,8 milljarðar.  Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. júní 2020 (1 evra = 155,4 kr) verða eignir samtals 116,4 milljarðar króna, skuldir 67,4 milljarðar og eigið fé 49,0 milljarðar.

Skipastóll og afli

Í lok júní gerði samstæðan út 10 fiskiskip, en línubátarnir Kristján HF-100 og Steinunn HF-108 bættust við þegar Grunnur ehf. og Grábrók ehf. urðu hluti af samstæðunni 1. maí síðastliðinn.

Á fyrri árshelmingi ársins 2020 var afli skipa samstæðunnar 23,0 þúsund tonn af botnfiski og 34,0 þúsund tonn af uppsjávarfiski. 

Á sama tíma 2019 var afli skipa samstæðunnar 26,5 þúsund tonn af botnfiski og 43,6 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Önnur mál

Áhrif veirufaraldursins COVID-19 á rekstur samstæðunnar hafa verið umtalsverð á  tímabilinu.  Stjórnendur og starfsmenn félagsins hafa markvisst unnið að því að hlúa að öryggi starfsmanna og með samstilltu átaki hefur tekist að koma í veg fyrir röskun á starfseminni. Gripið hefur verið til margháttaðra varnaraðgerða gegn smiti og mikil áhersla lögð á aukið hreinlæti, aðskilnað starfsmanna, takmörkun á aðgengi að starfsstöðvum og annað sem tengist sóttvarnaraðgerðum. 

Breytingar hafa orðið á mörkuðum víða um heim, með breyttu neyslumynstri matvara og margvíslegum efnahagslegum áhrifum. Til að mynda hafa veitingahús og mötuneyti á lykilmörkuðum samstæðunnar ýmist verið lokuð eða með skerta starfsemi og söluleiðir því aðrar en áður. Aukin sala hefur hins vegar verið á sjávarafurðum á öðrum mörkuðum s.s. í smásöluverslunum.  Flutningaleiðir, ekki síst í lofti, en einnig á sjó, hafa raskast og kostnaður aukist og einnig hefur framleiðslusamsetning breyst vegna framangreindra þátta.

Áhrif heimsfaraldursins á rekstur Brims á næstu mánuðum og misserum ræðst eðlilega af þróun heimsfaraldursins og alkunna er að þar ríkir mikil óvissa. Stjórnendur Brims fylgjast náið með þróun mála á helstu mörkuðum en samstæðan er vel í stakk búin til að takast á við breyttar aðstæður, en ekki er hægt að segja til um það hversu mikil áhrif faraldurinn mun hafa á rekstur og efnahag samstæðunnar. 



Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims hf.:

Erfiðar gæftir og minni veiði uppsjávarfisks, áhrif covid heimsfaraldursins á markaði og gagnger endurnýjun og tæknivæðing botnfiskvinnslu félagsins í Norðurgarði einkenndu rekstur á fyrri árshelmingi.  Í ljósi framangreindra aðstæðna er niðurstaða uppgjörs Brims á fyrri árshelmingi ársins 2020 ásættanleg segir Kristján Þ. Davíðsson.

Kynningarfundur þann 21. ágúst 2020

Rafrænn kynningarfundur um afkomu félagsins á öðrum ársfjórðungi verður haldinn föstudaginn 21. ágúst klukkan 8:30.  Í ljósi aðstæðna fer hann eingöngu fram í gegnum fjarfundabúnað.  Hægt er að sækja um aðgang að fundinum á póstfangið .

Kristján Þ. Davíðsson stjórnarformaður mun kynna uppgjörið og svara spurningum.

Viðhengi

EN
20/08/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Brim

 PRESS RELEASE

Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf.

Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf. Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf. Samþykkt hefur verið kauptilboð Brim hf. í alla hluti Lýsi hf. fyrir 30 milljarða króna, með fyrirvara um samþykki stjórna félaganna, hluthafafundar kaupanda og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð miðast við að heildarverðmæti alls hlutafjár í Lýsi hf. sé samtals krónur 30.000.000.000-, (þrjátíu milljarðar króna 00/100). Frá dragast vaxtaberandi skuldir m.v. 30. júní 2025, sem námu samtals 5.277.295.082. Heildarkaupverð greiðist til helminga með reiðufé og til helminga með hlutabréfum í Brim hf., miðað er vi...

 PRESS RELEASE

Brim hf. - Flöggun - Brú lífeyrissjóður

Brim hf. - Flöggun - Brú lífeyrissjóður Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Brú lífeyrissjóði þar sem farið er yfir 5% eignarhlut í Brim hf.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Uppgjör Brims á öðrum ársfjórðungi 2025

Uppgjör Brims á öðrum ársfjórðungi 2025 Helstu atriði úr fjárhagsuppgjöri 2F 2025 Vörusala var 82,4 m€ á fjórðungnum samanborið við 79,7 m€ á öðrum fjórðungi 2024Hagnaður var 3,2 m€ á fjórðungnum samanborið við 1,0 m€ á öðrum fjórðungi 2024EBITDA var 12,1 m€ og EBITDA hlutfall 14,6% samanborið við 9,0 m€ og EBITDA hlutfall 11,3%Eigið fé þann 30. júní 2025 var 476,6 m€ og eignfjárhlutfall 50,1% Guðmundur Kristjánsson, forstjóri: „Afkoma Brims á öðrum ársfjórðungi var ekki góð og sama má segja um fyrri helming ársins. Ávöxtun eigin fjár á fjórðungnum var 2,6% og 4,4% á fyrstu sex mánuðum ...

 PRESS RELEASE

Brim: Kynningarfundur fyrir uppgjör annars ársfjórðungs fimmtudaginn 2...

Brim: Kynningarfundur fyrir uppgjör annars ársfjórðungs fimmtudaginn 28. ágúst. Brim hf. mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 28. ágúst.Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 28. ágúst klukkan 16:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins kynnir uppgjör fjórðungsins og svarar spurningum.Fundinum verður jafnframt streymt og hægt verður að fylgjast með honum á . Velkomið er að senda spurningar fyrir fundinn eða á meðan fundi...

 PRESS RELEASE

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025 Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025. Hluthafafundur staðfesti endurskoðaðan ársreikning móðurfélagsins.

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch