HAMP Hampidjan Ltd

Hampiðjan gengur frá kaupum á tveimur félögum í Skotlandi

Hampiðjan gengur frá kaupum á tveimur félögum í Skotlandi

Hampiðjan hefur í dag skrifað undir samkomulag um kaup á 80% hlut í skosku félögunum Jackson Trawl Limited og Jackson Offshore Supply Limited í Peterhead í Skotlandi.

Jackson Trawl er leiðandi í sölu veiðarfæra á Bretlandseyjum og Jackson Offshore selur einkum kaðla, lyftistroffur og járnavöru til olíuiðnaðarins í Skotlandi.  

Seljendur eru bræðurnir Mark og Stephen Buchan og fjölskyldur þeirra en bræðurnir hafa stjórnað fyrirtækjunum undanfarna áratugi af mikilli vandvirkni og röggsemi eftir að faðir þeirra Arthur Buchan dró sig í hlé vegna aldurs. Faðir hans, John Buchan, stofnaði fyrirtækið 1962 og fyrirtækið verður því 58 ára á þessu ári. Þeir bræður munu stýra fyrirtækjunum eftir sem áður.

Töluverð samlegðaráhrif eru af kaupunum fyrir Hampiðjuna og sem munu koma fram á þessu ári og þeim næstu.  Viðskiptavinir beggja félaganna í Skotlandi munu njóta góðs af kaupum Hampiðjunnar því með þeim fá félögin aðgang að tækniþekkingu og vörum Hampiðjunnar í veiðarfærum og sérútbúnum vörum fyrir olíuiðnaðinn.

Öllum skilyrðum kaupsamnings vegna hlutanna hefur verið aflétt og er miðað við að félögin komi inn í samstæðuuppgjör Hampiðjunnar frá 1. janúar 2020.

Kaupverð hlutanna nemur rúmum 9,7 m.EUR og er fjármagnað með láni frá Arion banka hf. að fjárhæð 6,4 m.EUR ásamt handbæru fé Hampiðjunnar hf.

Engin langtímalán eru í félögunum um áramótin en skammtímaskuldir í félögunum nema 1,2 m.EUR. Heildareignir félaganna nema samtals um 8,0 m.EUR og þar af er handbært fé að fjárhæð rúmar 4,3 m.EUR. Áætluð velta félagsins á árinu 2020 er um 7,2 m.EUR og áætluð EBITDA nemur um 1,6 m.EUR.

Með þessum kaupum styrkir Hampiðjan stöðu sína enn frekar við N-Atlantshaf sem er mikilvægasti markaður samstæðunnar.  Innan landhelgi Stóra-Bretlands eru auðug fiskimið þar sem verðmætustu tegundirnar eru makríll, kolmunni og sandsíli en skip frá Evrópubandalaginu hafa veitt meirihluta aflans undanfarin ár.  Það gæti breyst með samningum í kjölfar Brexit en Hampiðjan hefur hins vegar með þessum kaupum tryggt stöðu sína óháð því á hvorn veginn sem þeir samningar fara í framtíðinni.

Nánari upplýsingar veitir:

Hjörtur Erlendsson

Forstjóri Hampiðjunnar

Sími 6643361

EN
20/02/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Hampidjan Ltd

 PRESS RELEASE

Hampiðjan sameinar alla starfsemi sína í fiskeldi undir nafninu ELDI

Hampiðjan sameinar alla starfsemi sína í fiskeldi undir nafninu ELDI Sala til og þjónusta við fiskeldi hefur verið vaxandi þáttur í starfsemi Hampiðjunnar undanfarin ár. Með kaupunum á Vonin í Færeyjum árið 2016 varð fiskeldið mikilvægur þáttur í rekstri samstæðunnar og með kaupunum á Mørenot 2023 óx mikilvægi fiskeldisins enn frekar. Haustið 2024 kom Fiizk Protection inn í samstæðuna en það fyrirtæki hannar og framleiðir lúsapils til að verjast ágangi laxalúsar. Salan til fiskeldis varð um 27% af heildartekjum Hampiðjusamstæðunnar á árinu 2024 eða um 86 m€. Á fyrstu þrem ársfjórðungum þes...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan – níu mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2025

Hampiðjan – níu mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2025 Lykilstærðir  Allar fjárhæðir í evrum og leiðréttar samanburðartölur í sviga. Rekstrartekjur ársfjórðungsins voru 92,9 m€ (75,0 m€)EBITDA af reglulegri starfsemi á ársfjórðungnum var 8,8 m€ (9,0 m€)Hagnaður ársfjórðungsins nam 1,0 m€ (1,1 m€.)Rekstrartekjur fyrstu 9 mánuðina voru 277,6 m€ (233,2 m€).EBITDA af reglulegri starfsemi var 33,0 m€ (28,7 m€).EBITDA leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði vegna kaupa á Kohinoor nam 33,5 m€.   Hagnaður af áframhaldandi starfsemi tímabilsins nam 8,5 m€ (9,2 m€).Heildareignir voru 541,3 ...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan hf. – Kynningarfundur fyrir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025...

Hampiðjan hf. – Kynningarfundur fyrir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 fimmtudaginn 20. nóvember. Hampiðjan hf. mun birta uppgjör fyrir þriðja ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 20. nóvember. Fjárfestakynning verður haldin sama dag, klukkan 16:15 í höfuðstöðvum félagsins að Skarfagörðum 4. Kynningunni verður jafnframt streymt og verður vefstreymið aðgengilegt á heimasíðu félagsins fyrir fundinn. Fjárfestum er velkomið að senda spurningar á meðan á fundi stendur á netfangið Árshlutareikningurinn verður aðgengilegur á heimasíðu Hampiðjunnar. Upptaka af kynningunni verður e...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan – sex mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2025

Hampiðjan – sex mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2025 Lykilstærðir  Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga. Rekstrartekjur voru 184,8 m€ (158,2 m€).EBITDA af reglulegri starfsemi á ársfjórðungnum var 24,2 m€ (19,7 m€).EBITDA leiðrétt fyrir einskiptiskostnaði vegna kaupa á Kohinoor nam 24,7 m€.   Hagnaður af áframhaldandi starfsemi tímabilsins nam 7,0 m€ (7,7 m€).Heildareignir voru 539,6 m€ (509,5 m€ í lok 2024).Vaxtaberandi skuldir voru 212,6 m€ (178,6 m€ í lok 2024).Handbært fé var 31,6 m€ (41,4 m€ í lok 2024).Eiginfjárhlutfall var 50,0% (53,6% í lok 2024). R...

 PRESS RELEASE

Hampiðjan – samandreginn þriggja mánaða árshlutareikningur samstæðu Ha...

Hampiðjan – samandreginn þriggja mánaða árshlutareikningur samstæðu Hampiðjunnar 2025 Lykilstærðir  Allar fjárhæðir í evrum og samanburðartölur í sviga. Rekstrartekjur ársfjórðungsins voru 91,9 m€ (78,3 m€).EBITDA af reglulegri starfsemi á ársfjórðungnum var 11,2 m€ (8,3 m€).Hagnaður tímabilsins nam 2,8 m€ (2,7 m€).Heildareignir voru 551,9 m€ (509,5 m€ í lok 2024).Vaxtaberandi skuldir voru 184,3 m€ (178,6 m€ í lok 2024).Handbært fé var 38,8 m€ (41,4 m€ í lok 2024).Eiginfjárhlutfall var 49,6% (53,6% í lok 2024). Rekstur Rekstrartekjur samstæðunnar voru 91,9 m€ og hækkuðu um 17,4% frá...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch