ICEAIR Icelandair Group Holding

Icelandair: Úthlutun kauprétta

Icelandair: Úthlutun kauprétta

Stjórn Icelandair Group hefur ákveðið að úthluta kaupréttum í samræmi við tillögu sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 3. mars 2022, um að innleiða kaupréttaráætlun.

Framkvæmdastjórn félagsins og forstöðumenn, alls 51 starfsmenn, munu öðlast rétt til að kaupa allt að 385.300.000 hluti í gegnum kaupréttarsamninga, þar af mun framkvæmdastjórn öðlast rétt til að kaupa 111.000.000 hluti.

Helstu skilmálar og skilyrði samninganna eru eftirfarandi:

  • Tegund: Kaupréttir.
  • Þátttakendur: Framkvæmdastjórnin og forstöðumenn.
  • Varðveislutími: Þrjú ár frá úthlutunardegi.
  • Nýtingartímabil: Eitt ár eftir þriggja ára varðveislutímabil. Nýtingartímabil eru tvö á ári í apríl og október í 15 daga eftir birtingu viðkomandi Q1 og Q3 uppgjöra.
  • Kaupréttargengi: Gengi kaupréttar verður byggt á hlutabréfaverði Icelandair Group við lokun NASDAQ Ísland á úthlutunardegi auk 3% árlegra vaxta. Gengi kaupréttar skal aðlagað fyrir framtíðararðgreiðslum sem ákveðnar eru eftir úthlutunardag.

Aðrir lykilskilmálar og skilyrði:

  • Áunnin kaupréttur sem ekki er nýttur innan nýtingartímabils fellur úr gildi.
  • Þátttakendur eru skuldbundnir til að halda hlutum, sem svara til hreins hagnaðar af kaupréttum (eftir skatt) þar til eftirfarandi kröfum um eignarhald er náð mælt í heildar virði hluta sem margfeldi af árlegum grunnlaunum: Forstjóri: 1x, aðrir meðlimir framkvæmdastjórnar: 0.5x. Fyrir aðra starfsmenn: 10% af keyptum hlutum.
  • Kaupréttirnir eru einungis gildir ef starfsmaður er enn í starfi hjá Icelandair Group eða dótturfélögum þess á nýtingardegi. Starfskjaranefnd getur vikið frá þessu skilyrði undir ákveðnum kringumstæðum.
  • Ef breyting á yfirráðum verður, í samræmi við 100. grein laga nr. 108/2007, skulu allir útistandandi kaupréttir verða virkir og hægt verður að nýta kauprétti,
  • Félagið mun ekki veita nein lán eða ábyrgðir í tengslum við kaupréttaráætlunina.
  • Réttindi og skyldur samkvæmt kaupréttaráætluninni er ekki heimilt að framselja til þriðja aðila.
  • Félagið hefur valkost á að endurheimta, að hluta til eða í heild, hagnað sem byggir á röngum, villandi, ófullnægjandi eða röngum gögnum, eða ef viðtakandi hagaði sér í ótrúnaði varðandi önnur málefni, sem leiddi til of hárra launa eða launa sem ella hefðu ekki verið veitt.

Félagið mun gefa út ný hlutabréf eftir nýtingartímabilið sem svarar til heildarfjölda keyptra hluta. Kostnaður félagsins af kaupréttaráætluninni er áætlaður vera um USD 1,1 milljón yfir næstu 3 ár byggt á Black-Scholes líkaninu. Heildarfjöldi veittra kaupréttinda samsvarar til 0,94% af heildarútgefnu hlutafé.

Upplýsingar um kauprétti sem veittir hafa verið til framkvæmdastjórnar Icelandair:

NamePositionStock options grantedStock options previously grantedShares ownedShares owned by financially related parties
Bogi Nils BogasonPresident & CEO                               22,100,000                               22,100,000 0                                                           23,625,000
Árni HermannssonM.D Aircraft Leasing and Consulting                               12,700,000                               12,700,000                         100,000                                                             7,500,000
Elísabet HelgadóttirChief Human Resources Officer                               12,700,000                               12,700,000 0                                                             8,666,667
Einar Már GuðmundssonM.D Air Freight and Logistics                               12,700,000                               5,500,000                         1,750,0000
Ívar S. KristinssonChief Financial Officer                               12,700,000                               12,700,000                      4,250,000 0
Rakel ÓttarsdóttirChief Digital Officer 



12,700,000
 



12,700,000
                      2,500,000 0
Sylvía ÓlafsdóttirChief Customer Officer12,700,00012,700,000                         250,000 0
Tómas IngasonChief Revenue Officer12,700,00012,700,000                            57,405                                                             7,500,000

Nánari upplýsingar

Fjárfestar: Íris Hulda Þórisdóttir, Forstöðumaður Fjárfestatengsla. Netfang: Media: Ásdís Pétursdóttir, Forstöðumaður Samskipta og sjálfbærni. Netfang: 

Viðhengi



EN
07/02/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Icelandair Group Holding

 PRESS RELEASE

Icelandair: Considerable increase on the via market, improved load fac...

Icelandair: Considerable increase on the via market, improved load factor and on-time performance In March 2024, Icelandair transported 298 thousand passengers, which represents a 25% increase in passenger traffic as measured by Revenue Passenger Kilometers (RPK) on a capacity increase of 22% compared to March 2023. During the month, 39% of passengers were traveling to Iceland, 19% from Iceland, 34% were via passengers, and 8% were traveling within Iceland. Load factor was 83.1% and on-time performance was 88.5%, increasing by 4.7 ppt from the already solid performance in March 2023. Bogi ...

 PRESS RELEASE

Icelandair: Mikil aukning tengifarþega, betri sætanýting og stundvísi

Icelandair: Mikil aukning tengifarþega, betri sætanýting og stundvísi Heildarfjöldi farþega Icelandair var 298 þúsund í mars. Farþegaflutningar hjá félaginu jukust um 25%, mældir í tekjufarþegakílómetrum (e. Revenue Passenger Kilometer) og framboð jókst um 22% frá mars 2023. Í mánuðinum voru 39% farþega á leið til Íslands, 19% frá Íslandi, 34% voru tengifarþegar og 8% ferðuðust innanlands. Sætanýting var 83,1% og stundvísi var 88,5%, 4,7 prósentustigum hærri en stundvísi í mars 2023 sem var þó mjög góð. Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair: „Við sjáum áframhaldandi góðar farþeg...

 PRESS RELEASE

Icelandair: Net profit is expected to increase between years with EBIT...

Icelandair: Net profit is expected to increase between years with EBIT ratio of 2-4% Icelandair is issuing financial guidance for the full year 2024. Uncertainty in the operating environment, as reported in the 2023 results announcement on 1 February 2024, has decreased with diminishing impact of inaccurate international media coverage of the volcanic activity in Southwest Iceland on bookings and the conclusion of the collective bargaining agreements in the private sector in Iceland.   Capacity in 2024, as measured in Available Seat Kilometers (ASK), is expected to increase by 10% year-on...

 PRESS RELEASE

Icelandair: Gert ráð fyrir auknum hagnaði á milli ára og að EBIT hlutf...

Icelandair: Gert ráð fyrir auknum hagnaði á milli ára og að EBIT hlutfall verði 2-4% Icelandair gefur nú út afkomuspá fyrir árið 2024. Óvissa í rekstrarumhverfinu, sem fjallað var um í tilkynningu með uppgjöri ársins 2023 hinn 1. febrúar síðastliðinn, hefur minnkað. Bæði hafa áhrif af ónákvæmum fréttum af eldsumbrotum á Reykjanesi á bókanir minnkað ásamt því að nýgerðir langtíma kjarasamningar á almennum vinnumarkaði skapa meiri stöðugleika.   Gert er ráð fyrir að flugframboð, í sætiskílómetrum, aukist um 10% frá fyrra ári. Áherslan verður á að auka framboð inn á markaði sem hafa mikla te...

 PRESS RELEASE

Icelandair: New Market Making Agreements

Icelandair: New Market Making Agreements Icelandair Group hf. (“Icelandair”) has entered into an agreement with Íslandsbanki hf. for market making of shares issued by the Company traded on the Nasdaq Iceland Regulated Market. The purpose of the agreement is to maintain the liquidity of Icelandair's shares, create a market price and the price formation of the shares in the most efficient and transparent manner.   The agreement stipulates that Íslandsbanki shall submit daily bids and offers to buy and sell Icelandair’s shares in the trading system of the Icelandic stock exchange. Each bid a...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch