Fly Play hf.: Betri nýting með breyttri stefnu
Flugfélagið Play flutti 116.023 farþega í júní 2025, samanborið við 173.109 í júní 2024. Þessi munur endurspeglar ákvörðun félagsins að leggja áherslu á áætlunarflug frá Íslandi og leiguverkefni fyrir aðra flugrekendur.
Sætanýtingin hækkaði á milli ára, úr 86,0% árið júní 2024 í 86,8% í júní 2025. Þetta er sérstaklega athyglisvert í ljósi þess að Play hefur beint sjónum sínum að sólarlandaáfangastöðum í Suður-Evrópu, sem skila gjarnan hærri tekjum en lægri sætanýtingu vegna minni tengifarþegafjölda.
Hærri sætanýting endurspeglar agaðri og markvissari rekstur, sem er afrakstur ákvörðunar Play að breyta viðskiptalíkandi félagsins. Af þeim farþegum sem flugu með Play í júní 2025 voru 41,9% á leið frá Íslandi, 33,0% að koma til landsins og 25,1% tengifarþegar (VIA)
Stundvísi Play í júní var 88,8%.
Aftur flogið til Álaborgar og 4 ár frá fyrsta flugi
Í júní hóf Play aftur flug til Álaborgar í Danmörku. Félagið mun fljúga tvisvar í viku til Álaborgar í júlí og fram í miðjan ágúst. PLAY flýgur nú til þriggja áfangastaða í Danmörku: Kaupmannahafnar, Álaborgar og Billund.
Play með viðburði í áætlunarferðum sínum og sértilboð fyrir viðskiptavini, til að minnast fyrsta flugs Play sem var 24. júní árið 2021. Það eru því meira en fjögur ár síðan félagið hóf sig á loft.
Einar Örn Ólafsson, forstjóri Play:
„Frammistaða okkar í júní endurspeglar jákvæð áhrif stefnubreytingarinnar sem við höfum ráðist í. Með því að draga úr framboði og beina áætlun okkar í meira mæli að vinsælum sólarlandaáfangastöðum, náum við betri nýtingu og hærri tekjum á hvert sæti. Þetta er skýr vísbending um þann árangur sem breytt leiðakerfi og agaðri rekstur færir félaginu. Hærri sætanýting sýnir að hagræðingin er að skila árangri — reksturinn er nú markvissari, hagkvæmari og betur í takt við eftirspurn. Ég er sérstaklega stoltur af teyminu okkar hjá PLAY fyrir öflugt starf, þar á meðal glæsilega stundvísi upp á 88,8% í júní. Þetta er jákvæð þróun sem endurspeglar þá vegferð sem við erum á.”
Viðhengi
