Aðalfundur Ísfélags hf. 2025 - Frambjóðendur til stjórnar, endanlegar tillögur og dagskrá
Fundurinn er haldinn rafrænt og á Tangagötu 1 Vestmannaeyjum þann 23. apríl 2025 kl. 16.
Meðfylgjandi eru upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar félagsins sem eru í kjöri á aðalfundinum 23. apríl 2024. Framboðsfrestur er útrunninn. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur allt að sjö menn í stjórn. Fimm einstaklingar eru í kjöri til aðalstjórnar og er því sjálfkjörið í stjórn.
Í kjöri til aðalstjórnar eru:
- Einar Sigurðsson
- Guðbjörg Matthíasdóttir
- Gunnar Sigvaldason
- Steinunn H. Marteinsdóttir
- Sigríður Vala Halldórsdóttir
Engar breytingar eru á fyrirliggjandi tillögum fyrir fundinn eða áður birtri dagskrá. Tillögur eru meðfylgjandi.
Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, þurfa að skrá sig á
eigi síðar en kl. 16.00 þann 22. apríl 2024, eða degi fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á. Mikilvægt er að skrá sig á fundinn þó mætt sé á fundinn á Tangagötu 1, þar sem atkvæðagreiðsla fundarins verður í kerfinu.
Allar nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins
Viðhengi
