ISF ISFELAG HF.

Ísfélag hf. semur um sambankalán að fjárhæð EUR 220 milljónir.

Ísfélag hf. semur um sambankalán að fjárhæð EUR 220 milljónir.

Ísfélag hf. hefur undirritað lánasamning að fjárhæð EUR 220 milljónir við hóp banka. Lánið er til fimm ára og skiptist í tvo hluta, annars vegar í EUR 150 milljóna afborgunarlán með 25 ára afborgunarferli og hins vegar að jafngildi EUR 70 milljóna fjölmynta ádráttarlán. Afborgunarhlutinn verður nýttur til að endurfjármagna öll núverandi vaxtaberandi lán og styrkja lausafjárstöðu félagsins og ádráttarhlutinn mun tryggja aðgang að lánsfjármögnun í framtíðinni.

Lánveitendur eru þrír alþjóðlegir og tveir íslenskir bankar. Þetta eru Coöperatieve Rabobank U.A., DNB Bank ASA, Nordea Bank ABP, Íslandsbanki hf. og Landsbankinn hf.

Stefán Friðriksson, forstjóri Ísfélags hf.:

„Sambankalánið staðfestir tiltrú lánveitenda á rekstri og fjárhagsstyrk Ísfélagsins. Félagið hefur á undanförnum árum fjárfest umtalsvert í stærri og betur búnum skipum og einnig í nýjum og öflugri búnaði í fiskvinnslum félagsins auk þess sem félagið hefur fjárfest í laxeldi sem er spennandi og ört vaxandi atvinnugrein hér á landi. Nýja lánið gefur félaginu gott tækifæri til áframhaldandi vaxtar og að efla rekstur.“

Coöperatieve Rabobank U.A., DNB Bank ASA og Nordea Bank ABP eru með jafnstóran hlut í fjármögnuninni, en Íslandsbanki hf. og Landsbanki hf. eru með lægri hlutdeild. Íslandsbanki hf. er umsjónar- og veðgæsluaðili lánsins.



EN
23/01/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on ISFELAG HF.

 PRESS RELEASE

Ísfélag hf.: Breyting á viðskiptavakt

Ísfélag hf.: Breyting á viðskiptavakt Ísfélag hf. og Arion banki hf. hafa gert breytingar á fyrirliggjandi samningi um viðskiptavakt fyrir hlutabréf félagsins á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Samkvæmt samningnum skal Arion banki leggja fram, á hverjum viðskiptadegi Kauphallarinnar, bæði reglubundin og fyrirsjáanleg kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar, bæði áður en aðalmarkaður hennar opnar og á meðan viðskipti eiga sér þar stað. Í samningnum er nú kveðið á um að Arion banki skuli leggja fram kaup- og sölutilboð sem varða að lágmarki 90.000 hluti í félag...

 PRESS RELEASE

Uppgjör Ísfélags hf. á þriðja ársfjórðungi 2025

Uppgjör Ísfélags hf. á þriðja ársfjórðungi 2025 Frá Stefáni Friðrikssyni forstjóra:   Afkoma Ísfélagsins á þriðja ársfjórðungi var ágæt og skýrist einkum af því að annars vegar gengu veiðar og vinnsla á makríl mjög vel og hins vegar aflaði Sólberg ÓF 1, frystitogari félagsins, vel á tímabilinu. Einnig hefur verð á helstu afurðum félagsins verið gott og sala afurða gengið vel á árinu. Hjá fyrirtækjum sem stunda uppsjávarvinnslu sveiflast birgðastaðan oft mikið milli vertíða og í lok þriðja ársfjórðungs var talsvert til af birgðum í uppsjávarfiski.   Félagið hefur fjárfest mikið á yfirstand...

 PRESS RELEASE

Ísfélag hf. birtir afkomu þriðja ársfjórðungs 2025 föstudaginn 28. nóv...

Ísfélag hf. birtir afkomu þriðja ársfjórðungs 2025 föstudaginn 28. nóvember 2025 eftir lokun markaða. Ísfélag hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á föstudaginn, 28. nóvember.   Fjárfestum er velkomið að senda spurningar á netfangið  .   Uppgjörsgögn verður hægt að nálgast á fjárfestasíðu Ísfélagsins, .    Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Jóhann Árnason í síma 488-1109 eða á . 

 PRESS RELEASE

Uppgjör Ísfélags hf. á öðrum ársfjórðungi og fyrri árshelmingi 2025

Uppgjör Ísfélags hf. á öðrum ársfjórðungi og fyrri árshelmingi 2025  Frá Stefáni Friðrikssyni forstjóra:   „Afkoma á fyrri árshelmingi markaðist af mikilli veikingu dollars, uppgjörsmyntar félagsins. Hrein fjármagnsgjöld voru 20,8 m.USD, þar af voru 13,2 m.USD vegna veikingar dollars. Hins vegar hækkaði bókfært verðmæti í dóttur- og hlutdeildafélögum um 12 m.USD sökum gengisbreytinga. Svo til engin loðna var veidd á vetrarvertíðinni sem hafði einnig neikvæð áhrif á reksturinn.  Fjárfestingar á tímabilinu voru umtalsverðar og námu þær 84,1 m.USD. Á móti seldi Ísfélagið eignir fyrir um 16,...

 PRESS RELEASE

Ísfélag hf. birtir afkomu annars ársfjórðungs 2025 föstudaginn 29. ágú...

Ísfélag hf. birtir afkomu annars ársfjórðungs 2025 föstudaginn 29. ágúst 2025 eftir lokun markaða. Fjárfestakynning verður haldinn sama dag. Ísfélag hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á föstudaginn 29. ágúst.   Fjárfestakynning verður þann sama dag kl. 16:00 og verður hún eingöngu send út á vefstreymi. Vefstreymið má nálgast á .    Fjárfestum er velkomið að senda spurningar fyrir og á meðan á fundi stendur á netfangið .   Uppgjörsgögn verður hægt að nálgast á fjárfestasíðu Ísfélagsins, .    Upptaka verður einnig aðgengileg á fjárfestasíðunni að kynningu lok...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch