ISF ISFELAG HF.

Þátttaka Ísfélags hf. í fjármögnun Austur Holding AS vegna hlutafjárútboðs Kaldvik AS

Þátttaka Ísfélags hf. í fjármögnun Austur Holding AS vegna hlutafjárútboðs Kaldvik AS

Ísfélag hf. („félagið“) sem er 29,3% hluthafi í Austur Holding AS („Austur“) tilkynnir hér með um aðkomu félagsins að fjármögnun Austur vegna þátttöku Austur í hlutafjárhækkun Kaldvik AS, í kjölfar samþykktar hluthafafundar Kaldvik AS þann 19. júní 2025. 

Kaldvik AS, sem er skráð á Nasdaq First North Growth Market og Euronext Growth í Osló í Noregi, tilkynnti þann 5. júní 2025 um niðurstöðu lokaðs hlutafjárútboðs vegna útgáfu 38.011.500 nýrra hluta að fjárhæð NOK 532 milljónum eða um það bil EUR 46,2 milljónum. Þar af fékk Austur úthlutað um 27.045.027 hlutum sem svarar til um 71,2% af heildarúthlutun útboðsins eða að fjárhæð NOK 378,6 milljónum sem nemur um EUR 33 milljónum. Framangreind úthlutun nýrra hluta var m.a. háð samþykki hluthafafundar Kaldvik AS. Einnig hefur í kjölfar útboðsins verið tilkynnt um kaup Austur þann 10. júní 2025 á 860.000 hlutum í Kaldvik AS.

Í kjölfar samþykkis hluthafafundar Kaldvik AS þann 19. júní 2025 á hlutafjárhækkun í Kaldvik AS er Austur skuldbundið til að greiða sinn hluta úthlutunar samkvæmt niðurstöðu útboðsins. Samkvæmt fjármögnunarsamningi milli Austur og hluthafa þess leggur Ísfélag Austur til fjármögnun í tengslum við framangreind viðskipti að fjárhæð NOK 341 milljónir eða sem nemur um  EUR 29,7 milljónum sem samanstendur annars vegar af eiginfjárframlagi og hins vegar af breytanlegum hluthafalánum. Að loknum þessum viðskiptum verður eignarhlutur Austur 57,35% í Kaldvik AS en var áður 54,06%.

Fjárfestingin er liður í stefnu Ísfélags að breikka tekjustofna þess og styðja við frekari uppbyggingu Kaldvik AS.



EN
19/06/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on ISFELAG HF.

 PRESS RELEASE

Ísfélag hf.: Breyting á viðskiptavakt

Ísfélag hf.: Breyting á viðskiptavakt Ísfélag hf. og Arion banki hf. hafa gert breytingar á fyrirliggjandi samningi um viðskiptavakt fyrir hlutabréf félagsins á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Samkvæmt samningnum skal Arion banki leggja fram, á hverjum viðskiptadegi Kauphallarinnar, bæði reglubundin og fyrirsjáanleg kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar, bæði áður en aðalmarkaður hennar opnar og á meðan viðskipti eiga sér þar stað. Í samningnum er nú kveðið á um að Arion banki skuli leggja fram kaup- og sölutilboð sem varða að lágmarki 90.000 hluti í félag...

 PRESS RELEASE

Uppgjör Ísfélags hf. á þriðja ársfjórðungi 2025

Uppgjör Ísfélags hf. á þriðja ársfjórðungi 2025 Frá Stefáni Friðrikssyni forstjóra:   Afkoma Ísfélagsins á þriðja ársfjórðungi var ágæt og skýrist einkum af því að annars vegar gengu veiðar og vinnsla á makríl mjög vel og hins vegar aflaði Sólberg ÓF 1, frystitogari félagsins, vel á tímabilinu. Einnig hefur verð á helstu afurðum félagsins verið gott og sala afurða gengið vel á árinu. Hjá fyrirtækjum sem stunda uppsjávarvinnslu sveiflast birgðastaðan oft mikið milli vertíða og í lok þriðja ársfjórðungs var talsvert til af birgðum í uppsjávarfiski.   Félagið hefur fjárfest mikið á yfirstand...

 PRESS RELEASE

Ísfélag hf. birtir afkomu þriðja ársfjórðungs 2025 föstudaginn 28. nóv...

Ísfélag hf. birtir afkomu þriðja ársfjórðungs 2025 föstudaginn 28. nóvember 2025 eftir lokun markaða. Ísfélag hf. birtir uppgjör þriðja ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á föstudaginn, 28. nóvember.   Fjárfestum er velkomið að senda spurningar á netfangið  .   Uppgjörsgögn verður hægt að nálgast á fjárfestasíðu Ísfélagsins, .    Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Jóhann Árnason í síma 488-1109 eða á . 

 PRESS RELEASE

Uppgjör Ísfélags hf. á öðrum ársfjórðungi og fyrri árshelmingi 2025

Uppgjör Ísfélags hf. á öðrum ársfjórðungi og fyrri árshelmingi 2025  Frá Stefáni Friðrikssyni forstjóra:   „Afkoma á fyrri árshelmingi markaðist af mikilli veikingu dollars, uppgjörsmyntar félagsins. Hrein fjármagnsgjöld voru 20,8 m.USD, þar af voru 13,2 m.USD vegna veikingar dollars. Hins vegar hækkaði bókfært verðmæti í dóttur- og hlutdeildafélögum um 12 m.USD sökum gengisbreytinga. Svo til engin loðna var veidd á vetrarvertíðinni sem hafði einnig neikvæð áhrif á reksturinn.  Fjárfestingar á tímabilinu voru umtalsverðar og námu þær 84,1 m.USD. Á móti seldi Ísfélagið eignir fyrir um 16,...

 PRESS RELEASE

Ísfélag hf. birtir afkomu annars ársfjórðungs 2025 föstudaginn 29. ágú...

Ísfélag hf. birtir afkomu annars ársfjórðungs 2025 föstudaginn 29. ágúst 2025 eftir lokun markaða. Fjárfestakynning verður haldinn sama dag. Ísfélag hf. birtir uppgjör annars ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á föstudaginn 29. ágúst.   Fjárfestakynning verður þann sama dag kl. 16:00 og verður hún eingöngu send út á vefstreymi. Vefstreymið má nálgast á .    Fjárfestum er velkomið að senda spurningar fyrir og á meðan á fundi stendur á netfangið .   Uppgjörsgögn verður hægt að nálgast á fjárfestasíðu Ísfélagsins, .    Upptaka verður einnig aðgengileg á fjárfestasíðunni að kynningu lok...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch