KALD KALDALON HF.

Kaldalón hf.: Kaup á fasteignum FÍ fasteignafélags

Kaldalón hf.: Kaup á fasteignum FÍ fasteignafélags

Kaldalón hf. („Kaldalón“) og FÍ  Fasteignafélag slhf. („FÍ Fasteignafélag“) hafa undirritað kauptilboð Kaldalóns um allar fasteignir FÍ Fasteignafélags.

Fasteignasafnið telur 11 fasteignir og er heildarstærð safnsins 25.200 m2. Fasteignirnar eru allar á höfuðborgarsvæðinu og innifela meðal annars hótel, sendiráð, heilsugæslu og skrifstofur. Meðal helstu eigna í fasteignasafninu eru Hverfisgata 103, sem hýsir 100 herbergja hótel, skrifstofuhúsnæði að Borgartúni 25, sendiráð að Laufásvegi 31, verslunar- og þjónustuhúsnæði við Bernhöftstorfu í miðbæ Reykjavíkur, heilsugæslu í Glæsibæ auk annarra eigna.

Kauptilboð Kaldalóns er undirritað að undangengnu söluferli og var tilboð Kaldalóns metið hagstæðast af hálfu stjórnar FÍ Eignarhaldsfélags, móðurfélags FÍ fasteignafélags.

Kaupverð fasteignanna er 13.150 m.kr. og eru viðskiptin fullfjármögnuð með útgáfu hluta- og skuldabréfa til seljanda. Kaupverð greiðist annars vegar með afhendingu á 228.112.591 nýjum hlutum í Kaldalóni og hins vegar með útgáfu skuldabréfa að fjárhæð 7.232,5 m.kr. til seljenda, en skuldabréfin munu tilheyra nýjum skuldabréfaflokki KALD 220437, sem skráður verður í Kauphöll Íslands. Skuldabréfin verða gefin út á  ávöxtunarkröfunni 3,93% og seld á pari. Álagið í skuldabréfaútgáfunni nemur 120 punktum ofan á meðalgengi brúaðs vaxtaferils ríkisskuldabréfa síðustu 10 viðskiptadaga. Verð á nýjum hlutum í Kaldalóni sem afhentir verða miðar við meðalgengi hlutabréfa Kaldalóns á aðallista Nasdaq Iceland síðustu 10 viðskiptadaga fyrir samþykki tilboðsins eða kr. 25,94 á hlut. Kaupverð verður greitt við afhendingu eigna.

FÍ Fasteignafélag er dótturfélag FÍ Eignarhaldsfélags slhf. sem er í meirihlutaeigu breiðs hóps innlendra lífeyrissjóða sem bætast við hóp hluthafa Kaldalóns og í hóp eigenda skuldabréfa útgefinna af félaginu.

Viðskipti á grundvelli kauptilboðsins eru háð fyrirvörum um

(i) ásættanlega niðurstöðu ástands- og áreiðanleikakannana á fasteignunum,

(ii) samþykkis Samkeppniseftirlitsins, og

(iii) nauðsynlegar breytingar á skilmálum skuldabréfa í skuldabréfaflokki FIF 13 01.

Endanlegur kaupsamningur er jafnframt háður samþykki aukins meirihluta hluthafafundar FÍ Eignarhaldsfélags.

Áætlaður aukinn rekstrarhagnaður Kaldalóns hf. á ársgrundvelli vegna fyrirhugaðra viðskipta er um 870 m.kr. miðað við núverandi leigusamninga um hinar keyptu fasteignir. Tekjuvegið útleiguhlutfall fasteignanna er 89%. Ein fasteign er þróunareign. Áætlaður aukinn rekstrarhagnaður Kaldalóns við útleigu þeirrar eignar mun nemur um 960 m.kr. á ársgrundvelli. Við afhendingu fasteignanna mun fasteignasafn Kaldalóns hf. nema um 170.000 m2. Áætluð afhending á fasteignum og lúkning viðskipta er á fyrsta ársfjórðungi 2026.

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri Kaldalóns hf.:

„Það er einkar ánægjulegt að tilkynna um kaup á fasteignum FÍ Fasteignafélags. Fasteignirnar eru miðsvæðis í Reykjavík og með trausta leigutaka. Þá mun Kaldalón vinna að því að straumlínulaga safnið í samræmi við stefnu félagsins og reyna að ná fram aukningu tekna, meðal annars með bættri nýtingu. Í dag er fasteignasafn Kaldalóns að nær fullu útleigt.

Eftir viðskiptin stækkar fasteignasafns Kaldalóns og verður um 170.000 m2.



Rekstrartekjur félagsins aukast strax við afhendingu um 1.050 m.kr. á ársgrundvelli. Hluthafahópur Kaldalóns breikkar og það fjölgar í hópi skuldabréfaeiganda.“

Vilhjálmur Pétursson, stjórnarformaður FÍ Eignarhaldsfélags

„Eftir farsæla uppbyggingu FÍ Fasteignafélags er  gleðilegt að ná þessum áfanga og færast nær því að ljúka vegferð félagsins eins og lagt var upp með að gera á þessum tímapunkti. Kaldalón átti hagstæðasta tilboðið í opinberu söluferli á félaginu og framundan er spennandi samstarf með öflugu skráðu fasteignafélagi með það markmið að hámarka virði hluthafa.“



Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka er umsjónaraðili söluferlis FÍ fasteignafélags.



Frekari upplýsingar veitir;

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri



EN
12/12/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on KALDALON HF.

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Routine Announcement Regarding Share Buybacks Pursuant t...

Kaldalón hf.: Routine Announcement Regarding Share Buybacks Pursuant to Buyback Program In week 50 of 2025, Kaldalón hf. purchased 250,000 of its own shares for a total consideration of ISK 6,550,000 as detailed below DateTimePurchased SharesShare PricePurchase PriceOwn Shares after Transaction9.12.202510:23:42250,00026.206,550,00020,050,293  250,000 6,550,000  These transactions were carried out in accordance with the share buyback program announced by Kaldalón hf. on 28 October 2025 and published on the Nasdaq Iceland stock exchange. Under the terms of the program, the Company may repurch...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi ...

Kaldalón hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 50 árið 2025 keypti Kaldalón hf. 250.000 eigin hluti að kaupvirði kr. 6.550.000 skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiMagnVerðKaupverðEigin hlutir eftir viðskipti9.12.202510:23:42250.00026,206.550.00020.050.293  250.000 6.550.000  Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Kaldalóns hf. sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 28. október 2025. Endurkaup núna samkvæmt áætluninni munu að hámarki ná 9.000.000 hluta, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði ekki meiri en kr. 250.000.000...

 PRESS RELEASE

Correction: Kaldalón hf.: Acquisition of the Property Portfolio of FÍ ...

Correction: Kaldalón hf.: Acquisition of the Property Portfolio of FÍ fasteignafélag Kaldalón hf. (“Kaldalón”) and FÍ fasteignafélag slhf. (“FÍ fasteignafélag”) have signed Kaldalón’s purchase offer for all real estate assets owned by FÍ fasteignafélag. The property portfolio comprises 11 properties with a total floor area of approximately 25,200 square metres. All properties are located in the Greater Reykjavík area and include, among other things, a hotel, an embassy, a primary healthcare facility and office premises. Key assets within the portfolio include Hverfisgata 103, which houses...

 PRESS RELEASE

Leiðrétting: Kaldalón hf.: Kaup á fasteignum FÍ fasteignafélags

Leiðrétting: Kaldalón hf.: Kaup á fasteignum FÍ fasteignafélags Kaldalón hf. („Kaldalón“) og FÍ  Fasteignafélag slhf. („FÍ Fasteignafélag“) hafa undirritað kauptilboð Kaldalóns um allar fasteignir FÍ Fasteignafélags. Fasteignasafnið telur 11 fasteignir og er heildarstærð safnsins 25.200 m2. Fasteignirnar eru allar á höfuðborgarsvæðinu og innifela meðal annars hótel, sendiráð, heilsugæslu og skrifstofur. Meðal helstu eigna í fasteignasafninu eru Hverfisgata 103, sem hýsir 100 herbergja hótel, skrifstofuhúsnæði að Borgartúni 25, sendiráð að Laufásvegi 31, verslunar- og þjónustuhúsnæði við Be...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Acquisition of the Property Portfolio of FÍ fasteignafél...

Kaldalón hf.: Acquisition of the Property Portfolio of FÍ fasteignafélag Kaldalón hf. (“Kaldalón”) and FÍ fasteignafélag slhf. (“FÍ fasteignafélag”) have signed Kaldalón’s purchase offer for all real estate assets owned by FÍ fasteignafélag. The property portfolio comprises 11 properties with a total floor area of approximately 25,200 square metres. All properties are located in the Greater Reykjavík area and include, among other things, a hotel, an embassy, a primary healthcare facility and office premises. Key assets within the portfolio include Hverfisgata 103, which houses a 100-room ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch