KALD KALDALON HF.

Kaldalón hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025

Kaldalón hf.: Niðurstöður aðalfundar 2025

Eftirfarandi tillögur voru lagðar fyrir aðalfund Kaldalóns hf., sem haldinn var að Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, Reykjavík, þann 3. apríl 2025 kl. 16:00.

Ársreikningur félagsins 2024 og ákvörðun um meðferð hagnaðar eða taps félagsins á reikningsárinu

Ársreikningur félagsins 2024 var lagður fram til staðfestingar og samþykktur samhljóða. Tekin var ákvörðun um að greiða ekki út arð vegna rekstrarársins 2024.

Kosning og skipun stjórnar og varastjórnar

Fyrir fundinum lágu fyrir framboð frá fimm einstaklingum í stjórn og tveimur í varastjórn Kaldalóns hf. og þar sem önnur framboð bárust ekki var stjórn og varastjórn réttilega sjálfkjörin.

Í stjórn félagsins voru kjörin Álfheiður Ágústsdóttir, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, Haukur Guðmundsson, Haukur Hafsteinsson og Pálína María Gunnlaugsdóttir og í varastjórn Gunnar Henrik B. Gunnarsson og Hildur Leifsdóttir. Eftir aðalfund var haldinn stjórnarfundur þar sem stjórn skipti með sér verkum og var Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason skipaður stjórnarformaður og Haukur Guðmundsson varaformaður.

Kjör endurskoðanda félagsins

Samþykkt var samhljóða að endurskoðendafélagið PricewaterhouseCoopers ehf. verði endurskoðandi félagsins fyrir komandi rekstrarár.

Ákvörðun um þóknun til stjórnarmanna og undirnefnda

Samþykkt var samhljóða að þóknun til stjórnarmanna verði kr. 350.000 á mánuði, þóknun stjórnarformanns verði tvöföld þóknun stjórnarmanna, þóknun varaformanns verði ein og hálf þóknun stjórnarmanna og að þóknun til varamanna í stjórn verði kr. 100.000 fyrir hvern fund sem þeir sitja.

Var einnig samþykkt samhljóða að þóknun til stjórnarmanna í endurskoðunarnefnd verði 50.000 kr. á mánuði og þóknun formanns nefndarinnar verði kr. 100.000 á mánuði.

Þá var samþykkt samhljóða að þóknun til stjórnarmanna í tilnefningarnefnd verði kr. 750.000 á starfsárinu og þóknun formanns nefndarinnar kr. 1.000.000 á starfsárinu. Einnig var samþykkt að komi til þess að stjórnarkjör verði haldið á milli aðalfunda er forstjóra heimilt að greiða nefndarmönnum viðbótarþóknun í samræmi umfang viðbótarvinnu.

Samþykkt var samhljóða að stjórnarmenn í starfskjaranefnd fái ekki greitt sérstaklega fyrir að sitja í nefndinni og að ekki verði greitt sérstaklega fyrir formennsku.

Starfskjarastefna félagsins

Starfskjarastefna félagsins, sem er óbreytt frá starfskjarastefnu sem samþykkt var á aðalfundi 2023, var samþykkt samhljóða.

Kosning tilnefningarnefndar

Ásgeir Sigurður Ágústsson, Margrét Sveinsdóttir og Unnur Lilja Hermannsdóttir voru sjálfkjörin í tilnefningarnefnd.

Utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd

Harpa Vífilsdóttir var kjörin sem utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd.

Tillaga um lækkun hlutafjár með niðurfellingu eigin hluta og samsvarandi breyting á samþykktum félagsins

Samþykkt var samhljóða að lækka hlutafé félagsins um kr.  337.501.390 eða 33.750.139 hluti þar sem hver hlutur er að nafnvirði tíu (10) krónur. Lækkunin verður framkvæmd með niðurfellingu eigin hluta félagsins að framangreindri fjárhæð og var einnig samþykkt breyting á grein 2.1 í samþykktum Kaldalóns, sem leiðir af ákvörðun um lækkun hlutafjár og verður svohljóðandi:

„Hlutafé félagsins er kr. 10.858.183.440. Hlutaféð skiptist í 1.085.818.344 hluti, hver að nafnvirði tíu (10) krónur eða margfeldi þeirrar fjárhæðar, sem hluthafar eiga í félaginu á hverjum tíma. Hlutafé félagsins tilheyrir allt einum flokki hlutafjár.



The share capital of the Company amounts to ISK 10,858,183,440. The share capital is divided into 1,085,818,344 shares of ISK ten (10) in nominal value or multiples of the amount owned by shareholders in the company at any given time. The company's share capital belongs to a single class of shares.“



Starfsreglur tilnefningarnefndar

Starfreglur tilnefningarnefndar voru samþykktar samhljóða.

Atkvæðagreiðsla um fyrirliggjandi tillögu um utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd

Harpa Vífilsdóttir var kjörin sem utanaðkomandi nefndarmaður í endurskoðunarnefnd félagsins.





EN
03/04/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on KALDALON HF.

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Publication of Base Prospectus

Kaldalón hf.: Publication of Base Prospectus Kaldalón hf., reg. no. 490617-1320, Köllunarklettsvegur 1, 104 Reykjavík, Iceland, has published a base prospectus in connection with the company's ISK 40,000,000,000 debt issuance programme for bonds and bills. The base prospectus, dated 18 July 2025, has been approved by the Financial Supervisory Authority of the Central Bank of Iceland. The base prospectus, which is in Icelandic, is available electronically on Kaldalón’s website: . For further information, please contact: Jón Þór Gunnarsson, CEO

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Birting grunnlýsingar

Kaldalón hf.: Birting grunnlýsingar Kaldalón hf., kt. 490617-1320, Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík, Íslandi hefur birt grunnlýsingu í tengslum við 40.000.000.000 króna útgáfuramma skuldabréfa og víxla félagsins. Grunnlýsingin sem er dagsett 18. júlí 2025 hefur verið staðfest af Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands. Grunnlýsingin sem er á íslensku er birt með rafrænum hætti á vef Kaldalóns, . Nánari upplýsingar veitir:Jón Þór Gunnarsson, forstjóri  

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Routine Announcement Regarding Share Buybacks Pursuant t...

Kaldalón hf.: Routine Announcement Regarding Share Buybacks Pursuant to Buyback Program In week 28 of 2025, Kaldalón hf. purchased 2,544,345 of its own shares for a total consideration of ISK 61,909,963, as detailed below: DateTimePurchased sharesShare pricePurchase priceOwn Shares After Transaction8.7.202510:28635.00024,215.367.0001.164.7649.7.202510:02500.0002412.000.0001.664.76410.7.202510:32500.0002412.000.0002.164.76410.7.202514:234.84524,2117.2492.169.60910.7.202514:554.50024,2108.9002.174.10911.7.202514:3515.93124,6391.9032.190.04011.7.202515:29120.00024,82.976.0002.310.04011.7.20251...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi ...

Kaldalón hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 28 árið 2025 keypti Kaldalón hf. 2.544.345 eigin hluti að kaupvirði kr. 61.909.963 skv. sundurliðun hér á eftir; DagsetningTímiMagnVerðKaupverðEigin hlutir eftir viðskipti8.7.202510:28635.00024,215.367.0001.164.7649.7.202510:02500.0002412.000.0001.664.76410.7.202510:32500.0002412.000.0002.164.76410.7.202514:234.84524,2117.2492.169.60910.7.202514:554.50024,2108.9002.174.10911.7.202514:3515.93124,6391.9032.190.04011.7.202515:29120.00024,82.976.0002.310.04011.7.202515:29484.06924,812.004.9112.794....

 PRESS RELEASE

Correction: Kaldalón hf.: Routine Announcement Regarding Share Buyback...

Correction: Kaldalón hf.: Routine Announcement Regarding Share Buybacks Pursuant to Buyback Program Reference is made to the announcement by Kaldalón hf. (“Kaldalón” or the “Company”) dated 7 July 2025 regarding the volume of share buybacks conducted in Week 27 under the Company’s share buyback program, which was announced on 30 June 2025. Due to an error in the information provided by the program's administrator, a corrected volume of buybacks for Week 27 is hereby disclosed. WeekDateTimePurchased sharesShare pricePurchase priceWeek 274.7.202511:26529.76423,212.290.525   529.764 12.290.525...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch