Kaldalón hf.: Árshlutareikningur fyrstu sex mánuði ársins 2025
Samandreginn árshlutareikningur Kaldalóns hf. var samþykktur af stjórn félagsins 21. ágúst 2025.
Umtalsverð tekjuaukning byggð á fjárfestingu fyrri ára
- Leigutekjur vaxa um 24% milli ára.
- Rekstrarhagnaðarhlutfall er 78% á tímabilinu og helst hátt
- Félagið fjárfesti fyrir 3,5 ma.kr. á tímabilinu
- Félagið skilar 1.753 m.kr. í hagnað fyrir skatta
- Arðsemi eiginfjár er 11,3% á ársgrundvelli
- Félagið hækkar afkomuspá ársins
Mikilvægir áfangar á tímabilinu
- Handbært fé frá rekstri eykst um 74% milli ára, leiðrétt fyrir breytingu á rekstrartengdum eignum og skuldum
- Fjárfest í um 10.000 m2 af fasteignum á tímabilinu
- Undirritaðir hafa verið kaupsamningar um fasteignirnar Krókháls 16, Skúlagötu 15 og Kletthálsa 1a í Reykjavík háð fyrirvörum
- Framkvæmdir hafnar á nýju iðnaðarhúsnæði við Fossaleyni 19-23 fyrir viðskiptavin
- Markaðsfjármögnun jókst í 35% af vaxtaberandi skuldum félagsins úr 21% í samræmi við langtímastefnu. 82% af fasteignum félagsins eru nú veðsettar undir almenna tryggingafyrirkomulaginu
- Umhverfisvottun fasteigna gengur vel. Áætlað er að 30% eignasafnsins verði vottað fyrir árslok
Helstu atriði uppgjörs eru:
H1 2025 | H1 2024 | |
Rekstrartekjur | 2.638 | 2.132 |
Tekjuvegið útleiguhlutfall afhentra eigna | 96 % | 97 % |
Rekstrarhagnaður fyrir matsbreytingu | 2.056 | 1.672 |
Rekstrarhagnaðarhlutfall | 78 % | 79 % |
Matsbreyting á tímabilinu | 1.833 | 2.777 |
Heildarhagnaður fyrir skatta | 1.753 | 2.454 |
Arðsemi eigin fjár á ársgrundvelli | 11,3 % | 17,3 % |
Handbært fé í lok tímabils | 1.244 | 3.531 |
H1 2025 | 2024 | |
Fjárfestingareignir | 78.848 | 73.444 |
Heildareignir | 80.916 | 75.823 |
Vaxtaberandi skuldir | 45.432 | 42.117 |
Eigið fé | 27.344 | 25.938 |
Veðsetningarhlutfall | 57,6 % | 57,3 % |
Eiginfjárhlutfall | 33,8 % | 34,2 % |
Allar fjárhæðir eru í milljónum króna nema annað sé tekið fram.
Uppfærðar rekstrarhorfur
Félagið uppfærir rekstrarhorfur fyrir árið 2025. Félagið væntir þess að rekstrartekjur ársins verði á bilinu 5.500 – 5.670 m.kr. og miðar spáin við 4,1% meðalverðbólgu á seinni hluta ársins. Þá væntir félagið að rekstrarhagnaður ársins verði á bilinu 4.270 – 4.430 m.kr. Spáin gerir ráð fyrir því að kynnt viðskipti um tekjuberandi fasteignir ljúki á þriðja ársfjórðung 2025.
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri
“Traustur rekstur og áframhaldandi vöxtur einkenna fyrri árshelmings ársins. Við sjáum fjárfestingar undanfarinna ára skila sér í auknum vexti tekna sem nemur 24% og sterkari stöðu félagsins. Ég er ánægður með að á sama tíma tekst að viðhalda 78% rekstrarhagnaðarhlutfalli (NOI), sem er mjög gott.
Á tímabilinu fjárfesti Kaldalón fyrir 3,5 milljarða króna. Þar sem þær fjárfestingar áttu sér stað undir lok fyrri árshelmings munu tekjur af þeim koma fram á seinni hluta ársins. Þessar fjárfestingar eru Suðurhraun 4-6, Garðabæ og Grjóthálsi 2 í Reykjavík. Þá var afhent ný þjónustustöð við Lambhagaveg. Kaldalón hefur á skömmum tíma byggt um þétt net bílaþvottastöðva fyrir viðskiptavin og hafa viðtökurnar sýnt fram á gæði og framtíðarmöguleika stofnbrautarlóða í eigu Kaldalóns. Þá voru nýlega samþykkt byggingaráform fyrir 3.400 m2 iðnaðarhúsnæði að Fossaleyni 19-23 í Reykjavík, en þar verður starfrækt matvælaframleiðsla. Gert er ráð fyrir að fasteignin verði afhent seinni helming næsta árs.
Félagið hefur undirritað kaupsamninga og mun að óbreyttu eignast Krókháls 16, Skúlagötu 15 og Klettháls 1A í Reykjavík. Viðskiptin eru háð hefðbundnum fyrirvörum. Félagið áætlar að tekjur á ársgrundvelli aukist um 203 m.kr. frá og með afhendingu þessara fasteigna.
Heildareignir Kaldalóns við mitt ár námu tæplega 81 milljarði króna. Vaxtaberandi skuldir námu rúmlega 45 milljörðum króna og helst veðsetningarhlutfall nær óbreytt eða 57,6 %. Félagið gaf á tímabilinu út skuldabréf og víxla á markaði fyrir 6.720 milljónir króna og nema nú skuldabréf á markaði 31 % af vaxtaberandi skuldum félagsins, sem er í samræmi við stefnu um að auka vægi verðtryggingar og markaðsfjármögnunar í skuldum félagsins. Kjör markaðsfjármögnunar félagsins sýna að það eru umtalsverð tækifæri í endurfjármögnun Kaldalóns.
Eftirspurn eftir leiguhúsnæði er stöðug og virðist viðnámsþróttur í hagkerfinu gagnvart háu vaxtastigi. Ekki eru merki um breytingar á því en langtímaáhrif eiga eftir að koma í ljós. Áhættulausir vextir hækkuðu á tímabilinu sem hefur neikvæð áhrif á gangvirðismat fasteigna. Kaldalón er sem fyrr með sterkt tekjustreymi þar sem tekjuvegin meðallengd samninga er tæp 10 ár.
Kaldalón er vel í stakk búið til að mæta þörfum viðskiptavina sinna og nýta þau fjölmörgu tækifæri sem félagið telur að séu til staðar á fasteignamarkaði.“
Kaupsamningar um nýjar fasteignir
Gengið hefur verið frá kaupsamningum með fyrirvörum um fasteignir að Krókhálsi 16, Skúlagötu 15 og Kletthálsi 1A. Heildarkaupverð fasteignanna er 2.335 m.kr. og greiðist að fullu með reiðufé og/eða yfirtöku skulda. Þá er gert ráð fyrir að kaupin auki rekstrarhagnað Kaldalóns um 171 m.kr. á ársgrundvelli. Gert er ráð fyrir að viðskiptin gangi í gegn á þriðja ársfjórðungi.
Árshlutareikningur 2025
Skýrsla stjórnar og forstjóra félagsins er að finna í samandregnum árshlutareikningi félagsins. Samandreginn árshlutareikningur er gerður í samræmi við reikningsskilastaðla (IFRS).
Kynning ár árshlutauppgjöri
Samhliða uppgjörinu er boðað til kynningarfundar föstudaginn 22. ágúst kl. 08:30 á Grand Hótel, Sigtúni 28. Húsið opnar 08:15. Á fundinum munu stjórnendur fara yfir starfsemina á árinu, árshlutauppgjör og framtíðarhorfur. Við upphaf fundar verður kynningarefnið jafnframt aðgengilegt á vefsíðu Kaldalóns.
Hægt er nálgast ársreikninginn á .
Frekari upplýsingar
Jón Þór Gunnarsson, forstjóri,
Viðhengi
