KALD KALDALON HF.

Kaldalón hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Kaldalón hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Vísað er til hluthafafundar Kaldalóns hf. („Kaldalón“ eða „félagið“) sem haldinn var þann 2. júlí 2024 þar sem samþykkt var að heimila stjórn félagsins að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að félagið, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, eigi allt að 10% af hlutafé þess, þ.e. að hámarki kr. 1.119.568.483 eða 111.956.848 hluti (hver að nafnvirði tíu krónur),  í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun í samræmi við ákvæði 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Kaldalón nýtti árið 2024 kr. 613.868.947 til kaupa á 33.700.150 hlutum af fyrrgreindri heimild. Í dag á Kaldalón hf. enga hluti í félaginu eftir lækkun hlutafjár sem tilkynnt var um 30. maí 2025.

Á grundvelli framangreindrar samþykktar ákvað stjórn Kaldalóns þann 30. júní 2025 að nýta hluta framangreindrar heimildar og koma á endurkaupaáætlun um framkvæmd kaupa á hlutum. Markmið áætlunarinnar er að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlað er nú að kaupa allt að 15.000.000 hluti, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði ekki meiri kr. 350.000.000. Framkvæmd áætlunarinnar hefst þriðjudaginn 1. júlí 2025 og mun áætlun vera í gildi þar til öðru hvoru framangreindra viðmiða um magn eða fjárhæð er náð, en þó ekki lengur en til 31. desember 2025.

Íslandsbanki hf. mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu. 

Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi, hvort sem er hærra. Kaupin verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags verða að hámarki 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf Kaldalóns í Kauphöll Íslands á síðustu 20 viðskiptadögum fyrir kaupdag, sbr. 3. mgr. 3 gr. framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnar (EBS) nr. 2016/1052. Íslandsbanki mun annast útreikning á meðaltali daglegra viðskipta og bera ábyrgð á að framkvæmd endurkaupanna fari ekki yfir leyfilegt hámark.  

Viðskipti félagsins með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir.

Nánari upplýsingar veitir

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri





EN
30/06/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on KALDALON HF.

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Publication of First Half 2025 Results on August 21, 202...

Kaldalón hf.: Publication of First Half 2025 Results on August 21, 2025 Kaldalón hf. will publish its financial results for the first half of 2025 after market close on Thursday, August 21, 2025. An open presentation meeting regarding the results will be held on Friday, August 22, 2025, at 8:30 a.m. at Grand Hotel, Sigtún 28. Doors open at 8:15 a.m. At the meeting, the Company’s management will present the financial results, provide an update on operations during the year, and discuss the Company’s outlook. The presentation material will simultaneously be made available on Kaldalón’s webs...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Kynningarfundur fyrir uppgjör fyrri árshelmings 2025

Kaldalón hf.: Kynningarfundur fyrir uppgjör fyrri árshelmings 2025 Kaldalón hf. mun birta uppgjör fyrri árshelmings 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 21. ágúst. Opinn kynningarfundur vegna uppgjörsins verður haldinn föstudaginn 22. ágúst kl. 08:30 á Grand Hótel, Sigtúni 28. Húsið opnar kl 08:15. Á fundinum munu stjórnendur fara yfir starfsemina á árinu, árshlutauppgjör og framtíðarhorfur. Við upphaf fundar verður kynningarefnið jafnframt aðgengilegt á vefsíðu Kaldalóns. Nánari upplýsingar veitir Jón Þór Gunnarsson, forstjóri

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi ...

Kaldalón hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 33 árið 2025 keypti Kaldalón hf. 1.100.000 eigin hluti að kaupvirði kr. 27.540.000 skv. sundurliðun hér á eftir; DagsetningTímiMagnVerðKaupverðEigin hlutir eftir viðskipti12.8.202513:49:41500.00025,212.600.0008.569.83713.8.202511:28:06296.90325,07.422.5758.866.74013.8.202512:25:093.00025,075.0008.869.74013.8.202513.30:029725,02.4258.869.83714.8.202514:34:51300.00024,87.440.0009.169.837  1.100.000 27.540.000       Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Kaldalóns hf. sem tilkynnt var um í Kau...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Routine Announcement Regarding Share Buybacks Pursuant t...

Kaldalón hf.: Routine Announcement Regarding Share Buybacks Pursuant to Buyback Program In week 33 of 2025, Kaldalón hf. purchased 1,100,000 of its own shares for a total consideration of ISK 27,540,000 as detailed below: DateTimePurchased SharesShare PricePurchase PriceOwn Shares after Transaction12.8.202513:49:41500,00025.212,600,0008,569,83713.8.202511:28:06296,90325.07,422,5758,866,74013.8.202512:25:093,00025.075,0008,869,74013.8.202513.30:029725.02,4258,869,83714.8.202514:34:51300,00024.87,440,0009,169,837  1,100,000 27,540,000       These transactions were carried out in accordance ...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Routine Announcement Regarding Share Buybacks Pursuant t...

Kaldalón hf.: Routine Announcement Regarding Share Buybacks Pursuant to Buyback Program In week 32 of 2025, Kaldalón hf. purchased 903,811 of its own shares for a total consideration of ISK 22,595,275 as detailed below: DateTimePurchased SharesShare PricePurchase PriceOwn Shares after Transaction6.8.202514:46403,8112510,095,2757,569,8377.8.202510:31500,0002512,500,0007,666,026  903,811 22,595,275       These transactions were carried out in accordance with the share buyback program announced by Kaldalón hf. on 30 June 2025 and published on the Nasdaq Iceland stock exchange. Under the terms ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch