KALD KALDALON HF.

Kaldalón hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Kaldalón hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Vísað er til hluthafafundar Kaldalóns hf. („Kaldalón“ eða „félagið“) sem haldinn var þann 2. júlí 2024 þar sem samþykkt var að heimila stjórn félagsins að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að félagið, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, eigi allt að 10% af hlutafé þess, þ.e. að hámarki kr. 1.119.568.483 eða 111.956.848 hluti (hver að nafnvirði tíu krónur),  í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun í samræmi við ákvæði 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021.

Kaldalón nýtti árið 2024 kr. 613.868.947 til kaupa á 33.700.150 hlutum af fyrrgreindri heimild. Í dag á Kaldalón hf. enga hluti í félaginu eftir lækkun hlutafjár sem tilkynnt var um 30. maí 2025.

Á grundvelli framangreindrar samþykktar ákvað stjórn Kaldalóns þann 30. júní 2025 að nýta hluta framangreindrar heimildar og koma á endurkaupaáætlun um framkvæmd kaupa á hlutum. Markmið áætlunarinnar er að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlað er nú að kaupa allt að 15.000.000 hluti, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna verði ekki meiri kr. 350.000.000. Framkvæmd áætlunarinnar hefst þriðjudaginn 1. júlí 2025 og mun áætlun vera í gildi þar til öðru hvoru framangreindra viðmiða um magn eða fjárhæð er náð, en þó ekki lengur en til 31. desember 2025.

Íslandsbanki hf. mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu. 

Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi, hvort sem er hærra. Kaupin verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags verða að hámarki 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf Kaldalóns í Kauphöll Íslands á síðustu 20 viðskiptadögum fyrir kaupdag, sbr. 3. mgr. 3 gr. framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnar (EBS) nr. 2016/1052. Íslandsbanki mun annast útreikning á meðaltali daglegra viðskipta og bera ábyrgð á að framkvæmd endurkaupanna fari ekki yfir leyfilegt hámark.  

Viðskipti félagsins með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir.

Nánari upplýsingar veitir

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri





EN
30/06/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on KALDALON HF.

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Implementation of Share Buyback Program

Kaldalón hf.: Implementation of Share Buyback Program Reykjavík, 30 June 2025 – Kaldalón hf. (“Kaldalón” or the “Company”) announces the implementation of a share buyback program based on the authorization granted by the Company’s shareholders’ meeting held on 2 July 2024. At the shareholders’ meeting, the Board of Directors was authorized to repurchase shares in the Company, provided that legal requirements are met, for the purpose of market making and/or in accordance with Article 55 of the EU Market Abuse Regulation (EU) No 596/2014 and Commission Delegated Regulation (EU) 2016/1052, as...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Kaldalón hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar Vísað er til hluthafafundar Kaldalóns hf. („Kaldalón“ eða „félagið“) sem haldinn var þann 2. júlí 2024 þar sem samþykkt var að heimila stjórn félagsins að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að félagið, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, eigi allt að 10% af hlutafé þess, þ.e. að hámarki kr. 1.119.568.483 eða 111.956.848 hluti (hver að nafnvirði tíu krónur),  í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun í samræmi við ákvæði 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Sala á nýjum skuldabréfaflokki KALD 201228

Kaldalón hf.: Sala á nýjum skuldabréfaflokki KALD 201228 Kaldalón hf. hefur lokið við sölu á skuldabréfaflokknum KALD 201228 sem gefinn er út undir 30.000 milljóna króna útgáfuramma félagsins. Kaldalón hf. seldi 1.500 milljónir króna að nafnverði á 8,35% ávöxtunarkröfu. Skuldabréfaflokkurinn KALD 201228 er óverðtryggður á föstum 8,30% ársvöxtum með einni afborgun höfuðstóls á lokagjalddaga en vextir greiðast tvisvar á ári. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi og verða bréfin tekin til viðskipta á Aðalmarkaði Nasdaq Iceland. Grunnlýsing og viðauki ...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Reduction of share capital

Kaldalón hf.: Reduction of share capital At the Annual General Meeting of Kaldalón hf., held on 3 April 2025, the shareholders approved the Board of Directors’ proposal to reduce the company’s share capital. The reduction amounts to ISK 337,501,390 or 33,750,139 shares, whereas each share has a nominal value of ten (10) ISK, and pertains to treasury shares acquired by the company under its share buyback programmes.  Following the reduction, the company’s total share capital will amount to ISK 10,858,183,440. The share capital is divided into 1,085,818,344 shares of ISK ten (10) in nominal ...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Lækkun hlutafjár

Kaldalón hf.: Lækkun hlutafjár Á aðalfundi Kaldalóns hf. hinn 3. apríl sl. var samþykkt tillaga stjórnar félagsins um að lækka hlutafé félagsins. Lækkunin nemur krónum  337.501.390 eða 33.750.139 hlutum þar sem hver hlutur er að nafnvirði tíu (10) krónur og tekur til eigin hluta sem félagið hefur eignast með kaupum samkvæmt endurkaupaáætlunum. Eftir lækkunina verður hlutafé félagsins samtals kr. 10.858.183.440. Hlutaféð skiptist í 1.085.818.344 hluti, hver að nafnvirði tíu (10) krónur.  Beiðni hefur verið send á Nasdaq Iceland og Nasdaq CSD og mun lækkunin verða framkvæmd mánudaginn 2. j...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch