OCS OCULIS HOLDING AG

Oculis greinir frá umframeftirspurn í 110 milljóna USD fjármögnun sem er ætlað til að hraða klínískri þróun Privosegtor

Oculis greinir frá umframeftirspurn í 110 milljóna USD fjármögnun sem er ætlað til að hraða klínískri þróun Privosegtor

ZUG, Sviss, Oct. 30, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Oculis Holding AG (Nasdaq: OCS; XICE: OCS) („Oculis“ eða „félagið“), alþjóðlegt líftæknilyfjafyrirtæki með áherslu á á nýsköpun til að meðhöndla augnsjúkdóma og augntaugasjúkdóma og mæta verulegum óuppfylltum læknisfræðilegum þörfum, greinir í dag frá því að ákvörðun hafi verið tekin um verð og úthlutun almennra hluta í útboði þar sem seldir voru 5.432.098 almennir hlutir, hver að nafnverði 0,01 CHF, á verðinu 20,25 USD á hlut, þannig að heildarafrakstur nemur 110 milljónum USD, áður en dreginn er frá sölutryggingarafsláttur, þóknanir og útgjöld vegna útboðsins. Í tengslum við hið sölutryggða útboð hefur félagið veitt sölutryggingaraðilum 30 daga kauprétt á allt að 703.703 almennum hlutum til viðbótar á verðinu 20,25  USD á hlut.

Oculis hyggst nota nettó afrakstur útboðsins til að þróa og hraða klínískri þróunarvinnu á taugaverndandi lyfinu Privosegtor við bráðri sjóntaugabólgu (e. acute optic neuritis, AON) og blóðþurrð í sjóntaug án slagæðabólgu (non-arteritic anterior ischemic optic neuropathy, NAION), en einnig sem veltufé og í almennum rekstrarlegum tilgangi.

Fjármögnunin samanstendur af sölutryggðu útboði („sölutryggða útboðið“) á 4.691.358 almennum hlutum og skráðu beinu útboði (e. registered direct offering) til fjárfestis á 740.740 almennum hlutum („beina útboðið“ og ásamt sölutryggða útboðinu, „útboðin“). Gert er ráð fyrir uppgjöri útboðanna í kringum 3. nóvember 2025, með fyrirvara um að hefðbundin uppgjörsskilyrði verði uppfyllt. Af þeim hlutum sem voru boðnir til sölu, þar með taldir hlutir sem liggja til grundvallar kauprétti sölutryggingaraðila, eru 2.635.801 nýir hlutir sem verða gefnir út á grundvelli gildandi heimildar félagsins til hlutafjárhækkunar (Kapitalband) fyrir afhendingu og 3.500.000 eru eigin hlutir félagsins. Með útgáfu nýju hlutanna verður heildarfjöldi skráðra hluta heimilaðra af félaginu samkvæmt samþykktum allt að 57.169.475.

J.P. Morgan, Leerink Partners og Pareto Securities eru sameiginlegir söluráðgjafar (e. joint bookrunning managers) sölutryggða útboðsins.  Van Lanschot Kempen er ráðgjafi í sölutryggða útboðinu og Arctica Finance veitir fjármálaráðgjöf við sölutryggða útboðið.

Útboðin fara fram samkvæmt skráningarlýsingu á eyðublaði F-3, sem felur í sér grunnlýsingu sem hefur þegar verið lögð fram hjá Bandaríska verðbréfaeftirlitinu („SEC“) 1. apríl 2024 og lýst gild 3. apríl 2024. Hlutirnir sem um getur í þessari fréttatilkynningu eru eingöngu í boði í Bandaríkjunum á grundvelli viðauka við lýsingu. Endanlegir viðaukar við lýsingu og tilheyrandi lýsingar vegna útboðanna verða skráðar hjá SEC og verða aðgengilegar á vefsíðu SEC, .  Eintök af endanlegum viðauka við lýsingu vegna sölutryggða útboðsins, og tilheyrandi lýsingu má nálgast, þegar þau verða fáanleg, hjá: J.P. Morgan Securities LLC, Attention: c/o Broadridge Financial Solutions, 1155 Long Island Avenue, Edgewood, NY 11717, eða í tölvupósti á:  eða hjá Leerink Partners LLC, Attention: Syndicate Department, 53 State Street, 40th Floor, Boston, Massachusetts 02109, með síma í (800) 808-7525, innanhússlína 6105 eða í tölvupósti á  eða Pareto Securities AB, Berzelii Park 9, P.O. Box 7415, 103 91 Stokkhólmi, Svíþjóð, eða í tölvupósti .

Um Oculis

Oculis er alþjóðlegt líftæknifyrirtæki (Nasdaq: OCS; XICE: OCS) með áherslu á nýsköpun við meðferð á augntaugasjúkdómum í því skyni að mæta verulegum óuppfylltum læknisfræðilegum þörfum. Í klínískri þróun hjá Oculis eru þrjú lykilþróunarlyf: Privosegtor, taugaverndandi þróunarlyf í PIONEER-áætluninni sem samanstendur af rannsóknum sem er ætlað að styðja við skráningaráætlanir meðferðar við sjóntaugarkvillum á borð við bráða sjóntaugabólgu og NAION, en lyfið kann einnig að hafa víðtæka notkunarmöguleika við ýmsum öðrum augntauga- og taugasjúkdómum; OCS-01, augndropar í skráningarrannsóknum sem ætlunin er að verði fyrsta augndropameðferðin við sjónhimnubjúg af völdum sykursýki; og licaminlimab, augndropar í fasa 2 rannsóknum sem inniheldur TNF-hamlara og byggist á notkun erfðamerkis til að þróa einstaklingsmiðaða lyfjameðferð við augnþurrki (DED). Höfuðstöðvar Oculis eru í Sviss og félagið er með starfsstöðvar í Bandaríkjunum og á Íslandi. Stjórnendur Oculis hafa mikla reynslu á sviði lyfjaiðnaðar og hafa náð miklum árangri hver á sínu sviði. Þá standa leiðandi alþjóðlegir fjárfestingarsjóðir á sviði heilbrigðisvísinda að baki félaginu.

Mikilvægar upplýsingar

Ekki skal litið á þessa fréttatilkynningu sem boð um að selja eða beiðni um boð til að kaupa þessa hluti, né heldur skal selja þessa hluti í neinu ríki eða lögsagnarumdæmi þar sem slíkt tilboð, boð eða sala væri ólögleg áður en til skráningar kemur samkvæmt verðbréfamarkaðsrétti slíks ríkis eða lögsagnarumdæmis.

Dreifing þessa skjals kann, í tilteknum lögsagnarumdæmum, að sæta takmörkunum samkvæmt staðbundnum lögum. Aðilar sem fá þetta skjal í hendurnar skulu kynna sér og fylgja öllum slíkum mögulegum staðbundnum takmörkunum.

Að því er varðar aðildarríki Evrópska efnahagssvæðisins („viðkomandi aðildarríki“) hefur ekki verið gripið til neinna aðgerða né verður gripið til neinna aðgerða til að bjóða hlutina sem um getur hér í almennu útboði þannig að birta þurfi lýsingu í viðkomandi aðildarríki. Þar af leiðandi er ekki hægt að bjóða hlutina og þeir verða ekki boðnir í neinu viðkomandi aðildarríki nema í samræmi við undanþágurnar sem kveðið er á um í 4. mgr. 1. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) 2017/1129 frá 14. júní 2017 um lýsingu sem birta skal þegar verðbréf eru boðin í almennu útboði eða tekin til viðskipta á skipulegum markaði, með áorðnum breytingum („lýsingarreglugerðin“) eða við aðrar aðstæður þar sem ekki er þörf á birtingu félagsins á lýsingu samkvæmt 3. gr. reglugerðarinnar um lýsingu og/eða gildandi lagaákvæðum viðkomandi aðildarríkis.

Í Bretlandi er þessari tilkynningu að auki beint að og hún aðeins ætluð til dreifingar til hæfra fjárfesta sem eru (i) einstaklingar sem hafa starfsreynslu í málefnum er varða fjárfestingar sem falla undir tilmæli um 5. mgr. 19. gr. laga um fjármálaþjónustu og markaði (fjárhagslegt kynningarstarf) frá 2005, með áorðnum breytingum („tilmælin“) eða (ii) einstaklingar sem eru fjársterkir aðilar (e. high net worth entities) sem falla undir a- til d-lið 2. mgr. 49. gr. tilmælanna og (iii) aðrir einstaklingar sem má miðla þessari tilkynningu til á annan löglegan hátt (allir slíkir einstaklingar saman nefndir „viðeigandi aðilar“). Hlutirnir sem um getur hér eru aðeins í boði fyrir, og hvers kyns boð, tilboð eða samkomulag um að skrá sig fyrir, kaupa eða eignast slíka hluti með öðrum hætti verður aðeins gert við, viðeigandi aðila. Einstaklingur sem ekki er viðeigandi aðili ætti ekki að bregðast við eða reiða sig á þessa orðsendingu eða neitt innihald hennar.

Engri tilkynningu eða upplýsingum varðandi útboðin má dreifa til almennings í lögsagnarumdæmi þar sem fyrirframskráningu eða viðurkenningu þarf í því skyni. Engin skref önnur en skráningarlýsingin hjá SEC hafa verið tekin, eða verða tekin, fyrir hlutafjárútboðið innan neins lögsagnarumdæmis þar sem slíkra skrefa yrði krafist. Útgáfa eða sala hluta, og skráning fyrir eða kaup á hlutum, fellur undir sérstakar lagalegar eða lögboðnar takmarkanir í ákveðnum lögsögum. Oculis er ekki bótaskylt ef einhver aðili fer ekki að þessum takmörkunum.

Tengiliðir hjá Oculis

Sylvia Cheung fjármálastjóri

 

Fjárfesta- og fjölmiðlatengsl

LifeSci Advisors

Corey Davis, Ph.D.

 

Fjölmiðlatengsl

ICR Healthcare

Amber Fennell / David Daley / Sean Leous

Fyrirvarar

Þessi fréttatilkynning er þýðing á enskri útgáfu tilkynningarinnar. Ef misræmi kemur fram gildir orðalag ensku útgáfunnar. Fréttatilkynningin inniheldur staðhæfingar um atburði í framtíðinni (e. Forward-Looking Statements), sbr. það sem fram kemur í eftirfarandi fyrirvörum á ensku.

Cautionary Statement Regarding Forward-Looking Statements

This press release contains forward-looking statements and information. For example, statements regarding the expected closing of the Offerings and the expected use of proceeds from the Offerings are forward-looking. All forward-looking statements are based on estimates and assumptions that, while considered reasonable by Oculis and its management, are inherently uncertain and are inherently subject to risks, variability, and contingencies, many of which are beyond Oculis’ control. These forward-looking statements are provided for illustrative purposes only and are not intended to serve as, and must not be relied on by an investor as, a guarantee, assurance, prediction or definitive statement of a fact or probability. Actual events and circumstances are difficult or impossible to predict and will differ from assumptions. All forward-looking statements are subject to risks, uncertainties and other factors that may cause actual results to differ materially from those that we expected and/or those expressed or implied by such forward-looking statements. Forward-looking statements are subject to numerous conditions, many of which are beyond the control of Oculis, including those set forth in the Risk Factors section of Oculis’ annual report on Form 20-F, the prospectus supplements related to these Offerings and any other documents filed with the SEC. Copies of these documents are available on the SEC’s website, Oculis undertakes no obligation to update these statements for revisions or changes after the date of this release, except as required by law.



EN
30/10/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on OCULIS HOLDING AG

 PRESS RELEASE

Oculis Announces Oversubscribed $110 Million Financing to Accelerate P...

Oculis Announces Oversubscribed $110 Million Financing to Accelerate Privosegtor Development ZUG, Switzerland, Oct. 30, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Oculis Holding AG (Nasdaq: OCS; XICE: OCS) (“Oculis” or the “Company”), a global biopharmaceutical company focused on breakthrough innovations to address significant unmet medical needs in ophthalmology and neuro-ophthalmology, today announced the pricing of offerings of an aggregate of 5,432,098 of its ordinary shares, CHF 0.01 nominal value per share, at a price of $20.25 per share for total gross proceeds of $110 million before deducting under...

 PRESS RELEASE

Oculis Announces Oversubscribed $110 Million Financing to Accelerate P...

Oculis Announces Oversubscribed $110 Million Financing to Accelerate Privosegtor Development ZUG, Switzerland, Oct. 30, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Oculis Holding AG (Nasdaq: OCS; XICE: OCS) (“Oculis” or the “Company”), a global biopharmaceutical company focused on breakthrough innovations to address significant unmet medical needs in ophthalmology and neuro-ophthalmology, today announced the pricing of offerings of an aggregate of 5,432,098 of its ordinary shares, CHF 0.01 nominal value per share, at a price of $20.25 per share for total gross proceeds of $110 million before deducting under...

 PRESS RELEASE

Oculis greinir frá umframeftirspurn í 110 milljóna USD fjármögnun sem ...

Oculis greinir frá umframeftirspurn í 110 milljóna USD fjármögnun sem er ætlað til að hraða klínískri þróun Privosegtor ZUG, Sviss, Oct. 30, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Oculis Holding AG (Nasdaq: OCS; XICE: OCS) („Oculis“ eða „félagið“), alþjóðlegt líftæknilyfjafyrirtæki með áherslu á á nýsköpun til að meðhöndla augnsjúkdóma og augntaugasjúkdóma og mæta verulegum óuppfylltum læknisfræðilegum þörfum, greinir í dag frá því að ákvörðun hafi verið tekin um verð og úthlutun almennra hluta í útboði þar sem seldir voru 5.432.098 almennir hlutir, hver að nafnverði 0,01 CHF, á verðinu 20,25 USD á hlu...

 PRESS RELEASE

Oculis Publishes Notifications of Transactions by Persons Discharging ...

Oculis Publishes Notifications of Transactions by Persons Discharging Managerial Responsibilities ZUG, Switzerland, Oct. 14, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- The attached two notifications relate to the exercise of vested stock options to purchase ordinary shares previously granted to a director of the Company, and the subsequent sale of those ordinary shares. These transactions were entered into pursuant to a 10b5-1 trading plan, in accordance with Rule 10b5-1(c)(1) of the Securities Exchange Act of 1934, as amended. Attachments ...

 PRESS RELEASE

Oculis to Spotlight Transformative Late-Stage Pipeline at Eyecelerator...

Oculis to Spotlight Transformative Late-Stage Pipeline at Eyecelerator and AAO 2025 ZUG, Switzerland, Oct. 14, 2025 (GLOBE NEWSWIRE) -- Oculis Holding AG (Nasdaq: OCS / XICE: OCS) (“Oculis”), a global biopharmaceutical company focused on developing innovations for ophthalmic and neuro-ophthalmic diseases with significant unmet medical needs, today announced that Oculis’ innovative late-stage pipeline will be highlighted at Eyecelerator and at the American Academy of Ophthalmology (AAO) Annual Meeting. At Eyecelerator, Riad Sherif, MD, Oculis’ Chief Executive Officer, will provide an upd...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch