REGINN Reginn hf

Heimar hf.: Samkomulag um kaup Heima á Grósku

Heimar hf.: Samkomulag um kaup Heima á Grósku

Heimar hf. („Heimar“ eða „félagið“) hafa gengið frá samkomulagi um helstu skilmála um kaup á öllu hlutafé Grósku ehf. („Gróska“) og Gróðurhússins ehf. („Gróðurhúsið“).

Gróska á fasteignina Grósku að Bjargargötu 1, 102 Reykjavík, samfélag nýsköpunar og eina stærstu og metnaðarfyllstu skrifstofubyggingu landsins. Fasteignin er um 18.600 m2 að stærð ásamt 6.200 m2 bílakjallara með 205 stæðum, eða samtals um 24.800 m2. Gróðurhúsið rekur sprotasetur og vinnurými í fasteigninni.    

Heildarvirði viðskiptanna er metið á 13.850 m.kr. og innifelur það virði fasteignarinnar og Gróðurhússins. Viðskiptin munu fela í sér yfirtöku á skuldabréfaflokknum GROSKA 29 GB. Flokkurinn er verðtryggður og ber 1,20% vexti. Gangvirði skuldabréfaflokksins á vaxtakjörum Heima er 4 milljarðar króna. Fyrirhugað er að kaupverðið muni greiðast að öllu leyti með útgáfu og afhendingu 258 milljón nýrra hluta í Heimum.

Stjórnendur Heima áætla að áhrif kaupanna á EBITDA félagsins á ársgrundvelli verði 780 m.kr. í kjölfar viðskipta.

Samkomulagið er háð ýmsum fyrirvörum, m.a. samþykki hluthafafundar, niðurstöðu áreiðanleikakannana, endanlega skjalagerð og samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Gróska hugmyndahús er suðupottur nýsköpunar á Íslandi. Gróska er samfélag þar sem saman koma frumkvöðlar, fyrirtæki, stjórnvöld, fjárfestar og menntastofnanir og virkja tengsl sín á milli. Í Grósku er skapað umhverfi fyrir einstaklinga og fyrirtæki þar sem hugmyndir verða að veruleika innan um auðugt mannlíf og menningu.

Meðal leigutaka í Grósku eru leikjaframleiðandinn CCP, bandaríska hugbúnaðarfyrirtækið NetApp, Vísindagarðar Háskóla Íslands, World Class, Íslandsstofa og fjölmörg önnur fyrirtæki sem eru í fararbroddi íslenskrar nýsköpunar. Einstök staðsetning Grósku, gæði hússins, nálægðin við vísindasamfélagið í Vatnsmýri og fjölbreytt mannlíf eru meðal ástæðna þess að Heimar hafa áhuga á að eignast fasteignina.

Uppbyggingaraðilar og eigendur Grósku verða eftir kaupin stærstu hluthafar Heima.

Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima: „Kaup Heima á Grósku munu leiða til aukinna verðmæta fyrir hluthafa félagsins . Kaupin falla vel að eignasafni félagsins og samræmast jafnframt þeirri sýn félagsins að skapa sterk kjarnasvæði. Þá er ákaflega ánægjulegt að fá þarna nýja og öfluga einkafjárfesta inn í hluthafahóp Heima sem munu styrkja enn frekar alþjóðleg tengsl okkar og tækifæri til að þróa fyrirtækið áfram.“

Birgir Már Ragnarsson, stjórnarformaður Grósku og meðeigandi Omega: „Gróska var frá upphafi metnaðarfullt verkefni og við erum afar stolt af því hvernig til hefur tekist. Beint samhengi er nú á milli Grósku og nýsköpunar á Íslandi og samfélagið sem þar býr á sér sjálfstætt og skapandi líf. Í viðræðum okkar við Heima þá höfum við sannfærst um að þar sé Grósku afar vel komið, enda deila forsvarsmenn þar okkar sýn og sannfæringu um tilgang og mikilvægi hússins fyrir íslenskt samfélag. Við, eigendur Omega, höfum lengi fylgst með Heimum og sjáum veruleg tækifæri til frekari uppbyggingar félagsins og vaxtar. Stefna Heima um að leggja áherslu á lykileignir á eftirsóttum stöðum er í samræmi við það sem við höfum séð í stærstu borgum erlendis. Þróunin hjá stórum fasteignafélögum á alþjóðavísu hefur verið í áttina að sterkum kjörnum þar sem eigendur horfa til langs tíma varðandi framtíðarsýn og þróun svæða. Slík fasteignasöfn hafa verið eftirsótt meðal fjárfesta, til dæmis á hinum Norðurlöndunum og í Norður-Evrópu. Með framlagi Grósku inn í Heima og kaupum á verulegum eignarhlut erum við að tryggja okkur miða í þá vegferð og komum inn sem langtímafjárfestar í fyrirtækið. Við teljum að reynsla okkar, sambönd og þekking muni hjálpa þeim áformum og hlökkum til samstarfsins.“

Á aðalfundi Heima, sem haldinn verður 11. mars næstkomandi, er fyrirhugað að leggja fram tillögu um að veita stjórn heimild til útgáfu nýs hlutafjár í Heimum til þess að standa við uppgjör á fyrirhuguðum viðskiptum. 

Frekari grein verður gerð fyrir viðskiptunum á síðari stigum eftir því sem tilefni er til og samræmi við lögbundna upplýsingagjöf félagsins.

LEX lögmannsstofa er ráðgjafi Heima í ferlinu og LOGOS slf. ráðgjafi hluthafa Grósku og Gróðurhússins.   

Nánari upplýsingar veitir Halldór Benjamín Þorbergsson, forstjóri Heima, s. 821 0001



EN
06/02/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Reginn hf

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Expansion of the Bond Series HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) has completed an offering of the bond series HEIMAR50 GB.  HEIMAR50 GB is a green, inflation-linked bond series secured by the company’s general security arrangement. The series matures on 20 August 2050, with principal repayments following a 30-year annuity schedule until maturity. Interest and principal payments are made quarterly, i.e. in February, May, August, and November each year. The bond carries a nominal interest rate of 2.477%, and the current outstanding nominal amount is ISK 14,420 million.  Bid...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB 

Heimar hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  Heimar hf. (Nasdaq: HEIMAR) hefur lokið útboði á skuldabréfaflokknum HEIMAR50 GB  HEIMAR50 GB er grænn, verðtryggður flokkur sem er veðtryggður með almenna tryggingarfyrirkomulagi félagsins. Flokkurinn er með lokagjalddaga 20. ágúst 2050 en endurgreiðsluferli höfuðstóls fylgir 30 ára jafngreiðsluferli (e. annuity) fram til lokagjalddaga. Greiðslur vaxta og höfuðstóls fara fram á þriggja mánaða fresti, þ.e. í febrúar, maí, ágúst og nóvember ár hvert. Nafnvextir bréfsins eru 2,477% og núverandi stærð er 14.420 m.kr að nafnverði.   Alls ...

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Major Shareholder Announcement - Omega fasteignir ehf. Enclosed is a major shareholder announcement from Omega fasteignir ehf. Attachment

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf.

Heimar hf.: Flöggun - Omega fasteignir ehf. Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Omega fasteignum ehf. þar sem farið er yfir 10% eignarhlut í Heimum hf.  Viðhengi

 PRESS RELEASE

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed

Heimar hf.: Acquisition of Gróska Completed The acquisition by Heimar hf. ("Heimar" or the "Company") of all shares in Gróska ehf. (“Gróska”) and Gróðurhúsið ehf. (“Gróðurhúsið”) (the “Transaction”), which was initially announced on 23 April this year, has now been completed.  Gróska owns the property Gróska, located at Bjargargata 1, 102 Reykjavík, an innovation hub and one of Iceland’s largest and most ambitious office buildings. The property comprises approximately 18,600 square meters of floor area and a 6,200 square meter underground car park with 205 spaces, totaling approximately 2...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch