SFS B Slaturfelag Sudurlands Svf

Tillögur fyrir aðalfund Sláturfélags Suðurlands svf. 17. mars 2023

Tillögur fyrir aðalfund Sláturfélags Suðurlands svf. 17. mars 2023

Eftirfarandi tillögur hafa borist stjórn Sláturfélags Suðurlands:



Merking kjötvara

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands haldinn á Goðalandi í Fljótshlíð 17. mars 2023, samþykkir að Sláturfélag Suðurlands merki þær vörur sem innihalda erlent kjöt. Útbúið verði sér merki þar sem fram kemur með afgerandi hætti að um erlent kjöt sé að ræða.

Greinargerð: Í dag er erlent kjöt selt undir merkjum Búrfells, og er eini munurinn að lítil fánarönd er á þeim vörum sem innihalda íslenskt kjöt en sú fánarönd er ekki á þeim vörum sem innihalda erlent kjöt. Þetta er engan vegin greinilegt fyrir neytendum. Það fyrsta sem neytendur eiga að sjá er þeir horfa á vöru er hvort hún sé með erlendu eða íslensku hráefni.

Gylfi Sigríðarson



Ráðning sölu- og markaðsstjóra

Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands haldinn á Goðalandi í Fljótshlíð 17. mars 2023, samþykkir að stjórn Sláturfélags Suðurlands ráði til starfa sölu- og markaðsstjóra.

Greinargerð: Í dag sinnir forstjóri Sláturfélags Suðurlands einnig starfi sölu- og markaðsstjóra félagssins. Hjá eins stóru félagi og Sláturfélag Suðurlands er, þá á það ekki að vera vafamál að félagið þurfi að hafa sölu- og markaðsstjóra í fullu starfi.

Gylfi Sigríðarson



Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands verður haldinn 17. mars 2023 að Goðalandi, Fljótshlíð kl. 15:00.

Reykjavík, 3. mars 2023.

Sláturfélag Suðurlands svf.

Hjalti H. Hjaltason, fjármálastjóri – sími: 575 6000 –



EN
03/03/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Slaturfelag Sudurlands Svf

 PRESS RELEASE

Árshlutareikningur Sláturfélag Suðurlands jan-jún 2025

Árshlutareikningur Sláturfélag Suðurlands jan-jún 2025 Árshlutareikningur Sláturfélag Suðurlands jan. – jún. 2025 Reykjavík, 21. ágúst 2025. Fréttatilkynning frá Sláturfélagi Suðurlands svf. Afkoma á fyrri árshelmingi 2025 Tekjur á fyrri árshelmingi 10.131 m.kr. og hækka um 9,4% milli ára694 m.kr. hagnaður á fyrri árshelmingi ársins en 613 m.kr. hagnaður árið áðurEBITDA afkoma var 1.159 m.kr. en 1.103 m.kr. árið áðurEigið fé 8.880 m.kr. í lok júní og eiginfjárhlutfall 60% Árshlutareikningurinn samanstendur af árshlutareikningi Sláturfélags Suðurlands svf. og dótturfélögum þess, Reykjag...

 PRESS RELEASE

Sláturfélag Suðurlands svf. - Sveinn Rafn Eiðsson ráðinn í starf fjárm...

Sláturfélag Suðurlands svf. - Sveinn Rafn Eiðsson ráðinn í starf fjármálastjóra SS Sláturfélag Suðurlands svf. – Sveinn Rafn Eiðsson ráðinn í starf fjármálastjóra SS Sveinn Rafn Eiðsson hefur verið ráðinn í starf fjármálastjóra félagsins. Sveinn Rafn tekur við starfinu 1. júlí næstkomandi af Hjalta H. Hjaltasyni sem gengt hefur starfinu í 38 ár. Sveinn Rafn er með BS gráðu í viðskiptafræði frá Háskólanum í Reykjavík og M.acc. gráðu í reikningsskilum og endurskoðun frá Háskóla Íslands. Hann er löggiltur endurskoðandi auk þess að hafa próf í verðbréfaviðskiptum. Sveinn Rafn hefur yfirgrips...

 PRESS RELEASE

Niðurstöður aðalfundar Sláturfélags Suðurlands 21. mars 2025

Niðurstöður aðalfundar Sláturfélags Suðurlands 21. mars 2025 Sláturfélag Suðurlands svf Niðurstöður aðalfundar Sláturfélags Suðurlands svf. Aðalfundur Sláturfélags Suðurlands var haldinn föstudaginn 21. mars 2025 kl. 15:00 að Goðalandi, Fljótshlíð. 1. ÁrsreikningurAðalfundur samþykkti ársreikning félagsins vegna ársins 2024. 2. Tillaga stjórnar um vexti af stofnsjóði og greiðslu arðs samþykktStjórn Sláturfélags Suðurlands svf. leggur til við aðalfund að greiddur verði 14,77% arður af B-deild stofnsjóðs, þar af er verðbótaþáttur 4,77% skv. 1. mgr. 14. gr. samþykkta félagsins, alls kr. 29...

 PRESS RELEASE

Sláturfélag Suðurlands - Ársskýrsla 2024

Sláturfélag Suðurlands - Ársskýrsla 2024 Sláturfélag Suðurlands hefur gefið út ársskýrslu ársins 2024. Sjá má skýrsluna í viðhengi.  Attachment

 PRESS RELEASE

Framboð til stjórnar og varastjórnar Sláturfélags Suðurlands svf. á að...

Framboð til stjórnar og varastjórnar Sláturfélags Suðurlands svf. á aðalfundi 21.mars 2025 Framboð til stjórnar og varastjórnar Sláturfélags Suðurlands svf. á aðalfundi 21. mars 2025. Framboð til stjórnar og varastjórnar skal hafa borist skriflega í hendur stjórnarinnar eigi síðar en þremur vikum fyrir aðalfund í samræmi við 2. mgr. 27. gr. samþykkta félagsins. Framboð hefur borist innan tilskilins frests frá eftirtöldum aðilum: Til setu í aðalstjórnGuðrún S. Magnúsdóttir, Bræðratungu, 806 SelfossiHallfreður Vilhjálmsson, Kambshóli, 301 AkranesiLilja Guðrún Eyþórsdóttir, Vestri-Reynir, 30...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch