Síminn hf. – Flöggun eigin hlutir
Í dag, 24. mars 2025, var hlutafé Símans hf. lækkað um 175.000.000 hluti í samræmi við ákvörðun aðalfundar frá 13. mars sl. Lækkunin tekur til eigin hluta sem félagið hefur eignast með kaupum á eigin hlutum samkvæmt endurkaupaáætlunum. Með breytingunni fór hlutfall eigin bréfa Símans hf. undir 5% af heildarfjölda hluta.
Síminn hf. átti 200.172.462 eigin hluti fyrir þessar aðgerðir en á að þeim loknum 25.172.462 hluti eða sem nemur 0,95% af útgefnum hlutum í félaginu.
Tilkynning þessi er gerð með vísan til 29. gr. (Flöggunarskylda vegna eigin hluta) laga nr. 20/2021 um upplýsingaskyldu útgefenda verðbréfa og flöggunarskyldu.
