SKEL fjárfestingafélag hf.: Hluthafafundar 4. nóvember 2025
Stjórn SKEL boðar til hluthafafundar félagsins kl. 16:00, þriðjudaginn 4. nóvember 2025 í Ballroom B salnum á Reykjavík Edition, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.
Viðfest er dagskrá fundarins, fundarboð og tillögur stjórnar til fundarins.
Öll fundargögn má finna á heimasíðu félagsins:
Sjá hér fyrir neðan yfirlýsingu frá stjórn vegna hluthafafundarins:
„Á aðalfundi SKEL fjárfestingafélags hf. þann 6. mars 2025 samþykktu hluthafar að félagið skyldi greiða út arð til hluthafa á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 að fjárhæð 6.000.000.000 kr., og skyldi arðurinn greiddur út í tveimur greiðslum. Fyrri hluti arðgreiðslunnar, að fjárhæð 3.000.000.000 kr., skyldi koma til greiðslu þann 20. mars 2025 (útborgunardagur). Sú greiðsla hefur þegar farið fram.
Samkvæmt framangreindri ákvörðun hluthafafundar þann 6. mars 2025 skyldi síðari arðgreiðslan, að fjárhæð 3.000.000.000 kr., verða greidd út til hluthafa þann 20. október 2025 (útborgunardagur). Samkvæmt ákvörðuninni skyldi réttur hluthafa til arðgreiðslunnar, sem greidd yrði út þann 20. október 2025, miðaður við hlutaskrá félagsins í lok viðskipta þann 14. október 2025 (arðsréttindadagur). Arðleysisdagur, þ.e. sá dagur sem viðskipti hæfust með bréf félagsins án réttar til seinni hluta arðgreiðslu, var samkvæmt ákvörðuninni þann 13. október 2025.
Í 3. mgr. 101 gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög segir: „Gjalddagi arðs skal ekki vera síðar en sex mánuðum eftir að ákvörðun um úthlutun hans hefur verið tekin“. Ef áður ákveðin arðgreiðsla færi fram þann 20. október 2025 færi hún fram utan framangreinds sex mánaða frests samkvæmt 3. mgr. 101 gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Með vísan til 2. mgr. 76. gr. laga um hlutafélög telur stjórn sér því ekki unnt að framfylgja óbreyttri ákvörðun aðalfundar hvað varðar þann hluta arðgreiðslu sem átti að koma til greiðslu 20. október 2025. Vegna þess telur stjórn félagsins rétt að boða til hluthafafundar, sem haldinn verði þann 4. nóvember 2025, þar sem borin verður undir atkvæði tillaga um staðfestingu á ákvörðun aðalfundar félagsins þann 6. mars 2025 varðandi síðari hluta arðgreiðslunnar (að fjárhæð 3.000.000.000 kr.), með þeirri breytingu einni að greiðslan fari fram þann 5. nóvember 2025 í stað 20. október 2025. Með tillögunni sem stjórn SKEL mun bera upp á hluthafafundinum þann 4. nóvember 2025, hyggst stjórn taka af allan vafa um að þessu formsatriði laganna sé fylgt.
Stjórn undirstrikar það sérstaklega að réttur hluthafa til þessa síðari hluta arðgreiðslunnar verður áfram (líkt og samkvæmt ákvörðun aðalfundar þann 6. mars 2025) miðaður við hlutaskrá félagsins í lok viðskipta þann 14. október 2025 (arðsréttindadagur). Arðleysisdagur, þ.e. sá dagur sem viðskipti hæfust með bréf félagsins án réttar til þessa síðari hluta arðgreiðslunnar, verður samkvæmt tillögunni áfram (líkt og samkvæmt ákvörðun aðalfundar þann 6. mars 2025) þann 13. október 2025.
Með framangreindri tillögu, sem lögð verður fyrir hluthafafundinn þann 4. nóvember 2025, er ætlun stjórnar SKEL þannig einungis að færa greiðsludag umrædds síðari hluta arðgreiðslunnar frá 20. október 2025 til 5. nóvember 2025 og með því leiðrétta formgallann sem var á ákvörðun aðalfundar að teknu tilliti til ofangreinds ákvæðis laga um hlutafélög.
Tekið skal fram að Strengur hf., sem er eigandi 51,59% hlutafjár í SKEL og stærsti hluthafi félagsins, hefur lýst því yfir með bindandi hætti við stjórn SKEL að af hálfu Strengs hf. verði mætt til framangreinds hluthafafundar þann 4. nóvember 2025 og greidd atkvæði með framangreindri tillögu stjórnar SKEL. Samkvæmt því liggur tilskilinn meirihluti fyrir samþykki tillögunnar fyrir.“
Sé óskað eftir nánari upplýsingum vinsamlegast sendið tölvupóst á .
Viðhengi
