SKEL Skeljungur hf.

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hluthafafundar 4. nóvember 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hluthafafundar 4. nóvember 2025

Stjórn SKEL boðar til hluthafafundar félagsins kl. 16:00, þriðjudaginn 4. nóvember 2025 í Ballroom B salnum á Reykjavík Edition, Austurbakka 2, 101 Reykjavík.

Viðfest er dagskrá fundarins, fundarboð og tillögur stjórnar til fundarins.

Öll fundargögn má finna á heimasíðu félagsins:

Sjá hér fyrir neðan yfirlýsingu frá stjórn vegna hluthafafundarins:

„Á aðalfundi SKEL fjárfestingafélags hf. þann 6. mars 2025 samþykktu hluthafar að félagið skyldi greiða út arð til hluthafa á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 að fjárhæð 6.000.000.000 kr., og skyldi arðurinn greiddur út í tveimur greiðslum. Fyrri hluti arðgreiðslunnar, að fjárhæð 3.000.000.000 kr., skyldi koma til greiðslu þann 20. mars 2025 (útborgunardagur). Sú greiðsla hefur þegar farið fram.

Samkvæmt framangreindri ákvörðun hluthafafundar þann 6. mars 2025 skyldi síðari arðgreiðslan, að fjárhæð 3.000.000.000 kr., verða greidd út til hluthafa þann 20. október 2025 (útborgunardagur). Samkvæmt ákvörðuninni skyldi réttur hluthafa til arðgreiðslunnar, sem greidd yrði út þann 20. október 2025, miðaður við hlutaskrá félagsins í lok viðskipta þann 14. október 2025 (arðsréttindadagur). Arðleysisdagur, þ.e. sá dagur sem viðskipti hæfust með bréf félagsins án réttar til seinni hluta arðgreiðslu, var samkvæmt ákvörðuninni þann 13. október 2025.

Í 3. mgr. 101 gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög segir: „Gjalddagi arðs skal ekki vera síðar en sex mánuðum eftir að ákvörðun um úthlutun hans hefur verið tekin“. Ef áður ákveðin arðgreiðsla færi fram þann 20. október 2025 færi hún fram utan framangreinds sex mánaða frests samkvæmt 3. mgr. 101 gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Með vísan til 2. mgr. 76. gr. laga um hlutafélög telur stjórn sér því ekki unnt að framfylgja óbreyttri ákvörðun aðalfundar hvað varðar þann hluta arðgreiðslu sem átti að koma til greiðslu 20. október 2025. Vegna þess telur stjórn félagsins rétt að boða til hluthafafundar, sem haldinn verði þann 4. nóvember 2025, þar sem borin verður undir atkvæði tillaga um staðfestingu á ákvörðun aðalfundar félagsins þann 6. mars 2025 varðandi síðari hluta arðgreiðslunnar (að fjárhæð 3.000.000.000 kr.), með þeirri breytingu einni að greiðslan fari fram þann 5. nóvember 2025 í stað 20. október 2025. Með tillögunni sem stjórn SKEL mun bera upp á hluthafafundinum þann 4. nóvember 2025, hyggst stjórn taka af allan vafa um að þessu formsatriði laganna sé fylgt.

Stjórn undirstrikar það sérstaklega að réttur hluthafa til þessa síðari hluta arðgreiðslunnar verður áfram (líkt og samkvæmt ákvörðun aðalfundar þann 6. mars 2025) miðaður við hlutaskrá félagsins í lok viðskipta þann 14. október 2025 (arðsréttindadagur). Arðleysisdagur, þ.e. sá dagur sem viðskipti hæfust með bréf félagsins án réttar til þessa síðari hluta arðgreiðslunnar, verður samkvæmt tillögunni áfram (líkt og samkvæmt ákvörðun aðalfundar þann 6. mars 2025) þann 13. október 2025.

Með framangreindri tillögu, sem lögð verður fyrir hluthafafundinn þann 4. nóvember 2025, er ætlun stjórnar SKEL þannig einungis að færa greiðsludag umrædds síðari hluta arðgreiðslunnar frá 20. október 2025 til 5. nóvember 2025 og með því leiðrétta formgallann sem var á ákvörðun aðalfundar að teknu tilliti til ofangreinds ákvæðis laga um hlutafélög.

Tekið skal fram að Strengur hf., sem er eigandi 51,59% hlutafjár í SKEL og stærsti hluthafi félagsins, hefur lýst því yfir með bindandi hætti við stjórn SKEL að af hálfu Strengs hf. verði mætt til framangreinds hluthafafundar þann 4. nóvember 2025 og greidd atkvæði með framangreindri tillögu stjórnar SKEL. Samkvæmt því liggur tilskilinn meirihluti fyrir samþykki tillögunnar fyrir.

Sé óskað eftir nánari upplýsingum vinsamlegast sendið tölvupóst á .

Viðhengi



EN
14/10/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025 The Board of SKEL convenes a shareholders’ meeting at 16:00, Tuesday, 4 November 2025, in Ballroom B at the Reykjavík Edition, Austurbakki 2, 101 Reykjavík. Attached are the meeting agenda, the notice of meeting, and the Board’s proposals for the meeting. All meeting materials can be found on the company’s website: See below a statement from the Board regarding the shareholders’ meeting: “At the annual general meeting of SKEL fjárfestingafélag hf. on 6 March 2025, shareholders approved that the company would pay a divide...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hluthafafundar 4. nóvember 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hluthafafundar 4. nóvember 2025 Stjórn SKEL boðar til hluthafafundar félagsins kl. 16:00, þriðjudaginn 4. nóvember 2025 í Ballroom B salnum á Reykjavík Edition, Austurbakka 2, 101 Reykjavík. Viðfest er dagskrá fundarins, fundarboð og tillögur stjórnar til fundarins. Öll fundargögn má finna á heimasíðu félagsins: Sjá hér fyrir neðan yfirlýsingu frá stjórn vegna hluthafafundarins: „Á aðalfundi SKEL fjárfestingafélags hf. þann 6. mars 2025 samþykktu hluthafar að félagið skyldi greiða út arð til hluthafa á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 að fjárhæð 6.000.0...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Interim financial summary H1 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Interim financial summary H1 2025 Attached is an announcement, investor presentation and financial summary of SKEL for the first half of 2025. An open presentation will be held on 15 August, 08:30 am, at Parliament Hotel, Þorvaldsstræti 2-6, 101 Reykjavík (entrance via the old Nasa building). At the meeting, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, CEO, and Magnús Ingi Einarsson, CFO, will present the results and highlights of the Company’s operations. For further information, please contact Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, . Attachments ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Árshlutauppgjör 1H 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Árshlutauppgjör 1H 2025 Meðfylgjandi er fréttatilkynning, fjárfestakynning og árshlutareikningur SKEL vegna fyrri árshelmings 2025. Opinn kynningarfundur verður haldinn 15. ágúst, kl. 08:30 á Parliament Hótelinu við Þorvaldsstræti 2-6, 101 Reykjavík. Gengið er inn um innganginn að gamla Nasa. Á fundinum munu Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri og Magnús Ingi Einarsson, fjármálastjóri kynna afkomuna og helstu þætti úr rekstrinum. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, . Viðhengi ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Completion of the purchase of shares in Sa...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Completion of the purchase of shares in Samkaup Reference is made to the press releases dated May 22, June 3, June 16, and July 15, 2025, announcing that certain conditions in the share purchase agreement had been fulfilled concerning Orkan IS ehf.’s (“Orkan”) acquisition of share capital in Samkaup hf. (“Samkaup”). Today, the companies Samkaup and Atlaga ehf. (formerly Heimkaup) were formally merged. Concurrently, the settlement of Orkan’s share purchase agreement with the former shareholders of Samkaup was finalized. The shareholders of Samkaup received 582,548...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch