SKEL fjárfestingafélag hf.: Samkeppniseftirlitið samþykkir samruna Orkunnar og Samkaupa
Vísað er til fréttatilkynninga dags. 22. maí, 3. júní og 16. júní 2025 þar sem sagði að tiltekin skilyrði samkvæmt kaupsamningi hefðu verið uppfyllt vegna kaupa Orkunnar IS ehf. („Orkan“), á hlutafé í Samkaupum hf. („Samkaup“).
Eftirstandandi skilyrði vegna kaupanna var að Samkeppniseftirlitið samþykkti að í viðskiptunum felist ekki samruni sem beri að ógilda eða setja skilyrði fyrir samkvæmt 17. gr. samkeppnislaga nr. 44/2005.
Samkeppniseftirlitið hefur nú lokið rannsókn. En það leit til upplýsinga í upplýsinga í samrunaskrá, fyrirliggjandi gagna, fyrri rannsókna, auk þess sem sjónarmiða var aflað hjá markaðsaðilum, neytendum og öðrum hagaðilum í umsagnarferli. Að mati Samkeppniseftirlitsins benda gögn og upplýsingar málsins ekki til þess að markaðsráðandi staða verði til eða styrkist, eða samkeppni sé að öðru leyti raskað með umtalsverðum hætti. Telur Samkeppniseftirlitið því ekki tilefni til frekari rannsóknar eða íhlutunar vegna samrunans og er honum lokið á fyrsta fasa.
Nú eru öll skilyrði kaupsamninga Orkunnar við hluthafa Samkaupa uppfyllt, ráðgert er að uppgjör viðskipta fari fram föstudaginn 18. júlí nk.
Gert verður nánar grein fyrir samrunanum, framtíðarsýn sameinaðs félags og vegferð á skipulegan verðbréfamarkað í fjárfestakynningu með hálfsársuppgjöri SKEL.
Frekari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason,
