SKEL Skeljungur hf.

SKEL fjárfestingafélag hf.: SKEL selur 15,4% hlutafjár í Styrkás fyrir 3.150 milljónir króna til stofnanafjárfesta

SKEL fjárfestingafélag hf.: SKEL selur 15,4% hlutafjár í Styrkás fyrir 3.150 milljónir króna til stofnanafjárfesta

SKEL hefur undirritað kaupsamninga gagnvart innlendum stofnanafjárfestum um kaup þeirra á 153,9 milljónum hluta í Styrkási hf., eða því sem nemur ríflega 15,4% af útgefnu hlutafé félagsins. Kaupverð hlutanna er samtals er 3.150 m.kr. en það samsvarar 20,47 kr. á hlut. Söluverðið jafngildir bókfærðu virði eignarhlutar SKEL í Styrkás þann 31.12.2024. Kaupsamningarnir eru háðir hefðbundnum fyrirvörum sem gert er ráð fyrir að verði frágengnir í næstu viku. 

Styrkás er þjónustufyrirtæki við atvinnulífið. Dótturfélög Styrkás starfa á sviði orku og efnavöru undir vörumerki Skeljungs, tækja og búnaðar undir vörumerki Kletts og eignaumsýslu undir vörumerki Stólpa.

Kaupendur að hlutunum í Styrkási eru VÍS tryggingar hf., Íslandssjóðir, Birta lífeyrissjóður („Birta“), Íslenski lífeyrissjóðurinn og Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins („LSR“). Samhliða kaupunum hefur Horn IV slhf., fagfjárfestasjóður í rekstri Landsbréfa, flutt hluti sína í Styrkás hf. milli sjóða, í SÁ Horn slhf. („SÁ Horn“). Fjárfesting og eignarhald LSR, Birtu og Íslenska lífeyrisjóðsins í Styrkás verður sömuleiðis í gegnum SÁ Horn.

Að loknum viðskiptunum eru hluthafar Styrkás 19 talsins. Stærsti hluthafi félagsins er SKEL fjárfestingafélag hf. með 47,9%, SÁ Horn með 39,2%, Máttarstólpi, eignarhaldsfélag Ásgeirs Þorlákssonar með 8,7% og aðrir með 4,2%. Bókfært virði hlutafjár SKEL í Styrkási að viðskiptunum loknum 9.819 m.kr. 

SKEL kynnti fyrirhugaða sölu hlutafjár í Styrkási fyrir fjárfestum í fjárfestakynningu í febrúar síðastliðinn. Í kynningu kom fram að markmið SKEL væri að fá horsteinsfjárfesta inn í hluthafahóp Styrkáss í aðdraganda skráningar félagsins og að Styrkás yrði ekki í meirihluta eigu SKEL til lengri tíma, heldur í dreifðara eignarhaldi. Söluandvirðinu verður ráðstafað til niðurgreiðslu skulda og til að styrkja eiginfjárstöðu SKEL.

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri SKEL:

„Innkoma fleiri stofnanafjárfesta í hóp hluthafa Styrkás er stór áfangi fyrir félagið en við höfum lagt mikið kapp á að breikka hluthafahópinn. Þeir aðilar sem nú mynda hluthafahóp Styrkáss eru meðal umsvifamestu fjárfesta hérlendis og okkur þykir afar ánægjulegt að fá þá með í að efla félagið og gera að leiðandi þjónustufyrirtæki á fyrirtækjamarkaði, með styrk til að þjónusta þá innviða- og atvinnuvegafjárfestingu sem er framundan á Íslandi.“

Ráðgjafar voru ACRO verðbréf hf. og Beljandi lögmannsstofa.

Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason forstjóri, 



EN
06/06/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Interim financial summary H1 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Interim financial summary H1 2025 Attached is an announcement, investor presentation and financial summary of SKEL for the first half of 2025. An open presentation will be held on 15 August, 08:30 am, at Parliament Hotel, Þorvaldsstræti 2-6, 101 Reykjavík (entrance via the old Nasa building). At the meeting, Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, CEO, and Magnús Ingi Einarsson, CFO, will present the results and highlights of the Company’s operations. For further information, please contact Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, . Attachments ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Árshlutauppgjör 1H 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Árshlutauppgjör 1H 2025 Meðfylgjandi er fréttatilkynning, fjárfestakynning og árshlutareikningur SKEL vegna fyrri árshelmings 2025. Opinn kynningarfundur verður haldinn 15. ágúst, kl. 08:30 á Parliament Hótelinu við Þorvaldsstræti 2-6, 101 Reykjavík. Gengið er inn um innganginn að gamla Nasa. Á fundinum munu Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri og Magnús Ingi Einarsson, fjármálastjóri kynna afkomuna og helstu þætti úr rekstrinum. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, . Viðhengi ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Completion of the purchase of shares in Sa...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Completion of the purchase of shares in Samkaup Reference is made to the press releases dated May 22, June 3, June 16, and July 15, 2025, announcing that certain conditions in the share purchase agreement had been fulfilled concerning Orkan IS ehf.’s (“Orkan”) acquisition of share capital in Samkaup hf. (“Samkaup”). Today, the companies Samkaup and Atlaga ehf. (formerly Heimkaup) were formally merged. Concurrently, the settlement of Orkan’s share purchase agreement with the former shareholders of Samkaup was finalized. The shareholders of Samkaup received 582,548...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Uppgjöri vegna kaupa á hlutafé Samkaupa lo...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Uppgjöri vegna kaupa á hlutafé Samkaupa lokið Vísað er til fréttatilkynninga dags. 22. maí, 3. júní, 16. júní og 15. júlí 2025 þar sem kom fram að tiltekin skilyrði samkvæmt kaupsamningi hefðu verið uppfyllt vegna kaupa Orkunnar IS ehf. („Orkan“), á hlutafé í Samkaupum hf. („Samkaup“). Í dag voru félögin Samkaup og Atlaga ehf. (áður Heimkaup) sameinuð lögformlega Þá fór fram uppgjör á kaupsamningi Orkunnar við fyrrum hluthafa Samkaupa. Hluthafar Samkaupa fengu afhenta 582.548.510 hluti í Dröngum hf. ("Drangar") eða því sem nemur 28,7% hlutafjár, gegn afhendingu 9...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: The Competition Authority approves the mer...

SKEL fjárfestingafélag hf.: The Competition Authority approves the merger of Orkan and Samkaup Reference is made to press releases dated May 22, June 3, and June 16, 2025, which stated that certain conditions under the share purchase agreement had been fulfilled in relation to Orkan IS ehf.’s (“Orkan”) acquisition of shares in Samkaup hf. (“Samkaup”). The remaining condition for the transaction was that the Icelandic Competition Authority approved that the transaction does not constitute a merger that should be annulled or made subject to conditions under Article 17 of the Competition Act ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch