SKEL Skeljungur hf.

SKEL fjárfestingafélag hf.: Uppgjöri vegna kaupa á hlutafé Samkaupa lokið

SKEL fjárfestingafélag hf.: Uppgjöri vegna kaupa á hlutafé Samkaupa lokið

Vísað er til fréttatilkynninga dags. 22. maí, 3. júní, 16. júní og 15. júlí 2025 þar sem kom fram að tiltekin skilyrði samkvæmt kaupsamningi hefðu verið uppfyllt vegna kaupa Orkunnar IS ehf. („Orkan“), á hlutafé í Samkaupum hf. („Samkaup“). Í dag voru félögin Samkaup og Atlaga ehf. (áður Heimkaup) sameinuð lögformlega Þá fór fram uppgjör á kaupsamningi Orkunnar við fyrrum hluthafa Samkaupa. Hluthafar Samkaupa fengu afhenta 582.548.510 hluti í Dröngum hf. ("Drangar") eða því sem nemur 28,7% hlutafjár, gegn afhendingu 98,6% hlut í Samkaupum. Í kjölfar uppgjörsins stendur öðrum hluthöfum Samkaupa til boða að selja sína hluti á sömu kjörum í skiptum fyrir hlutafé í Dröngum. Einnig er Dröngum heimilt að innleysa hlut annarra hluthafa í Samkaupum í samræmi við ákvæði hlutafélagalaga.

Samhliða uppgjöri viðskiptanna tóku Drangar við hlutafé í Samkaupum, Orkunni og Lyfjavali. Drangar verða því móðurfélag samstæðunnar eiga félögin að öllu leyti.

Í stjórn Dranga hf. voru kjörin þau Jón Ásgeir Jóhannesson, Magnús Ingi Einarsson, Liv Bergþórsdóttir, Garðar Newman og Margrét Guðnadóttir. Jón Ásgeir verður stjórnarformaður félagsins. Forstjóri Dranga er Auður Daníelsdóttir, en hún hefur starfað sem forstjóri Orkunnar frá árinu 2022  og kemur til með að sinna því starfi áfram samhliða starfi sínu fyrir Dranga.

Stærstu hluthafar Dranga eru: SKEL fjárfestingafélag hf. 68,3%, Kaupfélag Suðurnesja svf. 15,0%, Birta lífeyrissjóður 5,3%, Festa lífeyrissjóður 2,9%, Kaupfélag Borgfirðinga svf. 2,8% og Norvik hf. með 2,5%.

Velta þeirra félaga sem nú mynda Dranga var um 75 milljarðar kr. árið 2024. Í viðskiptunum er lagt til grundvallar að virði hlutafjár (e. equity value) Dranga sé 19,3 milljarðar kr. og heildarvirði án leiguskuldbindinga (e. enterprise value) sé 27,3 milljarðar kr.

Frá því Samkeppniseftirlitið heimilaði framkvæmd samruna félaganna í júní sl. hefur verið unnið að því að bæta og styrkja rekstur Samkaupa, bæta innkaup og einfalda og hagræða í rekstri. Sú vinna er á áætlun.

Í haust verður hlutafé Dranga aukið. Samstæðan hefur ráðið fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka hf. sem umsjónaraðila verkefnisins og fyrirtækjaráðgjöf Fossa fjárfestingarbanka hf. sem söluráðgjafa. Gert er ráð fyrir að fjárfestakynningar hefjist í byrjun september. Útboð hlutafjár er sölutryggt af Íslandsbanka hf. að fjárhæð 2 milljarða króna.

Hluthafar Dranga ætla að skrá félagið á skipulegan verðbréfamarkað fyrir árslok 2027.

Nánari grein verður gerð fyrir viðskiptunum í kynningu með uppgjöri SKEL fyrir fyrri hluta ársins þann 14. ágúst nk.

Ráðgjafar SKEL og Orkunnar í samrunaferlinu voru Fossar fjárfestingarbanki hf. og BBA//Fjeldco.

Frekari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason forstjóri SKEL í gegnum tölvupóstfangið



EN
18/07/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Allocation of stock options

SKEL fjárfestingafélag hf.: Allocation of stock options The Board of Directors of SKEL has decided to grant certain employees of the company stock options for up to 3,591,141 shares in the company. The stock option agreements are granted with the purpose of aligning the long-term interests of the company and its employees. The terms of the stock option agreements are in accordance with the stock option plan and the remuneration policy approved at the company’s Annual General Meeting on 7 March 2024, where the shareholders authorized the Board to allocate stock options to employees of the c...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Úthlutun kauprétta

SKEL fjárfestingafélag hf.: Úthlutun kauprétta Stjórn SKEL hefur ákveðið að veita tilteknum starfsmönnum félagsins kauprétti að allt að 3.591.141 hlutum í félaginu. Kaupréttarsamningarnir eru veittir í því skyni að samtvinna hagsmuni félagsins og starfsmanna til lengri tíma. Skilmálar kaupréttarsamninganna eru í samræmi við kaupréttaráætlun og starfskjarastefnu sem samþykkt var á aðalfundi félagsins þann 7. mars 2024, þar sem hluthafafundur samþykkti að veita stjórn heimild til að úthluta kaupréttum starfsmanna félagsins, annarra en þeirra lykilstjórnenda er fengu úthlutaða kauprétti á gru...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: The equity offering of Drangar hf. is comp...

SKEL fjárfestingafélag hf.: The equity offering of Drangar hf. is completed SKEL fjárfestingafélag hf. announced on 18 July 2025 that settlement regarding the purchase of share capital in Samkaup had been completed. Subsequently, Drangar hf., the parent company of Orkan, Lyfjaval and Samkaup, commenced operations. In recent weeks, the company has been presented to professional investors as an investment opportunity in connection with a share capital increase. Signed subscription commitments amounting to ISK 3.6 billion have been received, whereas the objective was to raise ISK 3 billion. A...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hlutafjárútboði Dranga hf. er lokið

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hlutafjárútboði Dranga hf. er lokið SKEL fjárfestingafélag hf. tilkynnti 18. júlí 2025 að uppgjöri vegna kaupa á hlutafé í Samkaupum væri lokið. Í kjölfarið hófu Drangar hf., móðurfélag Orkunnar, Lyfjavals og Samkaupa, starfsemi. Undanfarnar vikur hefur félagið verið kynnt fagfjárfestum sem fjárfestingakostur vegna aukningar hlutafjár. Borist hafa undirrituð áskriftarloforð að fjárhæð 3,6 milljarða króna, en markmiðið var að safna 3 milljörðum króna. Samhliða nýtti Íslandsbanki hf. kauprétt sem bankinn hafði vegna sölutryggingar og SKEL rétt til skuldbreytingar ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Styrkás signs an agreement to acquire Hrei...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Styrkás signs an agreement to acquire Hreinsitækni and HRT Þjónusta Styrkás hf., a company 45.7% owned by SKEL, has today signed an agreement to acquire all shares in Hreinsitækni ehf., HRT þjónustu ehf., and related companies. The share purchase agreement is subject to customary conditions, including the approval of the Icelandic Competition Authority. The Hreinsitækni group is a leading provider of environmental and infrastructure services for municipalities and businesses, with facilities and an equipment fleet in four regions of Iceland. The group employs ap...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch