SKEL Skeljungur hf.

SKEL fjárfestingafélag: Tilkynning frá SKEL

SKEL fjárfestingafélag: Tilkynning frá SKEL

Eftirlitsstofnun EFTA („ESA“) gerði í dag athugun hjá SKEL fjárfestingafélagi hf („SKEL“) á grundvelli ákvörðunar ESA um athugun á starfsemi Lyfjavals ehf. („Lyfjaval“). Fyrirtækjum er lagalega skylt að gangast við athugun sem framkvæmd er á grundvelli ákvörðunar Eftirlitsstofnunar EFTA („ESA“) í samræmi við 4. mgr. 20. gr. II. kafla bókunar 4 við samning EFTA ríkjanna um stofnun eftirlitsstofnunar og dómtóls.

Lyfjaval er í eigu Heimkaupa ehf., sem aftur er í 81% eigu SKEL og tengdra félaga. Samkvæmt ákvörðun ESA er athugunin hluti af athugun á mögulegri markaðsskiptingu á smásölumarkaði með lyf. Nánar tiltekið í hefðbundin apótek og bílalúguapótek. Meint markaðsskipting á að hafa falist í því að Lyfjaval lokaði hefðbundnu apóteki í Mjódd og einbeitt sér að því að starfsrækja bílalúguapótek. SKEL hefur áætlað markaðshlutdeild Lyfjavals í kringum 10%.

SKEL eignaðist Lyfjaval að hluta þann 25. júní 2021. Lyfjaval var keypt að fullu þann 29. mars 2023. Félög tengd SKEL eiga og reka 7 apótek, þar af 5 bílalúguapótek. Öll bílalúguapótek eru einnig hefðbundin apótek, þ.e. þar sem gengið er inn. Frá árinu 2022 hafa þrjú ný apótek verið opnuð.

Athugun ESA snýr meðal annars að viðskiptum þegar Lyfjaval seldi verslunarhúsnæði í Mjódd í eigu félagsins til Lyf og heilsu með samningi 26. apríl 2022Samkeppniseftirlitinu var sérstaklega tilkynnt um þau viðskipti. Samkeppniseftirlitið lauk málinu með ákvörðun nr. 1/2023 þann 2. mars 2023. Málið var kært til áfrýjunarnefndar Samkeppnismála sem úrskurðaði í málinu þann 9. ágúst 2023. 

 SKEL og Lyfjaval munu aðstoða við athugun málsins og hafa veitt ESA aðgang að umbeðnum upplýsingu. SKEL hefur enga ástæðu til að ætla að brotið hafi verið gegn samkeppnislögum í starfsemi Lyfjavals.

 Frekari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð, forstjóri SKEL



EN
14/10/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Trading statement Q3 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Trading statement Q3 2025 Enclosed is the trading statement of Skel fjárfestingafélag hf. for the third quarter of 2025.  For further information, or to request a meeting, please contact    Attachment

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Tilkynning eftir þriðja ársfjórðung 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Tilkynning eftir þriðja ársfjórðung 2025 Meðfylgjandi er tilkynning Skel fjárfestingafélags hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2025.  Sé óskað eftir nánari upplýsingum eða fundi vinsamlegast sendið tölvupóst . Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025 The shareholders’ meeting of SKEL will be held at 4:00 PM on Tuesday, November 4, 2025, in Ballroom B at the Reykjavík Edition, Austurbakki 2, 101 Reykjavík. Attached are the meeting agenda and the final proposals to be presented at the meeting. The proposals and agenda are unchanged from those announced when the meeting was called on October 14.  All meeting materials can be found on the company’s website: . For further information, please send an email to . Attachments ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hluthafafundar 4. nóvember 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hluthafafundar 4. nóvember 2025 Hluthafafundur SKEL verður haldinn kl. 16:00, þriðjudaginn 4. nóvember 2025 í Ballroom B salnum á Reykjavík Edition, Austurbakka 2, 101 Reykjavík. Viðfest er dagskrá fundarins og endanlegar tillögur sem lagðar verða fyrir fundinn. Tillögurnar og dagskráin eru óbreyttar frá því að boðað var til fundarins 14. október sl.  Öll fundargögn má finna á heimasíðu félagsins:  Sé óskað eftir nánari upplýsingum vinsamlegast sendið tölvupóst á . Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025 The Board of SKEL convenes a shareholders’ meeting at 16:00, Tuesday, 4 November 2025, in Ballroom B at the Reykjavík Edition, Austurbakki 2, 101 Reykjavík. Attached are the meeting agenda, the notice of meeting, and the Board’s proposals for the meeting. All meeting materials can be found on the company’s website: See below a statement from the Board regarding the shareholders’ meeting: “At the annual general meeting of SKEL fjárfestingafélag hf. on 6 March 2025, shareholders approved that the company would pay a divide...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch