Skeljungur hf.: Breytingar á viðskiptavakt vegna óviðráðanlegra atvika
Skeljungi hf. hefur borist tilkynning frá Arion banka hf., sem er annar aðili sem sinnir viðskiptavakt með hlutabréf félagsins sbr. tilkynning Skeljungs hf. til Kauphallar 3. mars 2020.
Hefur Arion banki hf. tilkynnt að hann muni beita heimild í samningum sem heimilar honum að víkja frá skilyrðum samningsins í óviðráðanlegum aðstæðum, er varðar verðbil og fjárhæðir á meðan slíkt ástand varir.
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, .
Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum og smásala. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess selur félagið áburð og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, Kvikk og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.