SKEL Skeljungur hf.

Skeljungur hf.: Frekari uppskipting rekstrareininga, nýjar áherslur í rekstri og hluthafafundur á næsta leyti

Skeljungur hf.: Frekari uppskipting rekstrareininga, nýjar áherslur í rekstri og hluthafafundur á næsta leyti

Uppskipting rekstrar og stofnun dótturfélaga

Í kjölfar ákvörðunar stjórnar Skeljungs um að hefja einkaviðræður við tiltekinn kaupendahóp vegna P/F Magn og í samræmi við tilkynningu frá 11. ágúst sl. um að setja tilteknar fasteignir félagsins í formlegt söluferli, hefur stjórn Skeljungs ákveðið að skerpa enn frekar á áherslum í rekstri með stofnun tveggja nýrra og sjálfstæðra dótturfélaga. Þessi félög verða:

  • Félag fyrir starfsemi á einstaklingssviði: Starfsemi þess félags verður einkum á sviði þjónustu til einstaklinga svo sem, rekstur þjónustustöðva Orkunnar, Extra, 10-11, Löðurs bílaþvottastöðva, apóteka Lyfsalans og Lyfjavals, rekstri á Gló og ýmsum fasteignum tengdum framangreindum rekstri. Þá mun félagið halda á eignarhlutum í Brauð & Co ehf. og Wedo ehf. (Heimkaup).
  • Félag fyrir starfsemi fyrirtækjasviðs: Starfsemi þess félags verður einkum sala og þjónusta við fyrirtæki, dreifing og innkaup á eldsneyti, smurolíum, hreinsi- og efnavörum, áburði sem og öðrum vörum og þjónustuþáttum til fyrirtækja. Þjónusta og sala til stórnotenda, í útgerð, flugi og verktöku verður einnig hluti af starfseminni ásamt fasteignum tengdum framangreindum rekstri. Þá mun félagið halda á eignarhlutum í Íslenska Vetnisfélaginu ehf., EAK ehf., Barki ehf. og fleiri tengdum félögum.

Áður hafði verið tilkynnt um stofnun félags utan um rekstur og útleigu á birgðastöðvum í eigu Skeljungs.

Skeljungur hf. verður móðurfélag ofangreindra rekstrarfélaga, og munu verkefni þess í auknum mæli snúa að stýringu eignarhluta í rekstrarfélögum, auk annarra fjárfestinga eftir atvikum. Ráðgert er að Skeljungur hf. verði áfram skráð félag á markaði.

Hluthafafundur framundan

Í ljósi ofangreinds og annarra væntra breytinga er tilkynntar hafa verið á markaði, mun stjórn Skeljungs boða til hluthafafundar í félaginu, þar sem eftirtalið verður m.a. á dagskrá fundarins, auk annarra mála er stjórn telur nauðsynlegt að fá afstöðu hluthafafundar til:

  1. Heimild til sölu á dótturfélagi Skeljungs hf., P/F Magn;
  2. Heimild til uppskiptingu rekstrar og stofnun dótturfélaga í samræmi við ofangreint;
  3. Tillaga að breytingu á tilgangi félagsins í samþykktum þannig að aukin áhersla verði lögð á stýringu eignarhluta í rekstrarfélögum og fjárfestingastarfsemi;
  4. Heimild til að hefja endurkaup á eigin bréfum félagsins með tilboðs fyrirkomulagi.

Stjórn mun gera nánari grein fyrir ákvörðunum sínum og tillögum í fundarboði til hluthafafundar ásamt greinargerð með hverri tillögu.

Árni Pétur Jónsson, forstjóri:

„Í samræmi við áherslur og stefnumótunarvinnu félagsins hafa ýmsar veigamiklar breytingar á rekstri félagsins átt sér stað á undanförnum misserum, m.a. stofnun einstaklingssviðs, kaup á Dælunni og Löðri, einkaviðræður um sölu á dótturfélagi okkar P/F Magn, fyrirætlanir um sölu á tilteknum fasteignum í eigu Skeljungs og aukna þátttöku í rekstri apóteka en félagið mun eignast meirihluta í Lyfsalanum. Þessar breytingar eru afrakstur vinnu við mótun nýrrar stefnu félagsins um að sækja fram og nýta tækifæri á markaðnum til sóknar. Við teljum stofnun þessara dótturfélaga vera mikilvægan þátt í að skerpa áherslur þeirra tækifæra sem félagið býr yfir.“

Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri,



EN
09/09/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Trading statement Q3 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Trading statement Q3 2025 Enclosed is the trading statement of Skel fjárfestingafélag hf. for the third quarter of 2025.  For further information, or to request a meeting, please contact    Attachment

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Tilkynning eftir þriðja ársfjórðung 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Tilkynning eftir þriðja ársfjórðung 2025 Meðfylgjandi er tilkynning Skel fjárfestingafélags hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2025.  Sé óskað eftir nánari upplýsingum eða fundi vinsamlegast sendið tölvupóst . Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025 The shareholders’ meeting of SKEL will be held at 4:00 PM on Tuesday, November 4, 2025, in Ballroom B at the Reykjavík Edition, Austurbakki 2, 101 Reykjavík. Attached are the meeting agenda and the final proposals to be presented at the meeting. The proposals and agenda are unchanged from those announced when the meeting was called on October 14.  All meeting materials can be found on the company’s website: . For further information, please send an email to . Attachments ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hluthafafundar 4. nóvember 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hluthafafundar 4. nóvember 2025 Hluthafafundur SKEL verður haldinn kl. 16:00, þriðjudaginn 4. nóvember 2025 í Ballroom B salnum á Reykjavík Edition, Austurbakka 2, 101 Reykjavík. Viðfest er dagskrá fundarins og endanlegar tillögur sem lagðar verða fyrir fundinn. Tillögurnar og dagskráin eru óbreyttar frá því að boðað var til fundarins 14. október sl.  Öll fundargögn má finna á heimasíðu félagsins:  Sé óskað eftir nánari upplýsingum vinsamlegast sendið tölvupóst á . Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025 The Board of SKEL convenes a shareholders’ meeting at 16:00, Tuesday, 4 November 2025, in Ballroom B at the Reykjavík Edition, Austurbakki 2, 101 Reykjavík. Attached are the meeting agenda, the notice of meeting, and the Board’s proposals for the meeting. All meeting materials can be found on the company’s website: See below a statement from the Board regarding the shareholders’ meeting: “At the annual general meeting of SKEL fjárfestingafélag hf. on 6 March 2025, shareholders approved that the company would pay a divide...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch