Skeljungur hf.: Hluthafafundur 7. október 2021 – endanlegar tillögur og dagskrá
Hluthafafundur Skeljungs hf. verður haldinn kl. 16:00, fimmtudaginn 7. október 2021 í sal 2 á Icelandair Hótel Reykjavík Natura, Nauthólsvegi 52, 102 Reykjavík.
Meðfylgjandi er fundarboð, endanleg dagskrá fundarins og þær tillögur sem lagðar verða fyrir fundinn. Tillögurnar og dagskráin er efnislega óbreytt frá því boðað var til fundarins 16. september síðastliðinn.
Vakin er athygli á því að tilhögun fundarhalda kann að taka breytingum með vísan til þeirra sóttvarnarreglna sem í gildi verða á fundardegi, svo sem með því að halda fundinn rafrænt, að gættum öllum reglum hlutafélagalaga um hluthafafundi. Verða breytingar þar að lútandi tilkynntar í Kauphöll eigi síðar en þremur sólarhringum fyrir fundinn.
Hluthafar eru hvattir til að forskrá sig á hluthafafund félagsins með því að senda nafn og kt. og eftir atvikum útfyllt umboðseyðublað á .
Öll fundargögn má finna á heimasíðu félagsins:
Nánari upplýsingar veitir Árni Pétur Jónsson, forstjóri, .
Viðhengi
