SKEL Skeljungur hf.

Skeljungur hf.: Niðurstöður hluthafafundar Skeljungs 7. október 2021

Skeljungur hf.: Niðurstöður hluthafafundar Skeljungs 7. október 2021

Niðurstöður hluthafafundar Skeljungs hf. sem haldinn var fimmtudaginn 7. október 2021

Hluthafafundur Skeljungs hf. („Skeljungur“ eða „félagið“) var haldinn í dag, fimmtudaginn 7. október 2021, á Icelandair Hótel Reykjavík Natura í sal 2, Nauthólsvegi 52, 102 Reykjavík. Fundurinn hófst kl. 16:00.

Tillögur þær sem lágu fyrir fundinum má finna á heimasíðu félagsins:

  

  1. Tillaga um sölu dótturfélags Skeljungs í Færeyjum, P/F Magn

Hluthafafundur samþykkti sölu á dótturfélagi Skeljungs í Færeyjum, P/F Magn.

Til nánari upplýsinga um söluferlið er vísað til tilkynninga félagsins, sem má finna á heimasíðu Skeljungs undir Kauphallarfréttir, en þær hafa samtals verið sjö talsins.

  

  1. Tillaga um viðbótar heimild félagsins til kaupa á eigin hlutum með útboðsfyrirkomulagi 

Hluthafafundur veitti stjórn heimild til kaupa á eigin hlutum með útboðsfyrirkomulagi, til viðbótar við núgildandi heimild um endurkaup samkvæmt formlegri endurkaupaáætlun.

Eftirfarandi viðauki mun bætast við samþykktir félagsins:

„Heimild félagsins til að kaupa eigin hluti, samþykkt á hluthafafundi þann 7. október 2021

Hluthafafundur Skeljungs hf., haldinn þann 7. október 2021, heimilar stjórn félagsins, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, að kaupa í eitt skipti eða oftar, fram að næsta aðalfundi, hluti í félaginu, þó þannig að það ásamt dótturfélögum þess megi einungis eiga mest 10% hlutafjár þess. Heimild þessi skal nýtt í þeim tilgangi að setja upp formlega endurkaupaáætlun eða til að gera hluthöfum almennt tilboð um kaup félagsins á eigin hlutum, til dæmis með útboðsfyrirkomulagi, enda sé jafnræðis hluthafa gætt við boð um þátttöku í slíkum viðskiptum. Við endurkaup skal hæsta leyfilega endurgjald fyrir hvern hlut ekki vera hærra en sem nemur verði síðustu óháðu viðskipta eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboði í þeim viðskiptakerfum þar sem viðskipti með hlutina fara fram, hvort sem er hærra. Viðskipti félagsins með eigin hluti skulu tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir. Aðrar eldri heimildir til kaupa á eigin hlutum falla úr gildi við samþykkt heimildar þessarar.“

  

  1. Tillaga stjórnar um breytingar á samþykktum félagsins

Hluthafafundur samþykkti eftirfarandi breytingar á d. lið 4. mgr. 18. gr. samþykkta Skeljungs:

Að fella brott  d)-lið 4. mgr. 18. gr. samþykktanna í heild. Allir stafliðir í 4. mgr. 18. gr. samþykktanna munu haldast óbreyttir, en við staflið „d“ kemur tilgreiningin „[Felld brott]“.

Hluthafafundur samþykkti eftirfarandi breytingar á 3. gr. samþykkta félagsins:

Að breyta orðalagi 3. gr. þannig að greinin hljóði svo:

„Tilgangur félagsins er að eiga og stýra félögum sem eru m.a. á sviði smásölu og heildsölu, rekstur fasteigna, skipa og þjónustustöðva. Ennfremur lána- og fjárfestingastarfsemi og annar atvinnurekstur eða þátttaka í atvinnurekstri, samkvæmt ákvörðun félagsstjórnar.“



  1. Tillaga stjórnar um uppskiptingu rekstrar félagsins og stofnun dótturfélaga

Hluthafafundur samþykkti uppskiptingu rekstrar félagsins og stofnun tveggja dótturfélaga um reksturinn; annað fyrir rekstur starfsemi á einstaklingssviði og hitt fyrir starfsemi á fyrirtækjasviði. 



  1. Önnur mál

Engin önnur mál voru löglega upp borin á fundinum og var honum slitið kl. 17:02.

Önnur gögn frá hluthafafundi má finna á: .

*             *             *



EN
07/10/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Styrkás signs an agreement to acquire Hrei...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Styrkás signs an agreement to acquire Hreinsitækni and HRT Þjónusta Styrkás hf., a company 45.7% owned by SKEL, has today signed an agreement to acquire all shares in Hreinsitækni ehf., HRT þjónustu ehf., and related companies. The share purchase agreement is subject to customary conditions, including the approval of the Icelandic Competition Authority. The Hreinsitækni group is a leading provider of environmental and infrastructure services for municipalities and businesses, with facilities and an equipment fleet in four regions of Iceland. The group employs ap...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Styrkás undirritar samning um kaup á Hrein...

SKEL fjárfestingafélag hf.: Styrkás undirritar samning um kaup á Hreinsitækni og HRT þjónustu Styrkás hf., félag í 45,7% eigu SKEL, undirritaði í dag samning um kaup á öllu hlutafé í Hreinsitækni ehf., HRT þjónustu ehf. og tengdum félögum. Kaupsamningurinn er háður hefðbundnum fyrirvörum, þ.á m. um samþykki Samkeppniseftirlits. Samstæða Hreinsitækni er leiðandi í umhverfis- og innviðaþjónustu fyrir sveitarfélög og fyrirtæki. Félagið hefur aðstöðu og tækjaflota í fjórum landshlutum og fjöldi starfsmanna er um 150 manns. Velta samstæðunnar árið 2024 nam um 5 ma.kr. og hagnaður eftir afskrift...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Results of shareholders' meeting

SKEL fjárfestingafélag hf.: Results of shareholders' meeting Attached are the results of the shareholders’ meeting of SKEL fjárfestingafélag hf., held today, Tuesday, 4 November 2025. Further information is available from Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, CEO, at Attachment

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Niðurstöður hluthafafundar

SKEL fjárfestingafélag hf.: Niðurstöður hluthafafundar Meðfylgjandi eru niðurstöður hluthafafundar SKEL fjárfestingafélags hf. sem haldinn var í dag, þriðjudaginn 4. nóvember 2025. Nánari upplýsingar veitir Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason, forstjóri, . Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Tilkynning eftir þriðja ársfjórðung 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Tilkynning eftir þriðja ársfjórðung 2025 Meðfylgjandi er tilkynning Skel fjárfestingafélags hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2025.  Sé óskað eftir nánari upplýsingum eða fundi vinsamlegast sendið tölvupóst . Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch