SKEL Skeljungur hf.

Skeljungur hf.: Niðurstöður yfirtökutilboðs Strengs hf. til hluthafa Skeljungs hf.

Skeljungur hf.: Niðurstöður yfirtökutilboðs Strengs hf. til hluthafa Skeljungs hf.

Þann 6.desember 2020 gerði Strengur hf. hluthöfum Skeljungs hf. yfirtökutilboð, í samræmi við ákvæði X. og XI. kafla laga nr. 108/2007 um verðbréfaviðskipti, með þeim skilmálum og skilyrðum sem fram komu í opinberu tilboðsyfirliti dagsettu þann sama dag. Gildistími yfirtökutilboðsins var til kl. 16:00 þann 4. janúar 2021. Hluthafar sem áttu samtals 50.744.588 hluti í Skeljungi hf. tóku tilboðinu, eða sem nemur 2,56% hlutafjár í félaginu.

Strengur hf. og tengdir aðilar fóru með atkvæðisrétt 754.639.578 hluta í Skeljungi hf. eða sem nemur um 38% atkvæða í félaginu fyrir tilboðið. Í kjölfar uppgjörs tilboðsins munu Strengur hf. og tengdir aðilar eiga 805.384.166 hluti og munu því fara með 40,56% atkvæða við uppgjör viðskipta eða 41,60% atkvæða þegar leiðrétt hefur verið fyrir eigin hlutum.

Fyrirtækjaráðgjöf Arion banka og Fyrirtækjaráðgjöf Íslandsbanka voru umsjónaraðilar yfirtökutilboðsins fyrir hönd Strengs hf. Greiðsla verður innt af hendi til þeirra tilboðshafa sem samþykktu tilboðið, eigi síðar en mánudaginn 11. janúar 2021.

„Strengur hefur í tilboðsyfirliti, yfirlýsingum út á markaðinn og á fundum ráðgjafa Strengs með öðrum hluthöfum lýst fyrirætlunum sínum með ítarlegum hætti. Með tilboðinu fengu þeir hluthafar sem ekki deildu þeirri sýn tækifæri til að selja bréf sín með álagi m.v. síðasta viðskiptadag fyrir gerð tilboðsins. Strengur þakkar öðrum hluthöfum það traust og þá trú sem þeir hafa á þeirri vegferð sem kynnt hefur verið.  Strengur mun í krafti atkvæða sinna fylgja eftir þeirri sýn, öllum hluthöfum Skeljungs til hagsbóta" segir Jón Ásgeir Jóhannesson, stjórnarformaður Strengs hf. og Skeljungs hf.



EN
05/01/2021

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Trading statement Q3 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Trading statement Q3 2025 Enclosed is the trading statement of Skel fjárfestingafélag hf. for the third quarter of 2025.  For further information, or to request a meeting, please contact    Attachment

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Tilkynning eftir þriðja ársfjórðung 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Tilkynning eftir þriðja ársfjórðung 2025 Meðfylgjandi er tilkynning Skel fjárfestingafélags hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2025.  Sé óskað eftir nánari upplýsingum eða fundi vinsamlegast sendið tölvupóst . Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025 The shareholders’ meeting of SKEL will be held at 4:00 PM on Tuesday, November 4, 2025, in Ballroom B at the Reykjavík Edition, Austurbakki 2, 101 Reykjavík. Attached are the meeting agenda and the final proposals to be presented at the meeting. The proposals and agenda are unchanged from those announced when the meeting was called on October 14.  All meeting materials can be found on the company’s website: . For further information, please send an email to . Attachments ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hluthafafundar 4. nóvember 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hluthafafundar 4. nóvember 2025 Hluthafafundur SKEL verður haldinn kl. 16:00, þriðjudaginn 4. nóvember 2025 í Ballroom B salnum á Reykjavík Edition, Austurbakka 2, 101 Reykjavík. Viðfest er dagskrá fundarins og endanlegar tillögur sem lagðar verða fyrir fundinn. Tillögurnar og dagskráin eru óbreyttar frá því að boðað var til fundarins 14. október sl.  Öll fundargögn má finna á heimasíðu félagsins:  Sé óskað eftir nánari upplýsingum vinsamlegast sendið tölvupóst á . Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025 The Board of SKEL convenes a shareholders’ meeting at 16:00, Tuesday, 4 November 2025, in Ballroom B at the Reykjavík Edition, Austurbakki 2, 101 Reykjavík. Attached are the meeting agenda, the notice of meeting, and the Board’s proposals for the meeting. All meeting materials can be found on the company’s website: See below a statement from the Board regarding the shareholders’ meeting: “At the annual general meeting of SKEL fjárfestingafélag hf. on 6 March 2025, shareholders approved that the company would pay a divide...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch