Skeljungur hf.: Nýr samningur um viðskiptavakt við Íslandsbanka hf.
Skeljungur hf. hefur gert nýjan samning um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í Skeljungi hf. við Íslandsbanka hf. og tekur hann gildi 9. apríl 2021. Þessi samningur kemur í stað eldri samnings við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt sem gerður var í mars 2020. Samningurinn er í samræmi við ákvæði 116. gr. laga um verðbréfaviðskipti nr. 108/2007. Skeljungur hf. hefur hins vegar sagt upp samningi sínum við Arion banka hf. um viðskiptavakt með hlutabréf í Skeljungi hf., sem var einnig frá mars 2020, og tekur uppsögnin gildi frá og með 9. apríl 2021.
Tilgangurinn með viðskiptavaktinni er að efla viðskipti með hlutabréf félagsins í Kauphöll Nasdaq Iceland í því skyni að seljanleiki hlutabréfa félagsins aukist, markaðsverð skapist og verðmyndun hlutabréfanna verði með skilvirkum og gagnsæjum hætti.
Íslandsbanki hf. skuldbindur sig sem viðskiptavaki til að setja daglega fram kaup- og sölutilboð á Nasdaq Iceland í hlutabréf Skeljungs hf. Samningurinn við bankann kveður á um að lágmarksfjárhæð kaup- og sölutilboða sé 500.000 kr. að nafnvirði og hámarksfjárhæð heildarviðskipta bankanna, dag hvern, 20.000.000 kr.
Hámarksmunur á kaup- og sölutilboðum er 2,5% og skal frávik frá síðasta viðskiptaverði ekki vera meira en 3% .
Nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs, .