SKEL Skeljungur hf.

Skeljungur hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Skeljungur hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun

Í 12. og 13. viku 2020, keypti félagið 7.000.000 eigin hluti fyrir 52.850.000 kr. eins og hér segir: 

DagsetningTímasetning viðskiptaKeyptir hlutirViðskiptaverð (gengi)Kaupverð (kr)
19.3.202014:44:25  1.000.0007,55  7.550.000 
20.3.202013:49:18  1.000.0007,7  7.700.000 
20.3.202015:21:33  500.0007,7  3.850.000 
23.3.202009:33:41  1.500.0007,7  11.550.000 
24.3.202015:05:54  1.500.0007,4  11.100.000 
25.3.202010:56:00  1.500.0007,4  11.100.000 
Samtals   7.000.000    52.850.000 

Um er að ræða kaup félagsins á eigin hlutum í samræmi við endurkaupaáætlun félagsins, sem tilkynnt var um í Kauphöll þann 18. mars 2020. Markmið áætlunarinnar er að lækka útgefið hlutafé félagsins.

Skeljungur keypti í viku 12. og 13. samtals 7.000.000 hluti í félaginu. Kaupverð hinna keyptu hluta nemur samtals kr. 52.850.000 sem samsvarar 21,14% af þeirri fjárhæð sem að hámarki verður keypt fyrir.

Þegar tilkynnt var um framkvæmd endurkaupaáætlunar átti Skeljungur 166.356.181 eigin hluti, eða sem nam 7,7% af útgefnu hlutafé í félaginu. Á aðalfundi félagsins 5. mars 2020 var samþykkt að lækka hlutafé félagsins úr kr. 2.152.031.847 að nafnvirði í kr. 1.985.675.666 að nafnverði, með þeim hætti að hlutir félagsins að nafnverði kr. 166.356.181 yrðu ógiltir. Sú lækkun var skráð hjá fyrirtækjaskrá RSK þann 19. mars 2020. Fyrir kaupin átti Skeljungur því enga hluti í félaginu eða 0% af útgefnu hlutafé.

Skeljungur á nú samtals 7.000.000 hluti, eða 0,35% af heildarhlutafé félagsins.

Samkvæmt endurkaupaáætluninni má heildarkaupverð ekki vera hærra en kr. 250.000.000, með þeim fyrirvara að félagið ásamt dótturfélögum þess mega mest eiga 10% hlutafjár þess. Endurkaupaáætlunin verður í gildi fram að aðalfundi félagsins 2021, nema skilyrði um hámarkskaup verði uppfyllt fyrir þann tíma. Endurkaupaáætlunin er framkvæmd í samræmi við lög nr. 2/1995 um hlutafélög og viðauka við reglugerð um innherjaupplýsingar og markaðssvik nr. 630/2005.

Nánari upplýsingar veitir Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasviðs,



Skeljungur er orkufyrirtæki sem selur vörur og þjónustu á Íslandi, í Færeyjum og á Norður-Atlantshafinu. Meginstarfsemi félagsins er innflutningur, birgðahald, sala og dreifing á eldsneyti og eldsneytistengdum vörum og smásala. Félagið starfrækir 76 eldsneytisstöðvar og 6 birgðastöðvar á Íslandi og í Færeyjum. Auk þess selur félagið áburð og efnavörur á Íslandi og rekur verslanir og þjónustar og selur olíu til húshitunar í Færeyjum. Viðskiptavinir Skeljungs spanna frá einstaklingum til fyrirtækja, í sjávarútvegi, landbúnaði, flutningum, flugi og til verktaka. Starfsemin er rekin undir merkjunum Skeljungur, Orkan, Kvikk og Magn. Meginmarkmið Skeljungs er að þjóna orkuþörf einstaklinga og fyrirtækja á hagkvæman og öruggan máta í sátt við umhverfi sitt.

EN
26/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Skeljungur hf.

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Trading statement Q3 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Trading statement Q3 2025 Enclosed is the trading statement of Skel fjárfestingafélag hf. for the third quarter of 2025.  For further information, or to request a meeting, please contact    Attachment

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Tilkynning eftir þriðja ársfjórðung 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Tilkynning eftir þriðja ársfjórðung 2025 Meðfylgjandi er tilkynning Skel fjárfestingafélags hf. vegna þriðja ársfjórðungs 2025.  Sé óskað eftir nánari upplýsingum eða fundi vinsamlegast sendið tölvupóst . Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025 The shareholders’ meeting of SKEL will be held at 4:00 PM on Tuesday, November 4, 2025, in Ballroom B at the Reykjavík Edition, Austurbakki 2, 101 Reykjavík. Attached are the meeting agenda and the final proposals to be presented at the meeting. The proposals and agenda are unchanged from those announced when the meeting was called on October 14.  All meeting materials can be found on the company’s website: . For further information, please send an email to . Attachments ...

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hluthafafundar 4. nóvember 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Hluthafafundar 4. nóvember 2025 Hluthafafundur SKEL verður haldinn kl. 16:00, þriðjudaginn 4. nóvember 2025 í Ballroom B salnum á Reykjavík Edition, Austurbakka 2, 101 Reykjavík. Viðfest er dagskrá fundarins og endanlegar tillögur sem lagðar verða fyrir fundinn. Tillögurnar og dagskráin eru óbreyttar frá því að boðað var til fundarins 14. október sl.  Öll fundargögn má finna á heimasíðu félagsins:  Sé óskað eftir nánari upplýsingum vinsamlegast sendið tölvupóst á . Viðhengi

 PRESS RELEASE

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025

SKEL fjárfestingafélag hf.: Shareholders’ Meeting 4 November 2025 The Board of SKEL convenes a shareholders’ meeting at 16:00, Tuesday, 4 November 2025, in Ballroom B at the Reykjavík Edition, Austurbakki 2, 101 Reykjavík. Attached are the meeting agenda, the notice of meeting, and the Board’s proposals for the meeting. All meeting materials can be found on the company’s website: See below a statement from the Board regarding the shareholders’ meeting: “At the annual general meeting of SKEL fjárfestingafélag hf. on 6 March 2025, shareholders approved that the company would pay a divide...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch