SVN SILDARVINNSLAN

Kaup Síldarvinnslunnar á Ice Fresh Seafood ehf. ganga til baka

Kaup Síldarvinnslunnar á Ice Fresh Seafood ehf. ganga til baka

Stjórn Síldarvinnslunnar hf. hefur samþykkt beiðni Samherja hf. um að kaup félagsins á helmingshlut í sölufyrirtækinu Ice Fresh Seafood ehf. gangi til baka.

Tilkynnt var um kaupin 26. september í fyrra með hefðbundnum fyrirvara um samþykki Samkeppniseftirlitsins.

Að mati stjórnar Síldarvinnslunnar hf. hefur Samkeppniseftirlitið farið offari við skoðun málsins og gagnabeiðnir í engu samræmi við umgjörð viðskiptanna, sérstaklega í því ljósi að eingöngu er um að ræða sölu afurða á erlendum mörkuðum. Því líti út fyrir að gagnaöflunin sé farin að snúast um annað og meira en umrædd viðskipti.

Síldarvinnslan hf. hefur afhent Samkeppniseftirlitinu öll gögn sem óskað hefur verið eftir og eru á forræði félagsins. Mikill vilji var til að klára þessi viðskipti enda aðdragandinn langur og ávinningur fyrir íslenskan sjávarútveg augljós.

Ákvörðun stjórnar Síldarvinnslunnar hf. er tekin með hagsmuni félagsins í huga. Er það ekki síst vegna viðamikilla verkefna í kringum starfsemi Vísis ehf. í Grindavík en í liðinni viku hófst enn á ný eldgos í námunda við bæjarfélagið.

Er það mat stjórnar Síldarvinnslunnar hf. að farsælast sé um þessar mundir að beina athygli og orku stjórnenda að brýnni verkefnum í bolfiskhluta starfseminnar. Þegar félagið sér fyrir endann á þeim verður unnt að taka fyrirkomulag sölu- og markaðsmála aftur til skoðunar.

Það er einnig mat stjórnenda Síldarvinnslunnar hf. að íslensk sjávarútvegsfyrirtæki þurfi að styrkja stöðu sína til að viðhalda samkeppnishæfni íslensks sjávarútvegs í alþjóðlegu viðskiptaumhverfi, þar sem hlutdeild Íslands er agnarsmá. Þessi munur hefur farið vaxandi undanfarið þar sem erlend sjávarútvegsfyrirtæki, sem eru í samkeppni við íslensku fyrirtækin á erlendum mörkuðum um sölu sjávarafurða, stækka stöðugt og auka umsvif sín. Sama gildir um einstaka kaupendur.

Nauðsynlegt er fyrir íslenskan sjávarútveg í heild sinni að mæta þessum áskorunum erlendis með því að styrkja alþjóðleg sölufyrirtæki, sem geta keppt við þessa risa á grundvelli afhendingaröryggis, verðs og gæða.

Frekari upplýsingar veitir Gunnþór Ingvason forstjóri í síma 470 7000.



EN
02/06/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SILDARVINNSLAN

 PRESS RELEASE

Síldarvinnslan: Fyrsti ársfjórðungur 2025

Síldarvinnslan: Fyrsti ársfjórðungur 2025 Lítil loðnuvertíð, 3000 tonn af afurðum fryst á háum verðum.Væntingar voru um stærri vertíð, niðurstaðan vonbrigði.Kolmunnaveiðar rólegri en árið 2024.Frystitogarinn Blængur fiskað vel og verð góð.Ísfiskskipin fiskuðu ágætlega á fjórðungnum. Þó meira fyrir veiðunum haft, bæði á þorski og ýsu.Landvinnsla í Grindavík gengið að mestu án raskana.Mikill framleiðsluaukning hjá Arctic Fish en þrátt fyrir það lækkuðu tekjur og afkoma versnaði vegna lakari afurðaverða. Helstu niðurstöður úr fjárhagsuppgjöri tímabilsins  Hagnaður tímabilsins nam 7,3 m USD.R...

 PRESS RELEASE

Síldarvinnslan hf. birtir afkomu fyrsta ársfjórðungs 2025 fimmtudaginn...

Síldarvinnslan hf. birtir afkomu fyrsta ársfjórðungs 2025 fimmtudaginn 22. maí 2025 eftir lokun markaða Síldarvinnslan hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á fimmtudaginn kemur 22. maí. Fjárfestakynning verður þann sama dag kl. 16:00 og verður hún eingöngu send út á vefstreymi. Vefstreymið má nálgast á .  Fjárfestum er velkomið að senda spurningar fyrir og á meðan á fundi stendur á netfangið . Uppgjörsgögn verður hægt að nálgast á fjárfestasíðu Síldarvinnslunnar, .  Nánari upplýsingar veitir Gunnþór Ingvason í síma 470-7000 eða á .

 PRESS RELEASE

Síldarvinnslan hf. – Minnisblað um áhrif frumvarps um veiðigjald

Síldarvinnslan hf. – Minnisblað um áhrif frumvarps um veiðigjald Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar hf. hefur tekið saman minnisblað þar sem er farið yfir þau áhrif sem frumvarp um veiðigjald geti haft á félagið og íslenskan sjávarútveg. Markmið með minnisblaðinu er að taka saman staðreyndir fyrir hagaðila, þar á meðal ríkisstjórn, þingmenn og hluthafa félagsins til að meta framkomnar tillögur um breytingar á lögum um veiðigjald með raunhæfum hætti og út frá réttum tölum og forsendum. Nánari upplýsingar veitir Gunnþór Ingvason í síma 470-7000 eða á . Viðhengi ...

 PRESS RELEASE

Síldarvinnslan hf. – Niðurstöður aðalfundar 20. mars 2025 og útgáfa sa...

Síldarvinnslan hf. – Niðurstöður aðalfundar 20. mars 2025 og útgáfa samfélagsskýrslu Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. var haldinn í Safnahúsinu í Neskaupstað og rafrænt þann 20. mars 2025. Mætt var fyrir 91,89 % atkvæða. Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum fundarins: Ársreikningur Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Tillaga um greiðslu arðs Samþykkt var að arðgreiðsla á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,27 kr. á hlut eða 2.349,4 milljónir kr. (um 17 milljónir USD á lokagengi ársins 2024). Arðurinn verður greiddur 26. mars 2025. Réttur hluthafa til arðgreið...

 PRESS RELEASE

Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. Frambjóðendur til stjórnar, endanlega...

Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. Frambjóðendur til stjórnar, endanlegar tillögur og dagskrá aðalfundar 2025 Fundurinn er haldinn rafrænt og í Safnahúsinu Neskaupstað þann 20. mars 2025 kl. 14. Meðfylgjandi eru upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar félagsins sem eru í kjöri á aðalfundinum 20. mars 2025. Framboðsfrestur er útrunninn. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur fimm menn í stjórn og tvo til vara. Fimm einstaklingar eru í kjöri til aðalstjórnar en tveir til varastjórnar og er því sjálfkjörið í stjórn. Í kjöri til aðalstjórnar eru: Anna Guðmundsdóttir, fjármálastjóriBald...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch