SVN SILDARVINNSLAN

Síldarvinnslan: Uppgjör þriðja ársfjórðungs og fyrstu níu mánuði ársins 2024

Síldarvinnslan: Uppgjör þriðja ársfjórðungs og fyrstu níu mánuði ársins 2024

  • Heilt yfir er fjórðungurinn góður.
  • Makrílvertíðin gekk vel.
  • Síldarvertíð er í fullum gangi og gengur vel.
  • Markaðir fyrir uppsjávarafurðir hafa verið sterkir og verð góð.
  • Bolfiskvinnslur félagsins í Grindavík hafa verið á fullum afköstum frá 1. september.
  • Bolfiskflotinn fiskaði vel í upphafi nýs kvótaárs og hefur verið góð þorskveiði út af Austfjörðum og fiskurinn vel haldinn.
  • Frystitogarinn Blængur var með góða túra á fjórðungnum.
  • Gott ástand á flestum mörkuðum.

Helstu niðurstöður úr fjárhagsuppgjöri tímabilsins

  • Hagnaður tímabilsins á þriðja ársfjórðungi nam 19,1 m USD og 28,4 m USD á fyrstu níu mánuðum ársins.
  • Rekstrartekjur námu 95,1 m USD á þriðja ársfjórðungi og 236,8 m USD á fyrstu níu mánuðum ársins.
  • EBITDA var 32,3 m USD eða 33,9% á þriðja ársfjórðungi og 58,0 m USD eða 24,5% á fyrstu níu mánuðum ársins.
  • Heildareignir samstæðunnar í lok tímabilsins námu 1.097,1 m USD og eiginfjárhlutfall var 59,6%.

Rekstur

Tekjur á þriðja ársfjórðungi námu 95,1 m USD og 236,8 m USD á fyrstu níu mánuðum ársins samanborið við 106,8 m USD á þriðja ársfjórðungi 2023 og 317,9 m USD á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Rekstrartekjur drógust saman um 11,7 m USD á þriðja ársfjórðungi miðað við sama tímabil árið 2023, eða um 11,0%. Tekjusamdrátturinn á fjórðungnum skýrist einkum af því að minna var veitt af síld og makríl á fjórðungnum en árið 2023.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) á þriðja ársfjórðungi nam 32,3 m USD eða 33,9% af rekstrartekjum, en á þriðja ársfjórðungi 2023 var EBITDA 35,7 m USD eða 33,4% af rekstrartekjum. EBITDA dregst því saman um 3,4 m USD á milli tímabila. Á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 var EBITDA 58,0 m USD eða 24,5%. Til samanburðar var hún 96,4 m USD eða 30,3% á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.

Hagnaður fyrir tekjuskatt var 24,1 m USD samanborið við 26,3 m USD á þriðja fjórðungi 2023. Á fyrstu níu mánuðum ársins var hagnaður fyrir tekjuskatt 35,8 m USD samanborið við 79,3 m USD á fyrstu níu mánuðum ársins 2023. Tekjuskattur var 5,0 m USD og hagnaður þriðja ársfjórðungs 2024 nam því 19,1 m USD samanborið við 20,1 m USD hagnað þriðja fjórðungs 2023. Hagnaður á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 var 28,4 m USD samanborið við 62,8 m USD á fyrstu níu mánuðum ársins 2023.

Efnahagur

Heildareignir námu 1.097.1 m USD í lok september 2024. Þar af voru fastafjármunir 885,7 m USD og veltufjármunir 211,4 m USD. Í lok árs 2023 námu heildareignir 1.098,9 m USD og þar af voru fastafjármunir 889,3 m USD og veltufjármunir 209,6 m USD.

Fastafjármunir dragast saman um 3,6 m USD en veltufjármunir aukast um 1,9 m USD.

Fjárhagsstaða félagsins er sterk og nam eigið fé 653,4 m USD í lok september 2024 og var eiginfjárhlutfall 59,6%. Samanborið nam eigið fé í lok árs 2023 alls 644,5 m USD og eiginfjárhlutfallið 58,6%.

Heildarskuldir og -skuldbindingar félagsins voru 443,7 m USD og lækkuðu um 10,7 m USD frá áramótum. Vaxtaberandi skuldir voru 286,1 m USD í lok tímabilsins og lækkuðu um 18,6 m USD frá áramótum.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 54,6 m USD á fyrstu níu mánuðum ársins 2024 en var 53,5 m USD á fyrstu níu mánuðum ársins 2024. Fjárfestingahreyfingar voru neikvæðar um 6,0 m USD og fjármögnunarhreyfingar neikvæðar um 43,4 m USD. Handbært fé í lok tímabilsins nam 87,1 m USD.

Meginniðurstöður í íslenskum krónum á þriðja ársfjórðungi og fyrstu níu mánuðum ársins 2024

Séu niðurstöður rekstrarreiknings ársfjórðungsins og fyrstu níu mánaða ársins 2024 reiknaðar í íslenskum krónum á meðalgengi tímabilsins (1 USD=138 kr) voru rekstrartekjur ársfjórðungsins 13,1 milljarður, EBITDA 4,5 milljarðar og hagnaður 2,6 milljarðar. Fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024 námu rekstrartekjur 32,7 milljörðum, EBITDA 8,0 milljörðum og hagnaður 3,9 milljörðum. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar í íslenskum krónum á gengi 30. september 2024 (1 USD=134,6 kr) námu eignir samtals 147,7 milljörðum, skuldir 59,7 milljörðum og eigið fé 88,0 milljörðum.

Samþykkt árshlutareiknings

Árshlutauppgjör fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2024 var samþykkt á stjórnarfundi Síldarvinnslunnar 21. nóvember 2024. Árshlutareikningurinn er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS - International Financial Reporting Standards).

Kynningarfundur 21. nóvember 2024

Rafrænn kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn á vefstreymi fimmtudaginn 21. nóvember klukkan 16:15. Streymið verður aðgengilegt á vefsíðu Síldarvinnslunnar . Streymið verður einnig aðgengilegt á streymisrás Síldarvinnslunnar á YouTube Þá verður hægt að senda spurningar á netfangið  og reynt verður að svara þeim á kynningarfundinum eftir fremsta megni.

Frá forstjóra

Reksturinn á ársfjórðungnum var góður. Makrílveiðin gekk vel framan af og fiskuðu skipin vel í íslenskum sjó í júlí. Veiðin datt snögglega niður í ágúst og var minna veitt í Smugunni en áður. Meira var unnið af makrílnum til manneldis en undanfarin tvö ár og helgast það fyrst og fremst af aðstæðum á manneldisafurðamörkuðum. Eins hafa mjöl- og lýsisverð gefið eftir í sumar eftir að stórir kvótar voru gefnir út í Perú sem veldur auknu framboði. Síldveiðar út af Austfjörðum í september gengu mjög vel. Lítið hefur þurft að hafa fyrir veiðunum og hefur verið lögð mikill áhersla á að frysta sem mest til manneldis. Það var töluverður samdráttur í norsk-íslenska síldarkvótanum milli ára og veiddu skipin því minna af síld á fjórðungnum en árið 2023. Á móti eru markaðir fyrir síldarafurðir töluvert sterkari en árið 2023.

Sumarið er rólegasti tíminn í bolfiskvinnslunum og fóru vinnslunrnar af stað seinni partinn í ágúst. Framleiðslan í september hefur gengið vel bæði í saltfiskvinnslunni og frystihúsinu í Grindavík og hafa þær verið nánast á sömu afköstum og fyrir jarðhræringar. Það er ljóst að óvissan og áhættan sem stafar af jarðhræringum á svæðinu er enn til staðar. Fáir starfsmenn búa í Grindavík en hafa keyrt til vinnu frá nágrannasveitarfélögum.

Eldgos sem hófst í gær við Grindavík mun líklegast hafa óveruleg áhrif á starfsemi félagsins en stefnt er að því að vinnsla félagsins hefjist á morgun.

Frystitogarinn Blængur gerði góða túra í sumar. Heilt yfir eru verð á öllum helstu bolfiskafurðum að hækka. Er það ekki síst rakið til mikils kvótasamdráttar í Barentshafinu.

Upphafsráðgjöf í loðnu fyrir vertíðina 2025 veldur vonbrigðum og er ljóst að annað loðnulausa árið í röð yrði þungt högg, ekki síst á markaðshliðinni. Lítið vantar upp á mælinguna svo hægt væri að gefa út kvóta. Mikilvægi loðnu fyrir fyrirtækin og samfélagið allt þarf ekki að fjölyrða um. Kom fram í erindi frá Aðalhagfræðingi Landsbankans nýverið að meðal loðnuvertíð geti aukið hagvöxt um 0,5 til 1%.   Því mikilvægt að menn leggi sig fram við rannsóknir í vetur fyrir komandi vertíð.

Við erum að sjá afkomubata og góðan gang hjá Arctic Fish og trúum því að fiskeldið eigi eftir að skipta sköpum í aukinni verðmætasköpun þjóðarinnar. Með því fjölgum við tekjustoðum samfélagsins og styðjum við aukinn hagvöxt.

Almennt er gott útlit á okkar helstu mörkuðum og eftirspurn góð. Verð hafa verið að styrkjast á uppsjávarafurðum og bolfiskafurðum. Það er helst pressa á mjöl- og lýsisafurðum sem rekja má til 2,5m tonna kvótans sem var gefinn út í Perú og veldur auknu framboði.

Það liggur fyrir að það er talsverður samdráttur í tekjum og EBITDA á fyrstu níu mánuðum ársins. Er það fyrst og fremst rakið til loðnubrestsins þetta árið. Eins hafa jarðhræringar í Grindavík sett strik í reikninginn. Við teljum okkur engu að síður geta staðið við afkomuspánna sem gefin var út um að EBITDA ársins verði milli 74 til 84 milljónir USD.

Til að ná megi metnaðarfullum markmiðum um aukna verðmætasköpun þurfum við fyrirsjáanleika til framtíðar.   Sjávarútvegurinn er í alþjóðlegri samkeppni því þarf að standa vörð um samkeppnishæfni greinarinnar.

Fjárhagsdagatal





Ársuppgjör 2024 – 6. mars 2025

Aðalfundur 2025 – 20. mars 2025

1. ársfjórðungur 2025 – 22. maí 2025

2. ársfjórðungur 2025 – 28. ágúst 2025

3. ársfjórðungur 2025 – 27. nóvember 2025

Ársuppgjör 2025 – 5. mars 2026

Nánari upplýsingar

Gunnþór B. Ingvason, forstjóri

Viðhengi



EN
21/11/2024

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SILDARVINNSLAN

 PRESS RELEASE

Síldarvinnslan hf. birtir afkomu fyrsta ársfjórðungs 2025 fimmtudaginn...

Síldarvinnslan hf. birtir afkomu fyrsta ársfjórðungs 2025 fimmtudaginn 22. maí 2025 eftir lokun markaða Síldarvinnslan hf. birtir uppgjör fyrsta ársfjórðungs 2025 eftir lokun markaða á fimmtudaginn kemur 22. maí. Fjárfestakynning verður þann sama dag kl. 16:00 og verður hún eingöngu send út á vefstreymi. Vefstreymið má nálgast á .  Fjárfestum er velkomið að senda spurningar fyrir og á meðan á fundi stendur á netfangið . Uppgjörsgögn verður hægt að nálgast á fjárfestasíðu Síldarvinnslunnar, .  Nánari upplýsingar veitir Gunnþór Ingvason í síma 470-7000 eða á .

 PRESS RELEASE

Síldarvinnslan hf. – Minnisblað um áhrif frumvarps um veiðigjald

Síldarvinnslan hf. – Minnisblað um áhrif frumvarps um veiðigjald Gunnþór Ingvason forstjóri Síldarvinnslunnar hf. hefur tekið saman minnisblað þar sem er farið yfir þau áhrif sem frumvarp um veiðigjald geti haft á félagið og íslenskan sjávarútveg. Markmið með minnisblaðinu er að taka saman staðreyndir fyrir hagaðila, þar á meðal ríkisstjórn, þingmenn og hluthafa félagsins til að meta framkomnar tillögur um breytingar á lögum um veiðigjald með raunhæfum hætti og út frá réttum tölum og forsendum. Nánari upplýsingar veitir Gunnþór Ingvason í síma 470-7000 eða á . Viðhengi ...

 PRESS RELEASE

Síldarvinnslan hf. – Niðurstöður aðalfundar 20. mars 2025 og útgáfa sa...

Síldarvinnslan hf. – Niðurstöður aðalfundar 20. mars 2025 og útgáfa samfélagsskýrslu Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. var haldinn í Safnahúsinu í Neskaupstað og rafrænt þann 20. mars 2025. Mætt var fyrir 91,89 % atkvæða. Hér verður gerð grein fyrir helstu niðurstöðum fundarins: Ársreikningur Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Tillaga um greiðslu arðs Samþykkt var að arðgreiðsla á árinu 2024 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,27 kr. á hlut eða 2.349,4 milljónir kr. (um 17 milljónir USD á lokagengi ársins 2024). Arðurinn verður greiddur 26. mars 2025. Réttur hluthafa til arðgreið...

 PRESS RELEASE

Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. Frambjóðendur til stjórnar, endanlega...

Aðalfundur Síldarvinnslunnar hf. Frambjóðendur til stjórnar, endanlegar tillögur og dagskrá aðalfundar 2025 Fundurinn er haldinn rafrænt og í Safnahúsinu Neskaupstað þann 20. mars 2025 kl. 14. Meðfylgjandi eru upplýsingar um frambjóðendur til stjórnar félagsins sem eru í kjöri á aðalfundinum 20. mars 2025. Framboðsfrestur er útrunninn. Samkvæmt samþykktum félagsins kýs aðalfundur fimm menn í stjórn og tvo til vara. Fimm einstaklingar eru í kjöri til aðalstjórnar en tveir til varastjórnar og er því sjálfkjörið í stjórn. Í kjöri til aðalstjórnar eru: Anna Guðmundsdóttir, fjármálastjóriBald...

 PRESS RELEASE

Síldarvinnslan hf. - Endanlegar tillögur og dagskrá aðalfundar 2025

Síldarvinnslan hf. - Endanlegar tillögur og dagskrá aðalfundar 2025 Fundurinn er haldinn rafrænt og í Safnahúsinu Neskaupstað þann 20. mars 2025 kl. 14. Engar breytingar eru á fyrirliggjandi tillögum fyrir fundinn skv. aðalfundarboði. Tillögur eru meðfylgjandi til upplýsinga. Hluthafar eða umboðsmenn hluthafa sem hafa hug á því að sækja fundinn, hvort sem er rafrænt eða á staðnum, þurfa að skrá sig á eigi síðar en kl. 16.00 þann 19. mars 2025, eða degi fyrir fundardag. Með innskráningu þarf að fylgja mynd af skilríkjum og umboð, ef við á. Allar nánari upplýsingar um hluthafafundi...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch