SYN SYN

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025

Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2025.

Rekstrartekjur samstæðunnar námu 5.220 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 5.365 m.kr. á sama tímabili 2024 og dragast saman um 2,7%. Jákvæð þróun er hins vegar í kjarnastarfsemi fjarskipta, þar sem bæði tekjur og fjöldi viðskiptavina aukast á milli ársfjórðunga. Þá hafa tekjur af Stöð 2+ einnig aukist og fjöldi áskrifenda hefur aldrei verið meiri. Auglýsingatekjur lækkuðu um 110 m.kr. milli fyrsta ársfjórðungs 2025 og sama tímabils 2024. Hluti skýrist af einskiptistekjum á fyrra tímabili, en aðalástæðan er umfangsmiklar breytingar á skipulagi einingarinnar til að styrkja reksturinn til framtíðar. Auk þess er samdráttur í reikitekjum vegna lækkunar á tekjum af erlendum ferðamönnum.

EBITDAaL nam 582 m.kr. á fjórðungnum, samanborið við 750 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2024. Til viðbótar við ofangreinda liði var eignfærsla á launakostnaði á tímabilinu 86 m.kr. lægri en á sama tímabili í fyrra.

Fjárfestingar námu 479 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2025, samanborið við 943 m.kr. á sama tímabili í fyrra. Lækkunin skýrist einkum af minni eignfærslu launakostnaðar og því að stórt innleiðingarverkefni var í gangi á sama tímabili árið 2024. Þá vegur einnig inn að sýningaréttargreiðslur dreifast öðruvísi á almanaksárið að þessu sinni með stærri hluta kostnaðar síðar á árinu, einkum vegna Enska boltans.

EBITDAaL að frádregnum fjárfestingum nam 102 m.kr. á ársfjórðungnum samanborið við -193 m.kr. á sama tímabili í fyrra.

Rekstrartap (EBIT) nam 139 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 47 m.kr. rekstrarhagnað á sama tímabili 2024 og er í takti við áætlanir félagsins.

Tap eftir skatta nam 344 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi ársins samanborið við 153 m.kr. tap á sama tímabili 2024.

Afkomuspá félagsins er óbreytt og er gert ráð fyrir að EBIT ársins 2025 verði á bilinu 800-1.200 m.kr. Félagið birtir nú samhliða ársfjórðungsuppgjörinu umfangsmeiri afkomuspá fyrir árið 2025.

Fjárhagsstaða félagsins var styrkt á fjórðungnum þegar gengið var frá framlengingu á lánalínum félagsins.

Hreinar vaxtaberandi skuldir án leiguskuldbindinga námu 5.901 m.kr. í lok ársfjórðungsins sem var lækkun um 215 m.kr. Hreinar vaxtaberandi skuldir með leiguskuldbindingum námu 18.100 m.kr. og lækka um 273 m.kr. frá upphafi árs.

Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri

 „Afkoma fyrsta ársfjórðungs 2025 er í samræmi við áætlanir og endurspeglar bæði áframhaldandi aðlögun okkar að krefjandi markaðsaðstæðum og þá stefnu félagsins að byggja upp sjálfbæran og arðbæran rekstur til framtíðar. Líkt og áður hefur komið fram, gerðum við ráð fyrir kostnaðarþunga vegna innleiðingar nýrrar stefnu, og gert er ráð fyrir að annar ársfjórðungur verði einnig þungur i kostnaði áður en við njótum fulls rekstrarlegs ávinnings af þeim breytingum sem við höfum ráðist í.

Heildartekjur samstæðunnar námu rúmum 5,2 milljörðum króna. Í ljósi þrýstings á hagnaðarhlutföll höfum við ráðist í árangursríkar hagræðingaraðgerðir sem hafa haft jákvæð áhrif á sjóðstreymi og fjármögnunarstöðu félagsins. Félagið hefur markvisst fjárfest í innviðum og tæknilausnum sem styðja við frekari tekjuvöxt á næstu mánuðum. Samruni dótturfélaga, sem nú er í fullum gangi, er þáttur í að einfalda og straumlínulaga rekstur.

Með áherslubreytingum í framsetningu lykiltalna og kynningu á EBITDAaL sem nýjum megin árangursmælikvarða er markmiðið að veita skýrari og gagnsærri mynd af undirliggjandi rekstri. Þetta er liður í að bæta upplýsingagjöf félagsins til fjárfesta og hagsmunaaðila og má gera ráð fyrir að framsetning í uppgjöri fyrri árshelmings verði til frekari bóta í takt við þessa þróun. Í hálfsársuppgjörinu munum við enn fremur birta starfsþáttauppgjör (segment reporting) til að varpa enn skýrara ljósi á frammistöðu einstakra hluta starfseminnar.

Viðskiptavinurinn er ávallt í forgrunni hjá Sýn, sem þjónustar bæði fyrirtæki og einstaklinga víðsvegar um landið í fjarskiptum og fjölmiðlun. Miðlar Sýnar ná til um 74% þjóðarinnar á hverjum degi, seldar eru um 75.000 áskriftir í sjónvarpi og um 100.000 viðskiptavinir eru í reikningsviðskiptum við félagið. Undirbúningur fyrir endurkomu Enska boltans í ágúst er í fullum gangi. Við teljum það mikilvægt sóknarfæri sem styður við markmið okkar um að auka markaðshlutdeild og styrkja arðsemi félagsins á seinni hluta ársins."

Fjárhagsdagatal 2025

Birtingum í fjárhagsdagatalinu hefur verið seinkað um einn dag og munu þær framvegis verða á fimmtudögum.

    • Afkoma 2F 2025                                    28. ágúst 2025
    • Afkoma 3F 2025                                    6. nóvember 2025
    • Afkoma 4F og ársuppgjör 2025            19. febrúar 2026
    • Aðalfundir 2026                                    16. mars 2026

Frekari upplýsingar

  • Sem fyrr verður ekki haldinn fjárfestafundur til að kynna uppgjör 1. ársfjórðungs. Næsti fjárfestafundur verður haldinn 28. ágúst en fjárfestar geta sent fyrirspurnir á eða óskað eftir fundi.
  • Nánari upplýsingar má nálgast á síðu fjárfestatengsla Sýnar á og í fréttakerfi Nasdaq Iceland.



Viðhengi



EN
07/05/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. lýkur sölu á 4G og 5G dreifikerfi til Sendafélagsins ...

Sýn hf.: Sýn hf. lýkur sölu á 4G og 5G dreifikerfi til Sendafélagsins ehf. Eins og fram kom í fyrri kauphallartilkynningu  Sýnar hf. (hér eftir „félagið“ eða  Sýn hf.“) undirrituðu Nova hf. og Sýn hf. þann 30. október 2025 samstarfssamning, sem kvað meðal annars á um fyrirhugað framsal dreifikerfa Nova hf. og Sýnar hf. til Sendafélagsins ehf., kt. 440515-1850, og hluthafasamkomulag varðandi stjórnhætti Sendafélagsins ehf., ákvarðanatöku innan þess félags o.fl. Þá kom fram í fyrri kauphallartilkynningu að þann 12. nóvember 2025 undirrituðu félagið og Sendafélagið ehf. kaupsamning um sölu þes...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Fjárhagsdagatal 2026

Sýn hf.: Fjárhagsdagatal 2026 Sýn hf. mun halda aðalfundi og birta árshluta- og ársuppgjör samkvæmt neðangreindu fjárhagsdagatali:                                                                   Afkoma 4F og ársuppgjör 2025         26. febrúar 2026                                 Aðalfundur                                                     26. mars 2026                                 Afkoma 1F 2026                                         7. maí 2026                                 Afkoma 2F 2026                                         27. ágúst 2026                                ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á Fjárhagsdagatali sem birt var þann 10.07.2025. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 4F og ársuppgjör 2025 og vegna Aðalfundar.                         Afkoma 4F og ársuppgjör 2024                                        20. febrúar 2025Aðalfundur                                                                        14. mars 2025Afkoma 1F 2025                                                                 7. maí 2025Afkoma 2F 2025                                                       ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. fær samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastof...

Sýn hf.: Sýn hf. fær samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf. Mikilvægum  áfanga náð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt flýtimeðferð í máli Sýnar hf. gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf. Málið lýtur að kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu nr. 8/2025 sem varðar flutningsréttarkröfu Símans á áskriftarstöðvum Sýnar. Sýn fagnar því að dómurinn hafi orðið við beiðni um flýtimeðferð enda er um verulega hagsmuni að ræða fyrir viðskiptavini og rekstur félagsins. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf. „Samþykki flýtimeðferðar er mikilvægur áfangi. ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á ...

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á RAN kerfi Sýnar. Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Sendafélagið ehf. (kt. 440515-1850) hafa í dag undirritað kaupsamning um sölu þess fyrrnefnda á 4G og 5G dreifikerfi Sýnar (e. Radio Access Network eða RAN) til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850). Fyrir dreifikerfi Sýnar greiðir Sendafélagið um 963 m.kr., en samhliða kaupsamningi undirrituðu aðilar lánssamning þar sem Sýn veitir lán til Sendafélagsins í formi greiðslufrests á kaupverðinu. Í dag var einnig gengið frá kaupum Sendafélagsins á 4G og 5G búnaði Nova hf., en lík...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch