SYN SYN

Sýn hf.: Afkomuviðvörun – Breyttar horfur fyrir rekstrarárið 2025 – breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn

Sýn hf.: Afkomuviðvörun – Breyttar horfur fyrir rekstrarárið 2025 – breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn

Á haustmánuðum fór fram yfirfærsla viðskiptavina félagsins í nýtt og einfaldara vöruframboð. Yfirfærslan gekk almennt vel en félagið ákvað að gjaldfæra einskiptis 90 m.kr. kostnað til að einfalda reikningagerð í þágu viðskiptavina.

Í áætlunargerð vegna ársins 2025 var lagt til grundvallar að fjölgun viðskiptavina í stökum sjónvarpsáskriftum væri meiri en þeirra sem velja heildræn viðskipti. Aukning heildrænna viðskipta seinkar tekjum á milli ársfjórðunga. Ef forsendur um samsetningu og tímasetningu á sölu hefðu staðist hefðu tekjur verið um 150 m.kr. hærri á þriðja ársfjórðungi.

Tekjur vegna stakra sjónvarpsáskrifta eru umtalsvert undir áætlun. Í því samhengi hefur bráðabirgðaákvörðun Fjarskiptastofu um flutningsrétt markaðsráðandi keppinauts á öllu línulegu sjónvarpsefni Sýnar íþyngjandi áhrif á rekstur og tekjumyndun félagsins. Þá er auglýsingasala og tekjur vegna hlutanets (IoT) áfram undir væntingum.

Breyttar horfur

Ný afkomuspá gerir ráð fyrir að EBITDAaL verði um 3.450 m.kr., fjárfestingar ársins verði um 3.150 m.kr. og að EBITDAaL að frádregnum fjárfestingum verði um 300 m.kr.

Gert er ráð fyrir að rekstrarhagnaður (EBIT) verði um 280 m.kr. á árinu, þar af er gert ráð fyrir um 7 m.kr. á þriðja ársfjórðungi og um 350 m.kr. á fjórða ársfjórðungi.

Afkomuspá sem birt var með árshlutauppgjöri fyrir annan ársfjórðung 2025 þann 26. ágúst sl., gerði ráð fyrir að EBITDAaL yrði á bilinu 4.000-4.200 m.kr., fjárfestingar á bilinu 3.300-3.500 m.kr. og EBIT á bilinu 800-1.000m.kr.

Viðbrögð og aðgerðir

Til að bregðast við seinkun á tekjum og minni áskriftarsölu verður áfram horft til lækkunar á rekstrarkostnaði sem mun skila sér að fullu í byrjun næsta árs. Jafnframt verður lokið við að framselja farnetsdreifikerfi Sýnar til Sendafélagsins, sem mun hafa jákvæð áhrif á sjóðstreymi ársins, sbr. tilkynning Sýnar í kauphöll dags. 21. ágúst 2025.

Í tengslum við lækkun á afkomuspá fyrir árið 2025 hefur verið ákveðið að gera breytingar á skipulagi til að styrkja rekstrargrundvöll félagsins með það að markmiði að auka skilvirkni og bæta þjónustu.

Í ljósi markaðsaðstæðna og skorts á raunhæfum aðgerðum stjórnvalda til að jafna samkeppnisstöðu einkarekinna miðla, annars vegar gagnvart RÚV og hins vegar erlendum efnisveitum og samskiptamiðlum, er félagið að vinna að endurskoðun á tekjumódeli í tengslum við fjölmiðlarekstur félagsins.

Skipulagsbreytingar og breytingar á framkvæmdastjórn

Ákvörðun hefur verið tekin um að Sölu- og þjónustusvið verði sameinað inn á tvö svið. Sölusvið mun sameinast Upplifun viðskiptavina undir heitinu Sölu- og markaðssvið. Guðmundur Halldór Björnsson verður framkvæmdastjóri sviðsins. Þjónustusvið rennur saman við mannauðssvið sem ber eftir breytingu ábyrgð á þjónustu til innri og ytri viðskiptavina og mun heita Þjónustu- og mannauðssvið. Valdís Arnórsdóttir verður framkvæmdastjóri sviðsins.

Í ljósi skipulagsbreytinganna hefur verið gert samkomulag við Gunnar Guðjónsson um að láta af störfum sem framkvæmdastjóri Sölu- og þjónustusviðs. Með þessari breytingu fækkar um einn í framkvæmdastjórn félagsins.

Nánari upplýsingar verða veittar við birtingu árshlutauppgjörs fyrir þriðja ársfjórðung 2025 þann 5. nóvember nk. Upplýsingar um afkomu eru byggðar á mati stjórnenda og bráðabirgðatölum og geta tekið breytingum.

Nánari upplýsingar:

Fyrirspurnir má senda á netfangið .



EN
16/10/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á ...

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á RAN kerfi Sýnar. Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Sendafélagið ehf. (kt. 440515-1850) hafa í dag undirritað kaupsamning um sölu þess fyrrnefnda á 4G og 5G dreifikerfi Sýnar (e. Radio Access Network eða RAN) til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850). Fyrir dreifikerfi Sýnar greiðir Sendafélagið um 963 m.kr., en samhliða kaupsamningi undirrituðu aðilar lánssamning þar sem Sýn veitir lán til Sendafélagsins í formi greiðslufrests á kaupverðinu. Í dag var einnig gengið frá kaupum Sendafélagsins á 4G og 5G búnaði Nova hf., en lík...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025 Krefjandi ársfjórðungur en viðsnúningur í farvatninu Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025. Heildartekjur á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 1,6% milli ára og námu 5.182 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 5.266 m.kr. á sama tímabili 2024. Samdráttur milli tímabila skýrist að mestu af einskiptisáhrifum af yfirfærslu viðskiptavina í nýtt vöruframboð á haustmánuðum, sem hafði neikvæð áhrif á tekjur af sjónvarpsáskriftum og heimatengingum um samtals 90...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreif...

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreifikerfa í sameiginlegt félag, Sendafélagið ehf. Mikilvægum áfanga náð varðandi framtíðarrekstrarfyrirkomulag Sendafélagsins Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Nova hf. (kt. 531205-0810) hafa í dag undirritað samstarfssamning og hluthafasamning sem kveða á um framsal 4G og 5G dreifikerfa (e. Radio Access Network eða RAN) félaganna til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850), í þeim tilgangi að ná fram enn meiri hagræðingu í rekstri þessara innviða og auka fjárfestingargetu. Með gildistöku samstarfssamningsins fellur niður samkomul...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Samningur um viðskiptavakt við Landsbankann hf.

Sýn hf.: Samningur um viðskiptavakt við Landsbankann hf. Sýn hf. („Sýn“) hefur gert samning við Landsbankann hf. („Landsbankinn“) um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í Sýn. Tilgangur samninga um viðskiptavaktir er að efla viðskipti með hlutabréf félags á Nasdaq Iceland með það að markmiði að auka seljanleika hlutabréfa, stuðla að virkari verðmyndun og gagnsæi á markaði. Samningur Sýnar við Landsbankann kveður á um að kaup- og sölutilboð skuli að lágmarki nema 8 milljónum íslenskra króna að markaðsvirði daglega. Hámarksmagn á hverjum degi skal nema 16 milljónum króna að nettó markaðsvi...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkomuviðvörun – Breyttar horfur fyrir rekstrarárið 2025 – br...

Sýn hf.: Afkomuviðvörun – Breyttar horfur fyrir rekstrarárið 2025 – breytingar á skipulagi og framkvæmdastjórn Á haustmánuðum fór fram yfirfærsla viðskiptavina félagsins í nýtt og einfaldara vöruframboð. Yfirfærslan gekk almennt vel en félagið ákvað að gjaldfæra einskiptis 90 m.kr. kostnað til að einfalda reikningagerð í þágu viðskiptavina. Í áætlunargerð vegna ársins 2025 var lagt til grundvallar að fjölgun viðskiptavina í stökum sjónvarpsáskriftum væri meiri en þeirra sem velja heildræn viðskipti. Aukning heildrænna viðskipta seinkar tekjum á milli ársfjórðunga. Ef forsendur um samsetnin...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch