SYN SYN

Sýn hf.: Framkomin framboð – breytt tillaga að starfskjarastefnu – fyrirkomulag aðalfundar

Sýn hf.: Framkomin framboð – breytt tillaga að starfskjarastefnu – fyrirkomulag aðalfundar

Eftirtalin gefa kost á sér til stjórnar, varastjórnar og tilnefningarnefndar Sýnar á aðalfundi, sem haldinn verður föstudaginn 20. mars 2020 kl. 10:00.

Framboð til aðalstjórnar:

*  Hjörleifur Pálsson

*  Tanya Zharov

*  Sigríður Vala Halldórsdóttir

*  Petrea Ingileif Guðmundsdóttir

*  Hilmar Þór Kristinsson

Framboð til varastjórnar:

*  Óli Rúnar Jónsson

*  Þyri Dröfn Konráðsdóttir

Framboðsfrestur er nú útrunninn og hefur stjórn félagsins staðfest lögmæti framboðanna. Í samþykktum Sýnar hf. kemur fram að fimm skipa stjórn félagsins og tveir sitja í varastjórn. Verður því sjálfkjörið í báðum tilvikum.

Framboð til tilnefningarnefndar:

Í samræmi við starfsreglur stjórnar og starfsreglur tilnefningarnefndar gefst hluthöfum jafnframt tækifæri á að kjósa tvo af þremur í tilnefningarnefnd. Þriðji meðlimur í tilnefningarnefnd er tilnefndur af stjórn félagsins.

Framboð til tilnefningarnefndar:

*  Ragnheiður S. Dagsdóttir

*  Þröstur Olaf Sigurjónsson

Þar sem einungis tvö framboð til tilnefningarnefndar bárust innan framboðsfrests verða þeir nefndarmenn sem kosnir eru af aðalfundi félagsins sjálfkjörnir.

Breytt tillaga að starfskjarastefnu:

Í viðhengi er að finna endanlegar tillögur stjórnar, sem og tillögu að starfskjarastefnu.  Vakin er athygli á að lagt er til að 4. gr. starfskjarastefnunnar verði breytt á þann veg að árangurstengdar greiðslur geti að hámarki numið fjögurra mánaða grunnlaunum hlutaðeigandi stjórnanda eða lykilstarfsmanns.

Fyrirkomulag aðalfundar:

Fundurinn verður aðalstöðvum félagsins, að Suðurlandsbraut 8, 108 Reykjavík. Öllum tilmælum Landlæknis um fundarhald verður að sjálfsögu fylgt. Fundinum verður jafnframt streymt. Ekki er unnt að bjóða upp á möguleika á rafrænni þáttöku í fundinum, en hluthafar geta veitt umboð til umboðsmanns um þátttöku á fundinum með fyrirmælum um hvernig atkvæði skuli greidd um þær tillögur sem til afgreiðslu eru. Óskir um útgáfu umboðs og skipan umboðsmanns skal beint til netfangsins

Viðhengi

EN
16/03/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á Fjárhagsdagatali sem birt var þann 10.07.2025. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 4F og ársuppgjör 2025 og vegna Aðalfundar.                         Afkoma 4F og ársuppgjör 2024                                        20. febrúar 2025Aðalfundur                                                                        14. mars 2025Afkoma 1F 2025                                                                 7. maí 2025Afkoma 2F 2025                                                       ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. fær samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastof...

Sýn hf.: Sýn hf. fær samþykkta flýtimeðferð í máli gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf. Mikilvægum  áfanga náð Héraðsdómur Reykjavíkur hefur samþykkt flýtimeðferð í máli Sýnar hf. gegn Fjarskiptastofu og Símanum hf. Málið lýtur að kröfu Sýnar um ógildingu ákvörðunar Fjarskiptastofu nr. 8/2025 sem varðar flutningsréttarkröfu Símans á áskriftarstöðvum Sýnar. Sýn fagnar því að dómurinn hafi orðið við beiðni um flýtimeðferð enda er um verulega hagsmuni að ræða fyrir viðskiptavini og rekstur félagsins. Herdís Dröfn Fjeldsted, forstjóri Sýnar hf. „Samþykki flýtimeðferðar er mikilvægur áfangi. ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á ...

Sýn hf.: Sýn hf. og Sendafélagið ehf. undirrita kaupsamning um sölu á RAN kerfi Sýnar. Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Sendafélagið ehf. (kt. 440515-1850) hafa í dag undirritað kaupsamning um sölu þess fyrrnefnda á 4G og 5G dreifikerfi Sýnar (e. Radio Access Network eða RAN) til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850). Fyrir dreifikerfi Sýnar greiðir Sendafélagið um 963 m.kr., en samhliða kaupsamningi undirrituðu aðilar lánssamning þar sem Sýn veitir lán til Sendafélagsins í formi greiðslufrests á kaupverðinu. Í dag var einnig gengið frá kaupum Sendafélagsins á 4G og 5G búnaði Nova hf., en lík...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á þriðja ársfjórðungi ársins 2025 Krefjandi ársfjórðungur en viðsnúningur í farvatninu Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu níu mánuði ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 5. nóvember 2025. Heildartekjur á þriðja ársfjórðungi lækkuðu um 1,6% milli ára og námu 5.182 m.kr. á 3F 2025 samanborið við 5.266 m.kr. á sama tímabili 2024. Samdráttur milli tímabila skýrist að mestu af einskiptisáhrifum af yfirfærslu viðskiptavina í nýtt vöruframboð á haustmánuðum, sem hafði neikvæð áhrif á tekjur af sjónvarpsáskriftum og heimatengingum um samtals 90...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreif...

Sýn hf.: Sýn hf. og Nova hf. undirrita samninga um framsal 4G/5G dreifikerfa í sameiginlegt félag, Sendafélagið ehf. Mikilvægum áfanga náð varðandi framtíðarrekstrarfyrirkomulag Sendafélagsins Sýn hf. (kt. 470905-1740) og Nova hf. (kt. 531205-0810) hafa í dag undirritað samstarfssamning og hluthafasamning sem kveða á um framsal 4G og 5G dreifikerfa (e. Radio Access Network eða RAN) félaganna til Sendafélagsins ehf. (kt. 440515-1850), í þeim tilgangi að ná fram enn meiri hagræðingu í rekstri þessara innviða og auka fjárfestingargetu. Með gildistöku samstarfssamningsins fellur niður samkomul...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch