SYN SYN

Sýn hf.: Mesti rekstrarhagnaður í sögu fyrirtækisins

Sýn hf.: Mesti rekstrarhagnaður í sögu fyrirtækisins

Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrstu sex mánuði ársins 2022 var samþykktur á stjórnarfundi þann 30. ágúst 2022.  

Helstu niðurstöður:

  • Tekjur á öðrum ársfjórðungi (2F) 2022 námu 6.009 m.kr. en tekjur aukast um 720 m.kr. frá sama tíma árið 2021. Tekjur á fyrstu sex mánuðum ársins voru 11.691 m.kr. sem er 13,6% hærra en á sama tíma 2021.
  • EBITDA nam 1.607 m.kr. á 2F 2022 í samanburði við 1.488 m.kr. á sama tímabili í fyrra. EBITDA hlutfallið er 26,7% á 2F 2022 samanborið við 28,1% á 2F 2021. EBITDA á fyrstu sex mánuðum ársins var 3.317 m.kr. sem er 15,3% hækkun frá síðasta ári.
  • Hagnaður á 2F 2022 nam 66 m.kr. samanborið við 117 m.kr. tap á sama tímabili í fyrra. Hagnaður á fyrri árshelmingi ársins nam 273 m.kr. samanborið við 348 m.kr. tap á sama tímabili árið 2021. Inni í tapi fyrri árshelmings árið 2021 er sölutap að fjárhæð 179 m.kr. vegna sölu á færeyska hlutdeildarfélaginu Hey.
  • Handbært fé frá rekstri á fjórðungnum nam 1.580 m.kr. samanborið við 1.431 m.kr. á sama tímabili árið áður, sem er hækkun um 10,4%. Handbært fé frá rekstri á fyrri árshelmingi nam 2.688 m.kr. samanborið við 1.975 m.kr. á sama tímabili árið áður, sem er hækkun um 36,1%.
  • Heildarfjárfestingar á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 námu 1.830 m.kr. þar af eru fjárfestingar í varanlegum rekstrarfjármunum og óefnislegum eignum (án sýningarrétta) 740 m.kr. og fjárfesting í sýningarréttum 1.086 m.kr.
  • Fjármögnunarhreyfingar á fyrri árshelmingi voru neikvæðar um 2.809 m.kr. á móti 1.748 m.kr. á sama tímabili árið 2021. Innifalið í fjármögnunarhreyfingum 2022 eru kaup á eigin bréfum að fjárhæð 1.860 m.kr.
  • Í ársbyrjun 2022 ákvað stjórn að setja í gang endurkaupaáætlun í þeim tilgangi að lækka útgefið hlutafé félagsins. Endurkaupaáætlunin hófst með öfugu útboði þann 7. janúar sem lauk 9. janúar. Til viðbótar voru sett í gang regluleg endurkaup sem stóðu yfir frá 13. janúar til 3. mars. Félagið keypti í heild 28.064.512 hluti eða 9,47% af útgefnu hlutafé fyrir 1.860 m.kr.
  • Eiginfjárhlutfall félagsins var 27,3% í lok fyrri árshelmings ársins 2022.
  • Á aðalfundi félagsins þann 18. mars var samþykkt tillaga stjórnar um að lækka hlutafé í samræmi við fjölda eigin hluta. Lækkunin var framkvæmd þann 12. apríl og eru útgefnir hlutir í félaginu 268.376.962 eftir lækkunina.

Heiðar Guðjónsson, forstjóri:

„Rekstrarhagnaður eykst um 740 milljónir á milli ára og við sýnum mesta rekstrarhagnað í sögu fyrirtækisins. Við náum að halda aftur af kostnaði en aukum tekjur um 14%.  Ég hef fulla trú á að við höldum áfram að bæta ofan á tekjurnar en kostnaðurinn haldist hóflegur og því erum við á góðri leið með að ná því að hafa um 100 milljón króna hagnað á mánuði af reglulegri starfsemi sem ganginn í fyrirtækinu.

Við höfum fjárfest mikið í innri kerfum á síðustu þremur árum og það er langstærsta fjárfesting félagsins á tímanum. Hún fer núna að bera ávöxt með nýjungum í vöruframboði sem munu auka tekjur okkar og hlutdeild á markaði. Grunnurinn er því afar traustur.

Ritað var undir samning um samstarf við uppbyggingu á 5G sendum við Nova í júní sem hefur leitt af sér stærsta landsdekkandi kerfið. Eins styrkir það okkur enn frekar í því forskoti sem við höfum í hlutanetinu (IoT) með yfir milljón kort útistandandi en tekjuvöxtur framtíðar mun liggja að stóru leyti þar á farsímamarkaði.

Á fjölmiðlamarkaði sjáum við umtalsverða aukningu í tekjum af áskriftum og auglýsingum.  Allir miðlar eru að vaxa og skila jákvæðri afkomu.

Þetta er síðasta afkomubirting sem ég tek þátt í og er ég einstaklega stoltur af því verki sem við höfum skilað á starfstíma mínum. Við höfum breytt algerlega stefnu fyrirtækisins, endurnýjað innri upplýsingakerfi, snúið við rekstri, endurfjármagnað félagið og gert allt þetta í miðjum heimsfaraldri. Framtíðin er svo sannarlega björt hjá Sýn hf.“

Viðhengi



EN
30/08/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on SYN

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Nova hf. og Sýn hf. undirrita samkomulag um Sendafélag

Sýn hf.: Nova hf. og Sýn hf. undirrita samkomulag um Sendafélag Nova hf., kt. 531205-0810, og Sýn hf., kt. 470905-1740, hafa í dag undirritað samkomulag um helstu atriði fyrirhugaðra samninga um framsal farnetsdreifikerfa Nova hf. og Sýnar hf. til Sendafélagsins ehf., kt. 440515-1850. Nova hf. og Sýn hf. eru einu hluthafarnir, í jöfnum hlutföllum, í Sendafélaginu ehf., sem var stofnað árið 2015. Sendafélagið ehf. hefur það hlutverk að reka dreifikerfi („RAN“ kerfi, e. Radio Access Network) aðilanna á landsvísu í þeim tilgangi að ná fram hagræðingu í rekstri og auka fjárfestingargetu í nýju...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025

Sýn hf.: Breytingar á Fjárhagsdagatali 2025 Sýn hf. tilkynnir hér með um breytingu á Fjárhagsdagatali sem birt var þann 17.01.2025. Breytingin lýtur að afkomubirtingu vegna árshlutareiknings 2F 2025.                         Afkoma 4F og ársuppgjör 2024             20. febrúar 2025Aðalfundur                                             14. mars 2025Afkoma 1F 2025                                      7. maí 2025Afkoma 2F 2025                                   25. ágúst 2025Afkoma 3F 2025                                      5. nóvember 2025Afkoma 4F og ársuppgjör 2025             18. febrúar ...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025

Sýn hf.: Afkoma Sýnar hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2025 Árshlutareikningur samstæðu Sýnar hf. fyrir fyrsta ársfjórðung ársins 2025 var samþykktur á stjórnarfundi þann 7. maí 2025. Rekstrartekjur samstæðunnar námu 5.220 m.kr. á fyrsta ársfjórðungi 2025 samanborið við 5.365 m.kr. á sama tímabili 2024 og dragast saman um 2,7%. Jákvæð þróun er hins vegar í kjarnastarfsemi fjarskipta, þar sem bæði tekjur og fjöldi viðskiptavina aukast á milli ársfjórðunga. Þá hafa tekjur af Stöð 2+ einnig aukist og fjöldi áskrifenda hefur aldrei verið meiri. Auglýsingatekjur lækkuðu um 110 m.kr. milli fyrs...

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt

Sýn hf.: Uppsögn á samningi um viðskiptavakt Sýn hf. hefur sagt upp samningi sínum við Íslandsbanka hf. um viðskiptavakt og tekur uppsögnin gildi 18. apríl 2025. Sýn hf. mun áfram vera með samning við Landsbankann hf. um viðskiptavakt. 

 PRESS RELEASE

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2025

Sýn hf.: Helstu niðurstöður aðalfundar Sýnar hf. árið 2025 Sjá viðhengi: Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch