KALD KALDALON HF.

Kaldalón hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Kaldalón hf.: Tilkynning um framkvæmd endurkaupaáætlunar

Vísað er til hluthafafundar Kaldalóns hf. („Kaldalón“ eða „félagið“) sem haldinn var þann 2. júlí 2024 þar sem samþykkt var að heimila stjórn félagsins að kaupa hlutabréf í félaginu þannig að félagið, að öðrum lagaskilyrðum uppfylltum, eigi allt að 10% af hlutafé þess, þ.e. að hámarki kr. 1.119.568.483 eða 111.956.848 hluti (hver að nafnvirði tíu krónur),  í þeim tilgangi að koma á viðskiptavakt með hluti í félaginu og/eða til að setja upp formlega endurkaupaáætlun í samræmi við ákvæði 5. gr. reglugerðar Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik nr. 596/2014, sem og framselda reglugerð framkvæmdastjórnarinnar 2016/1052, samanber lög um aðgerðir gegn markaðssvikum nr. 60/2021. Heimild hluthafafundar gildir til 2. júlí 2026.

Kaldalón nýtti árið 2024 kr. 613.868.947 til kaupa á 33.700.150 hlutum af fyrrgreindri heimild. Til viðbótar hefur Kaldalón á árinu 2025 keypt 14.189.921 eigin hluti fyrir kr. 349.999.991 samkvæmt  endurkaupaáætlun sem lauk 20. október 2025.  Í dag á Kaldalón hf. 14.189.921 eigin hluti sem nemur 1,31% af útgefnum hlutum félagsins.

Á grundvelli framangreindrar samþykktar hluthafafundar ákvað stjórn Kaldalóns þann 27. október 2025 að nýta hluta framangreindrar heimildar og koma á endurkaupaáætlun um framkvæmd kaupa á hlutum. Markmið áætlunarinnar er að lækka útgefið hlutafé félagsins. Áætlað er nú að kaupa allt að 9.000.000 hluti sem samsvarar 0,83% af útgefnum hlutum, þó þannig að fjárhæð endurkaupanna nemi ekki hærri fjárhæð en kr. 250.000.000. Framkvæmd áætlunarinnar hefst þriðjudaginn 28. október 2025 og mun áætlun vera í gildi þar til öðru hvoru framangreindra viðmiða um magn eða fjárhæð er náð, en þó ekki lengur en til 31. desember 2025.

Íslandsbanki hf. mun hafa umsjón með framkvæmd endurkaupaáætlunarinnar og taka allar viðskiptaákvarðanir er varða kaup á hlutum og tímasetningu kaupanna óháð félaginu. 

Verð fyrir hvern hlut skal að hámarki vera hæsta verð í síðustu óháðu viðskiptum eða hæsta fyrirliggjandi óháða kauptilboð í viðskiptakerfi Nasdaq á Íslandi, hvort sem er hærra. Kaupin verða framkvæmd í áföngum, þó þannig að kaup hvers dags verða að hámarki 25% af meðaltali daglegra viðskipta með hlutabréf Kaldalóns í Kauphöll Íslands á síðustu 20 viðskiptadögum fyrir kaupdag, sbr. 3. mgr. 3 gr. framseldrar reglugerðar framkvæmdastjórnar (EBS) nr. 2016/1052. Íslandsbanki mun annast útreikning á meðaltali daglegra viðskipta og bera ábyrgð á að framkvæmd endurkaupanna fari ekki yfir leyfilegt hámark.  

Endurkaupaáætlunin verður framkvæmd í samræmi við lög og reglur á Íslandi eins og við á, þar með talin Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) um markaðssvik („MAR“) og ákvæði framseldar reglugerðar framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins nr. 2016/1052, sem og íslensk lög um hlutafélög nr. 2/1995, lög nr. 60/2021 um aðgerðir gegn markaðssvikum auk reglna nr. 1275/2024 um sama efni. Viðskipti félagsins með eigin hluti í samræmi við endurkaupaáætlunina verða tilkynnt í samræmi við lög og reglugerðir.

Nánari upplýsingar veitir

Jón Þór Gunnarsson, forstjóri



 



EN
28/10/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on KALDALON HF.

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Routine Announcement Regarding Share Buybacks Pursuant t...

Kaldalón hf.: Routine Announcement Regarding Share Buybacks Pursuant to Buyback Program In week 44 of 2025, Kaldalón hf. purchased 1,250,000 of its own shares for a total consideration of ISK 33,400,000 as detailed below DateTimePurchased SharesShare PricePurchase PriceOwn Shares after Transaction28.10.202510:25:50450,00026.812,060,00014,639,92129.10.202510:09:02300,00026.88,040,00014,939,92130.10.202510:23:17500,00026.613,300,00015,439,921  1,250,000 33,400,000     These transactions were carried out in accordance with the share buyback program announced by Kaldalón hf. on 28 October 2025 ...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi ...

Kaldalón hf.: Reglubundin tilkynning um kaup á eigin bréfum í samræmi við endurkaupaáætlun Í viku 44 árið 2025 keypti Kaldalón hf. 1.250.000 eigin hluti að kaupvirði kr. 33.400.000 skv. sundurliðun hér á eftir: DagsetningTímiMagnVerðKaupverðEigin hlutir eftir viðskipti28.10.202510:25:50450.00026,812.060.00014.639.92129.10.202510:09:02300.00026,88.040.00014.939.92130.10.202510:23:17500.00026,613.300.00015.439.921  1.250.000 33.400.000     Viðskiptin eru samkvæmt endurkaupaáætlun Kaldalóns hf. sem tilkynnt var um í Kauphöll Íslands hf. þann 28. október 2025. Endurkaup núna samkvæmt áætluninni...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Increase in bond series KALD 150436

Kaldalón hf.: Increase in bond series KALD 150436 Kaldalón hf. has completed an additional issuance in its bond series KALD 150436, which is issued under the company’s ISK 40,000 million bond programme. Bonds with a nominal value of ISK 2,500 million were sold at a yield of 4.00%. Following the issuance, the total size of the series will be ISK 4,000 million. The bond series KALD 150436 is index-linked with a fixed annual interest rate of 4% and has an 11-year maturity. The repayment structure of principal and interest follows a 30-year annuity profile. The series is secured in accordance ...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum KALD 150436

Kaldalón hf.: Stækkun á skuldabréfaflokknum KALD 150436 Kaldalón hf. hefur lokið stækkun á skuldabréfaflokknum KALD 150436 sem gefinn er út undir 40.000 m.kr. útgáfuramma félagsins. Seld voru skuldabréf  fyrir 2.500 m.kr. að nafnvirði á ávöxtunarkröfunni 4,00%. Heildarstærð flokksins eftir stækkun verður 4.000 m.kr. Skuldabréfaflokkurinn KALD 150436 er verðtryggður á föstum 4% ársvöxtum, til 11 ára en endurgreiðsluferli afborgana og vaxta fylgir 30 ára jafngreiðsluferli. Skuldabréfaflokkurinn er veðtryggður samkvæmt almennu tryggingarfyrirkomulagi. Greiðslu- og uppgjörsdagur er fyrirhugað...

 PRESS RELEASE

Kaldalón hf.: Implementation of Share Buyback Program

Kaldalón hf.: Implementation of Share Buyback Program Reference is made to the shareholders’ meeting of Kaldalón hf. (“Kaldalón” or the “Company”) held on 2 July 2024, which authorised the Board to purchase shares in the Company so that, subject to other legal requirements being met, the Company may hold up to 10% of its share capital, i.e. up to ISK 1,119,568,483 or 111,956,848 shares (each with a nominal value of ISK 10), for the purpose of establishing liquidity in the Company’s shares and/or implementing a formal share buyback programme in accordance with Article 5 of Regulation (EU) ...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch