GRND Brim

Ársuppgjör Brims hf. 2022

Ársuppgjör Brims hf. 2022

Góður rekstur og sterk fjárhagsstaða

Helstu atriði úr starfsemi Brims árið 2022

  • Rekstur félagsins var góður og efnahagur félagsins er sterkur.
  • Rekstur botnfisksviðs gekk vel á árinu þrátt fyrir óvissu á mörkuðum samhliða efnahagsþrengingum í helstu viðskiptalöndum og hækkandi verðs á öllum aðföngum olíu, umbúðum ofl.) 
  • Umtalsverður niðurskurður var á botnfiskheimildum kvótaárið 2022/2023 eða um 6% í þorski, 20% í gullkarfa og 20% í djúpkarfa, aukning í ýsu nam hins vegar 23%. 
  • Veiðar og vinnsla uppsjávarfisks gengu vel á árinu.  Verulega hægði á sölu á uppsjávarafurðum sem seldar hafa verið til Austur Evrópu í kjölfar stríðsátaka í Úkraínu.  Markaðir fyrir mjöl og lýsisafurðir voru aftur á móti mjög sterkir á árinu og afurðaverð góð, hagfellt umhverfi á mörkuðum fyrir mjöl og lýsi gerði meira en vega upp erfiðari aðstæður á mörkuðum fyrir frystar afurðir uppsjávarfisks.
  • Á árinu 2022 var afli skipa félagsins 43 þúsund tonn af botnfiski og 151 þúsund tonn af uppsjávarfiski samanborið við tæp 51 þúsund tonn af botnfiski árið áður og tæp 96 þúsund tonn af uppsjávarfiski.  Skipastóll samstæðunnar var 10 skip í árslok.
  • Í október var gengið frá kaupum á Sólborgu ehf. Félagið á frystitogarann Sólborgu RE-27 ásamt aflaheimildum í gulllax, makríl, loðnu og þorski í Barenshafi.
  • Í október var gengið frá samkomulagi um kaup á hlutabréfum í danska félaginu Polar Seafood Denmark A/S sem er sölufyrirtæki og vinnsluaðili sjávarafurða.  Kaupin voru gerð í gegnum danskt eignarhaldsfélag sem er í eigu Brims hf.  Samningurinn er háður hefðbundnum skilyrðum fyrir þessum viðskiptum, eins og samþykki viðkomandi yfirvalda. Í dag hefur ekki öllum fyrirvörum verið aflétt.
  • Á árinu var lokið við útgáfu blárra og grænna skuldabréfa sem falla undir sjálfbæran fjármögnunarramma.

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri:

„Rekstur Brims var góður árið 2022. Loðnuveiðar gengu vel og veiddist mikið magn. Af bolfiski var veitt 8 þúsund tonnum minna en árið áður. Erlendir markaðir fyrir sjávarafurðir Brims voru hagstæðir, verð góð og gekk sala á afurðum vel.

Brim hefur haldið áfram að fjárfesta eftir stefnu sem var mörkuð árið 2018, þ.e. að fjárfesta í veiðiheimildum, skipum, tækni og búnaði, og markaðs og sölustarfi.

Í dag er óvissa. Í Evrópu er stríð og verðbólga og vinnudeilur eru hér á Íslandi og undirbúningur er í gangi að nýjum lögum um stjórn fiskveiða. Brim mun því fara varlega í öllum mikilvægum ákvörðunum á næstu mánuðum.“

Rekstur

Rekstrartekjur Brims hf. árið 2022 námu 450,9 m€ samanborið við 387,9 m€ árið áður. Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 117,7 m€ eða 26,1% af rekstrartekjum, en var 93,2 m€ eða 24,0% árið áður. Fjármagnsgjöld voru 4,2 m€ samanborið við 3,6 m€ árið áður.

Áhrif hlutdeildarfélaga voru jákvæð um 2,0 m€, en voru 0,8 m€ árið áður. Hagnaður fyrir tekjuskatt var 99,1 m€, samanborið 94,7 m€ árið áður. Gjaldfærður tekjuskattur nam 19,8 m€, en var 19,5 m€ árið áður. Hagnaður ársins varð því 79,3 m€ en var 75,2 m€ árið áður.

Meðalfjöldi ársverka árið 2022 var 713 en var 762 árið 2021. Laun og launatengd gjöld námu samtals 93,5 m€, samanborið við 78,5 m€ árið áður (13,3 milljarðar króna á meðalgengi ársins samanborið við 11,8 milljarða árið áður).

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 942,9 m€ árslok 2022. Þar af voru fastafjármunir 664,3 m€ og veltufjármunir 278,5 m€. Fjárhagsstaða félagins er sterk og nam eigið fé 452,3 m€ og var eiginfjárhlutfall 48,0%, en var 50,0% í lok árs 2021. Heildarskuldir félagsins í árslok 2022 voru 490,6 m€.

Fjórði ársfjórðungur (4F)

  • Rekstrartekjur á 4F 2022 voru 97,1 m€ samanborið við 96,3 m€ á 4F 2021.
  • EBITDA nam 15,4 m€ á 4F samanborið við 27,7 m€ á sama tímabili 2021.
  • Hagnaður á 4F var 7,2 m€ samanborið við 32,1 m€ á 4F 2021 (á 4F 2021 var söluhagnaður 17,9 m€).

Árið 2022

  • Rekstrartekjur ársins 2022 voru 450,9 m€ samanborið við 387,9 m€ árið 2021.
  • EBITDA ársins 2022 var 117,7 m€ (26,1%) en var 93,2 m€ (24,0%) árið 2021.
  • Hagnaður ársins 2022 var 79,3 m€, en var 75,2 m€ árið áður.
  • Hagnaður á hlut var 0,041 € en var 0,039 € árið 2021.
  • Heildareignir í árslok voru 942,9 m€ samanborið við 795,9 m€ í árslok 2021.
  • Eiginfjárhlutfall var í lok árs 48% og eigið fé samtals 452,3 m€.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 79,0 m€ árið 2022, en var 82,5 m€ árið áður.  Fjárfestingarhreyfingar voru jákvæðar um 33,4 m€. Fjármögnunarhreyfingar voru neikvæðar um 27,3 m€. Handbært fé hækkaði því um 85,1 m€ á tímabilinu og var í árslok 162,0 m€.

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi ársins 2022 (1 evra = 142,33 ísk) voru tekjur 64,2 milljarður króna, EBITDA 16,8 milljarðar og hagnaður 11,3 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á lokagengi ársins 2022 (1 evra = 151,5 ísk) voru eignir samtals 142,8 milljarðar króna, skuldir 74,3 milljarðar og eigið fé 68,5 milljarðar.

Aðalfundur

Aðalfundur Brims hf. verður haldinn fimmtudaginn 23. mars 2023 klukkan 17:00. Nánari upplýsingar verða veittar á heimasíðu félagsins .

Tillaga stjórnar á aðalfundi um arðgreiðslu

Samkvæmt stefnu félagsins sem kynnt var í skráningarlýsingu félagsins árið 2014 leggur stjórn félagsins til að arðgreiðsla á árinu 2023 vegna rekstrarársins 2022 verði 2,8 kr. á hlut, eða 5.391 millj. kr. (um 35,6 millj. evra á lokagengi ársins 2022, eða 34,9 millj. evra mv. gengi evru 22. febrúar), eða 3,09% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2022. Arðurinn verði greiddur 28. apríl 2023. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 23. mars 2023 og arðleysisdagur því 24. mars 2023.

Arðsréttindadagur er 27. mars 2023. Arður greiðist þeim sem skráðir eru í hlutaskrá félagsins í lok arðsréttindadags.

Samþykkt ársreiknings

Ársreikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi Brims hf. 23. febrúar 2023. Ársreikningurinn er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS – International Financial Reporting Standards) og hefur verið endurskoðaður af endurskoðendum félagsins.

Kynningarfundur þann 23. febrúar 2023

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 23. febrúar klukkan 16:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1, þar mun Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins kynna uppgjörið.  Fundurinn verður einnig rafrænn og hægt verður að fylgjast með fundinum á .  Velkomið er að senda spurningar fyrir fundinn eða á meðan fundi stendur á netfangið .  Spurningum verður svarað í lok fundar. 

Brim hf.

Brim er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem starfar í sátt við samfélagið og umhverfið. Við stuðlum að verðmætasköpun með vöruþróun, tæknilausnum og öflugu starfsfólki. Við tryggjum með ábyrgum veiðum og vinnslu, þar sem áhersla er á sjálfbærni og nýsköpun, að sjávarútvegur verði áfram burðarstólpi í íslensku samfélagi. Við leitum allra leiða til að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið hvort sem er á sjó eða í landi.

Fjárhagsdagatal

Aðalfundur                              23. mars 2023

Arðgreiðsludagur                    28. apríl 2023

Fyrsti ársfjórðungur                17. maí 2023

Annar ársfjórðungur               24. ágúst 2023

Þriðji ársfjórðungur                 16 . nóvember 2023

Fjórði ársfjórðungur                22. febrúar 2024

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson forstjóri, sími 550-1000.

Viðhengi



EN
23/02/2023

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Brim

 PRESS RELEASE

Uppgjör Brims á þriðja ársfjórðungi 2025

Uppgjör Brims á þriðja ársfjórðungi 2025 Helstu atriði úr fjárhagsuppgjöri 3F 2025 Vörusala var 111 m€ á fjórðungnum samanborið við 110 m€ á þriðja fjórðungi 2024Hagnaður var 29 m€ á fjórðungnum samanborið við 19 m€ á þriðja fjórðungi 2024EBITDA var 42 m€ og EBITDA hlutfall 37,3%Eignir hafa lækkað um 13 m€ frá áramótum og voru 983 m€ í lok tímabilsinsEigið fé þann 30. september 2025 var 505 m€ og eignfjárhlutfall 51,4% Guðmundur Kristjánsson, forstjóri: „Afkoma þriðja fjórðungs er góð og eru það tveir þættir sem skipta mestu máli. Veiðar og vinnsla á makríl gengu vel og verð á sjávarafurð...

 PRESS RELEASE

Brim: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt

Brim: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt Brim hf. hefur endurnýjað samning sinn við Kviku banka hf. um viðskiptavakt á hlutabréfum útgefnum af félaginu sem skráð eru á aðalmarkað NASDAQ Iceland. Samningurinn kveður á um að Kvika skuli hvern viðskiptadag leggja fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf félagsins í viðskiptakerfi Kauphallarinnar áður en markaðurinn opnar. Tilboðin skulu gilda innan dagsins. Verði tilboði Kviku tekið eða verði það fellt niður af hálfu Kviku skal Kvika setja fram nýtt tilboð þar til hámarksfjárhæð viðskipta fyrir hvern dag hefur verið náð. Tilboð skulu endurnýjuð...

 PRESS RELEASE

Brim: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt

Brim: Endurnýjun samnings um viðskiptavakt Brim hf. hefur endurnýjað samning við Landsbankann um viðskiptavakt á útgefnum hlutabréfum í Brim. Samningur Brims við Landsbankann kveður á um að kaup- og sölutilboð skuli að lágmarki nema 12 milljónum íslenskra króna að markaðsvirði. Hámarksmagn viðskipta á hverjum degi skal nema 24 milljónum króna að nettó markaðsvirði, sem reiknast sem mismunur á þeim kaup- og sölutilboðum sem gengið er að. Magnbundið hámarksverðbil milli kaup- og sölutilboða ákvarðast af 10 daga flökti verðs hlutabréfa Brims. Ef 10 daga flökt er undir 30% er magnvegið verðbil...

 PRESS RELEASE

Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf.

Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf. Brim hf. kaupir alla hluti í Lýsi hf. Samþykkt hefur verið kauptilboð Brim hf. í alla hluti Lýsi hf. fyrir 30 milljarða króna, með fyrirvara um samþykki stjórna félaganna, hluthafafundar kaupanda og samþykki Samkeppniseftirlitsins. Kaupverð miðast við að heildarverðmæti alls hlutafjár í Lýsi hf. sé samtals krónur 30.000.000.000-, (þrjátíu milljarðar króna 00/100). Frá dragast vaxtaberandi skuldir m.v. 30. júní 2025, sem námu samtals 5.277.295.082. Heildarkaupverð greiðist til helminga með reiðufé og til helminga með hlutabréfum í Brim hf., miðað er vi...

 PRESS RELEASE

Brim hf. - Flöggun - Brú lífeyrissjóður

Brim hf. - Flöggun - Brú lífeyrissjóður Sjá meðfylgjandi tilkynningu um flöggun frá Brú lífeyrissjóði þar sem farið er yfir 5% eignarhlut í Brim hf.  Viðhengi

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch