GRND Brim

Uppgjör Brims hf. á fyrsta ársfjórðungi 2020

Uppgjör Brims hf. á fyrsta ársfjórðungi 2020

  • Rekstrartekjur samstæðunnar voru 74,4 m€
  • EBITDA var 7,7 m€ (10,4%)
  • Hagnaður tímabilsins var 0,4 m€
  • Handbært fé frá rekstri nam 21,3 m€

Rekstur fyrstu þriggja mánaða ársins 2020

Rekstrartekjur Brims hf. á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020 námu 74,4 m€, samanborið við 58,0 m€ árið áður.  Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 7,7 m€ eða 10,4% af rekstrartekjum, en var 9,7 m€ eða 16,7% árið áður.  Áhrif fjáreignatekna og fjármagnsgjalda voru neikvæð um 3,2 m€, en voru neikvæð um 0,8 m€ á sama tíma árið áður.  Áhrif hlutdeildarfélaga voru neikvæð um 0,3 m€, en voru jákvæð um 0,05 m€ árið áður.  Hagnaður fyrir tekjuskatt var 0,8 m€ og hagnaður tímabilsins var 0,4 m€. 

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 704,2 m€ í lok mars 2020. Þar af voru fastafjármunir 553,9 m€ og veltufjármunir 150,3 m€.  Eigið fé nam 306,4 m€, eiginfjárhlutfall í lok mars var 43,5%, en var 45,3% í lok árs 2019. Heildarskuldir félagsins voru í marslok 397,8 m€.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 21,3 m€ á tímabilinu, en nam 22,2 m€ á sama tíma fyrra árs.  Fjárfestingarhreyfingar voru neikvæðar um 7,1 m€.  Fjármögnunarhreyfingar voru neikvæðar um 4,5 m€.  Handbært fé hækkaði því um 9,6 m€ á tímabilinu og var í lok mars 63,1 m€.

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrsta ársfjórðungs 2020 (1 evra = 141,51 kr) verða tekjur 10,5 milljarðar króna, EBITDA 1,1 milljarður og hagnaður 0,06 milljarðar.  Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 31. mars 2020 (1 evra = 154,87 kr) verða eignir samtals 109,1 milljarðar króna, skuldir 61,6 milljarðar og eigið fé 47,5 milljarðar.

Skipastóll og afli

Skipastóll samstæðunnar er óbreyttur frá áramótum og eru nú átta skip í flota samstæðunnar.

Á fyrsta ársfjórðungi ársins 2020 var afli skipa félagsins 12,7 þúsund tonn af botnfiski og 11,0 þúsund tonn af uppsjávarfiski.

Kristján Þ. Davíðsson, stjórnarformaður Brims hf.:

Afkoma Brims á fyrsta ársfjórðungi 2020 markast nokkuð af erfiðu tíðarfari og þar með gæftum í upphafi árs með nokkuð lakari afla og þar með afkomu, einkum í veiðum og vinnslu uppsjávarafla. Loðnubrestur annað árið í röð veldur einnig nokkru um afkomu fjórðungsins. Félagið nýtur nú góðs af fjárfestingum undanfarinna missera, bæði í Ögurvík og sölufélögunum í Asíu. Þrátt fyrir að verð sjávarafurða hafi almennt verið tiltölulega góð í upphafi árs eru horfur á mörkuðum óvissar vegna áhrifa heimsfaraldursins á neyslumynstur, sölu og flutninga.”

Kynningarfundur þann 20. maí 2020

Rafrænn kynningarfundur um afkomu félagsins á fyrsta ársfjórðungi verður haldinn í dag miðvikudaginn 20. maí klukkan 17:00. Í ljósi aðstæðna fer hann eingöngu fram í gegnum fjarfundabúnað. Hægt er að sækja um aðgang að fundinum á póstfangið .

Kristján Þ. Davíðsson stjórnarformaður mun kynna uppgjörið og svara spurningum.

Viðhengi

EN
20/05/2020

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Brim

 PRESS RELEASE

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025 Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025. Hluthafafundur staðfesti endurskoðaðan ársreikning móðurfélagsins.

 PRESS RELEASE

Brim hf. - Boðun hluthafafundar 30. júní 2025

Brim hf. - Boðun hluthafafundar 30. júní 2025 Hluthafafundur Brim hf. verður haldinn 30. júní 2025 Hluthafafundur Brim hf. verður haldinn mánudaginn 30. júní 2025 að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík, kl. 10:00. Fundurinn fer fram á íslensku. DAGSKRÁ1.    Endurskoðaður ársreikningur móðurfélagsins lagður fram til staðfestingar2.    Önnur mál, löglega upp borin. Nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins Reykjavík 6. júní 2025Stjórn Brims hf. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi 2025

Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi 2025 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri: Rekstur Brims á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var hefðbundinn. Verð á þorski, ýsu og ufsaafurðum á alþjóðamörkuðum voru góð en verð á karfaafurðum var áfram lágt. Botnfiskafli var áþekkur en hins vegar var engum kvóta úthlutað til íslenskra veiðiskipa í Barentshafi vegna minnkandi þorskstofns. Sala á afurðum gekk vel og birgðir minnkuðu. Veiði uppsjávartegunda var sambærileg fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Annað árið í röð var loðnubrestur. Verð á lýsi lækkaði frá fyrra ári. Fjárhagsleg niðurstaða  ársfjórðungsins sk...

 PRESS RELEASE

Leiðrétting: Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025

Leiðrétting: Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Leiðrétting: Það láðist að setja inn samþykktan texta aðalfundar um heimild til hluthafa að fá arðgreiðslu greidda í evrum. Þetta er uppfært hér með. Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögur: Tillaga stjórnar um greiðslu arðs. Samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,5 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 2.881 millj.kr. (um 20,1 millj.evra á lokagengi ársins 2024), eða 2,03% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs...

 PRESS RELEASE

Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025

Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögur: Tillaga stjórnar um greiðslu arðs. Samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,5 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 2.881 millj.kr. (um 20,1 millj.evra á lokagengi ársins 2024), eða 2,03% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2024. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2025. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 20. mars 2025 og arðleysisdagur því 21. mars 2025. Arðsrétt...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch