GRND Brim

Uppgjör Brims á öðrum ársfjórðungi 2022

Uppgjör Brims á öðrum ársfjórðungi 2022

Góður gangur á fyrri hluta árs

  • Tekjur Brims af vörusölu voru 242 milljónir evra á fyrri helmingi ársins samanborið við 200 milljónir evra á fyrri árshelmingi 2021. Hagnaður var 49 milljónir evra samanborið við 23 milljónir evra á fyrri helming árs 2021. EBITDA hagnaður var 68 milljónir evra sem nam að hlutfalli 28.1% af tekjum.
  • Ástæður aukinna tekna og bættrar afkomu er umfangsmikil og góð loðnuvertíð, hagstæð verð á alþjóðamörkuðum og aukinn ávinningur af fjárfestingum félagsins undanfarin ár í skipum og aflaheimildum, hátæknibúnaði við vinnslu og sölufélögum.
  • Efnahagur félagsins hefur styrkst. Eignir hækkuðu um 42 milljónir evra frá áramótum og nam 838 milljónum evra í lok júní 2022. Þar af eigið fé 422 milljónir evra og er því eiginfjárhlutfall 50,4%.

 

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri:

„Það var góður gangur hjá okkur í Brimi á fyrri hluta ársins og rekstur í samræmi við væntingar. Við sem störfum í sjávarútvegi vitum að sveiflur geta verið verulegar, bæði lýtur náttúran sínum lögmálum og þá breytast aðstæður á alþjóðamörkuðum hratt eins og við höfum séð á undanförnum árum. Loðnuvertíðin á árinu var góð sem hafði jákvæð áhrif á rekstur félagsins en á móti kemur að dregið var úr veiðiheimildum á þorski. Þá hefur stríð í Evrópu sem hófst í upphafi árs aukið kostnað í rekstri og haft áhrif á markaði fyrir afurðir okkar og aukið á óvissu.

Okkur í Brimi hefur borið gæfa til þess undanfarin ár að fjárfesta í skipum, aflaheimildum, hátæknibúnaði í vinnslu og í sölufélögum en þær fjárfestingar hafa gert okkur betur kleift að takast á við sveiflur og nýta tækifærin sem felast í breytingum.  Það hefur því verið góður og öruggur vöxtur í starfsemi Brims á árinu.

Efnahagur Brims er  traustur. Eigið fé hefur aukist og er eiginfjárstaða félagsins  góð sem gerir okkur fært að halda áfram á okkar leið að fjárfesta til framtíðar í mikilvægustu hlekkjum í virðiskeðju félagsins.“

Rekstur

Seldar vörur námu á 1H 2022 242 m€ samanborið við 200 m€ árið áður. Hækkun rekstrartekna má rekja til mun umfangsmeiri loðnuvertíðar en árið áður.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 68 m€ eða 28,1% af rekstrartekjum, en var 40 m€ eða 19,9% árið áður.

Nettó fjármagnskostnaður var 1 m€ en var 2 m€ á fyrra árshelmingi 2021.

Hagnaður fyrir tekjuskatt var 61 m€, samanborið við 30 m€ á fyrra árshelmningi 2021. Tekjuskattur nam 12 m€, en var 6 m€ árið áður. Hagnaður tímabilsins varð því 49 m€ en var 23 m€ árið áður.

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 838 m€ í lok 2F 2022. Þar af voru fastafjármunir 575 m€ og veltufjármunir 263 m€. Lækkun fastafjármuna má meðal annars rekja til innborgunar á lánveitingum frá tengdum félögum að fjárhæð 56 m€.

Fjárhagsstaða félagins er sterk og nam eigið fé 422 m€ og var eiginfjárhlutfall 50,4%, en var 50,0% í lok árs 2021. Heildarskuldir félagsins voru 416 m€ í lok tímabilsins og hækkuðu um 18 m€ frá áramótum.  Hækkun skammtímaskulda er meðal annars vegna lokagjalddaga á sambankaláni móðurfélagsins, en unnið er að endurfjármögnun.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 41 m€ á fyrra árshelmingi, en var 43 m€ á sama tíma 2021.  Fjárfestingarhreyfingar voru jákvæðar um 51 m€ og fjármögnunarhreyfingar voru neikvæðar um 26 m€. Handbært fé hækkaði því um 66 m€ og var 143 m€ í lok tímabilsins.

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrra árshelmings árins 2022 (1 evra = 141,5 ísk) voru tekjur 34,3 milljarðar króna, EBITDA 9,6 milljarðar og hagnaður 6,9 milljarðar. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. júní 2022 (1 evra = 138,9 ísk) voru eignir samtals 116,4 milljarðar króna, skuldir 57,8 milljarðar og eigið fé 58,6 milljarðar.

Hluthafar

Lokaverð hlutabréfa 30. júní 2022 var 86,5 kr. á hlut og var markaðsvirði félagsins þá 167 milljarðar króna.  Fjöldi hluthafa var 1.783.

Samþykkt árshlutareiknings

Árshlutareikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi Brims hf. 25. ágúst 2022. Árshlutareikningurinn er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS – International Financial Reporting Standards).

Kynningarfundur þann 25. ágúst 2022

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 25. ágúst klukkan 16:15 í vöruskemmu við höfuðstöðvar félagsins að Norðurgarði 1 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar, þar mun Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins kynna uppgjörið.  Fundinum verður jafnframt streymt og hægt verður að fylgjast með fundinum á  . Velkomið er að senda spurningar fyrir fundinn eða á meðan fundi stendur á netfangið . Aðsendum spurningum verður svarað í lok fundar.

 

Brim hf.

Brim er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem starfar í sátt við samfélagið og umhverfið. Við stuðlum að verðmætasköpun í sjávarútvegi með vöruþróun, tæknilausnum og öflugu starfsfólki. Við tryggjum með ábyrgum veiðum og vinnslu, þar sem áhersla er á sjálfbærni og nýsköpun, að sjávarútvegur verði áfram burðarstólpi í íslensku samfélagi. Við leitum allra leiða til að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið hvort sem er á sjó eða í landi.

Fjárhagsdagatal

Þriðji ársfjórðungur                 17. nóvember 2022

Fjórði ársfjórðungur                24. febrúar 2023

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson forstjóri, sími 550-1000.

Viðhengi



EN
25/08/2022

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Brim

 PRESS RELEASE

Leiðrétting: Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025

Leiðrétting: Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Leiðrétting: Það láðist að setja inn samþykktan texta aðalfundar um heimild til hluthafa að fá arðgreiðslu greidda í evrum. Þetta er uppfært hér með. Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögur: Tillaga stjórnar um greiðslu arðs. Samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,5 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 2.881 millj.kr. (um 20,1 millj.evra á lokagengi ársins 2024), eða 2,03% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs...

 PRESS RELEASE

Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025

Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Niðurstöður aðalfundar Brim hf. 20. mars 2025 Aðalfundur samþykkti ársreikning félagsins. Fundurinn samþykkti eftirfarandi tillögur: Tillaga stjórnar um greiðslu arðs. Samþykkt að arðgreiðsla á árinu 2025 vegna rekstrarársins 2024 verði 1,5 kr. á hlut í arð til hluthafa, eða 2.881 millj.kr. (um 20,1 millj.evra á lokagengi ársins 2024), eða 2,03% af markaðsvirði hlutafjár í lok árs 2024. Arðurinn verði greiddur 30. apríl 2025. Síðasti viðskiptadagur þar sem arður fylgir bréfunum er 20. mars 2025 og arðleysisdagur því 21. mars 2025. Arðsrétt...

 PRESS RELEASE

Framboð til stjórnar Brims hf. á aðalfundi félagsins 20. mars 2025

Framboð til stjórnar Brims hf. á aðalfundi félagsins 20. mars 2025 Eftirtaldir einstaklingar bjóða sig fram í kjöri til stjórnar Brims hf. á aðalfundi félagsins 20. mars 2025 Anna G. Sverrisdóttir Hjálmar Þór Kristjánsson Kristján Þ. Davíðsson Kristrún Heimisdóttir Magnús Gústafsson Þar sem frambjóðendur eru jafnmargir og þeir stjórnarmenn sem á að kjósa á fundinum og samsetning stjórnar fullnægir ákvæðum laga og samþykkta félagsins um kynjahlutföll er sjálfkjörið í stjórnarsætin fimm. Nánari upplýsingar um frambjóðendur liggja frammi á skrifstofu félagsins, í meðfylgjandi viðhengi...

 PRESS RELEASE

Aðalfundur Brims hf. verður haldinn 20. mars 2025

Aðalfundur Brims hf. verður haldinn 20. mars 2025 Aðalfundur Brims hf. verður haldinn fimmtudaginn 20. mars 2025 í matsal félagsins að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík klukkan 16:30. Fundurinn fer fram á íslensku. Dagskrá Skýrsla stjórnar félagsins um starfsemina síðastliðið ár.Endurskoðaður ársreikningur lagður fram til staðfestingar.Tillaga stjórnar um greiðslu arðs.Tillaga stjórnar um starfskjarastefnu.Ákvörðun um þóknun stjórnarmanna.Kosning stjórnar félagsins.Kosning endurskoðenda.Tillaga stjórnar um utanaðkomandi nefndarmann í endurskoðunarnefnd.Tillaga um að stjórn fái heimild til kaup...

 PRESS RELEASE

Ársuppgjör Brims hf. 2024

Ársuppgjör Brims hf. 2024 Góður rekstur og sterk fjárhagsstaða Fjórði ársfjórðungur (4F) Rekstrartekjur á 4F 2024 voru 105,2 m€ samanborið við 101,7 m€ á 4F 2023.EBITDA nam 18,3 m€ á 4F samanborið við 18,5 m€ á sama tímabili 2023.Hagnaður á 4F var 16,0 m€ samanborið við 8,8 m€ á 4F 2023 Árið 2024 Rekstrartekjur ársins 2024 voru 389,4 m€ samanborið við 437,2 m€ árið 2023.EBITDA ársins 2024 var 65,3 m€ (16,8%) en var 97,2 m€ (22,2%) árið 2023.Hagnaður ársins 2024 var 40,5 m€, en var 62,9 m€ árið áður.Hagnaður á hlut var 0,021 € en var 0,033 € árið 2023.Heildareignir í árslok voru 996...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch