GRND Brim

Uppgjör Brims á öðrum ársfjórðungi 2025

Uppgjör Brims á öðrum ársfjórðungi 2025

Helstu atriði úr fjárhagsuppgjöri 2F 2025

  • Vörusala var 82,4 m€ á fjórðungnum samanborið við 79,7 m€ á öðrum fjórðungi 2024
  • Hagnaður var 3,2 m€ á fjórðungnum samanborið við 1,0 m€ á öðrum fjórðungi 2024
  • EBITDA var 12,1 m€ og EBITDA hlutfall 14,6% samanborið við 9,0 m€ og EBITDA hlutfall 11,3%
  • Eigið fé þann 30. júní 2025 var 476,6 m€ og eignfjárhlutfall 50,1%

Guðmundur Kristjánsson, forstjóri:

„Afkoma Brims á öðrum ársfjórðungi var ekki góð og sama má segja um fyrri helming ársins. Ávöxtun eigin fjár á fjórðungnum var 2,6% og 4,4% á fyrstu sex mánuðum ársins. Í gegnum tíðina hefur afkoma félagsins á seinni hluta ársins verið betri sem sést m.a. á því að ávöxtun eigin fjár síðustu 12 mánuði er 10,2%. Von er til þess að afkoman á seinni hluti árs 2025 verði betri en enn er ekkert fast í hendi.

Veiðar á bolfiski voru svipaðar og í fyrra og hækkaði verð á afurðum okkar á mörkuðum erlendis einkum á sjófrystum þorski. Sveiflur voru í uppsjávarafla. Loðnuveiðar voru sáralitlar, veiði á kolmunna var ágæt og makrílveiðar fóru vel af stað í lok júní. Verð á uppsjávarafurðum hefur sveiflast upp á við á erlendum mörkum undanfarið sem er okkur til hagsbóta.

Sveiflur í veiðum og á mörkuðum ytra er órjúfanlegur hluti af sjávarútvegi og koma okkur í Brim ekki á óvart. Helstu áskoranirnar í starfsemi félagsins og mesta ógnin við afkomuna eru hins vegar glíman við óvissu og sveiflur í því starfsumhverfi sem stjórnvöld skapa sjávarútvegi hér á landi.

Nú hefur meirihluti alþingismanna Íslendinga breytt lögum um veiðigjöld. Brim veit ekki í dag hvað veiðigjöldin munu vera á helstu fisktegundir á árinu 2026. Stofnun ríksins, Skatturinn, mun birta þær tölur í lok nóvember á þessu ári og þá mun koma í ljós hversu mikið skattar eða veiðigjöld munu hækka á hverja fisktegund. Öllum er ljóst að ef veiðigjöld verða gríðarlega há á ákveðnar fisktegundir á árinu 2026 þá mun Brim gera breytingar á sínum rekstri. Gríðarlegar skattahækkanir á fyrirtæki í frumframleiðslu í landinu hafa aldrei þótt skynsamlegar og sagan hefur kennt okkur hvað það þýðir; fækkun starfa og samdráttur í okkar þjóðfélagi.   

Þá blasir við að vegna 12% takmarkana á kvótaeign sjávarúvegsfyrirtækja mun það neyða fyrirtæki eins og Brim í breytingar. Við getum ekki stækkað nema fara inn á önnur svið þar sem reynsla okkar og sérþekking nýtist síður. Á sama tíma fara alþjóðlegir keppinautar fram úr okkur á matvælamörkuðum heimsins og innlendir keppinautar um fjármagn þjóta fram úr okkur á fjármálamörkuðum með mun betri afkomu og hærri arðsemi.

Það er von mín að í framtíðinni verði hægt að virkja alla þá íslensku orku sem farið hefur í deilur hér á landi um sjávarútveg til að móta fyrirsjáanlegt umhverfi til lengri tíma fyrir sjávarútvegsfyrirtæki þannig að þau geti skapað verðmæti og atvinnu í landinu eins og þeim er ætlað í lögum um stjórn fiskveiða.

Brim þekkir ekki annað en að vinna við þau skilyrði og aðstæður sem náttúran, lög og erlendir markaðir móta. Þannig er sagan og Brim mun halda áfram að skapa sína eigin framtíð eins og hingað til. Hver er sinnar gæfu smiður. Það breytist ekki.”

Starfsemin á 2F2025

Afli bolfiskskipa félagsins var á tímabilinu 12.000 tonn en var 12.100 tonn á sama tímabili árið áður. Veiðar á gullkarfa jukust en minnkuðu á ýsu. Botnfiskafli til landvinnslu var um 5.600 tonn, en var 6.150 tonn á sama tímabili árið áður.

Verð á ferskum landunnum bolfiskafurðum er gott og hefur hækkað nokkuð frá fyrra ári að undanskildum karfaafurðum sem eru á sambærilegu verði. Verð á sjófrystum þorski og ýsuafurðum hefur hækkað mikið á milli ára en afurðaverð á ufsa og karfa hafa verið stöðug.

Vigra RE-71 var lagt í byrjun maí og er nú á söluskrá. Akurey fór í slipp í maí þar sem sinnt var hefðbundnum viðhaldsverkefnum.

Uppsjávarskip félagsins veiddu kolmunna í færeyskri lögsögu í apríl og nam aflinn rúmum 15 þúsund tonnum. Vegna lágs prótein og lýsishlutfalls var kolmunnaveiðum hætt fyrr en venja er og heimildir geymdar til seinni hluta ársins. Kolmunnaaflinn var unninn í fiskimjölsverksmiðju félagsins á Vopnafirði, en einn farmur á Akranesi. Mjölverð hækkaði lítillega frá fyrsta ársfjórðungi, en lýsisverð lækkaði nokkuð.

Á tímabilinu var farið í endurbætur á uppsjávarfrystihúsi Vopnafjarðar til að auka afköst og löndunarhraða. Uppsjávarskipin þrjú héldu til makrílveiða seinni hluta júní og veiddu 3.700 tonn af makríl. Markaðsaðstæður makríls eru góðar og eftirspurn mikil. Heildarafli uppsjávarskipa á öðrum ársfjórðungi var 19.600 tonn, þar af 15.400 tonn af kolmunna, 3.700 tonn af makríl og 500 tonn af síld.

Rekstur

Seldar vörur námu á 2F 2025 82,4 m€ samanborið við 79,7 m€ á 2F 2024.

Rekstrarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 12,1 m€ eða 14,6% af rekstrartekjum, en var 9,0 m€ eða 11,3% árið áður.

Fjármagnsgjöld umfram fjáreignatekjur námu 6,0 m€ á 2F 2025 en voru 4,1 m€ á 2F 2024. Áhrif hlutdeildarfélaga námu 3,0 m€ á 2F 2025 en voru 1,0 m€ á 2F 2024.

Hagnaður fyrir tekjuskatt 2F nam 3,6 m€, samanborið við 1,2 m€ á 2F 2024. Tekjuskattur fyrir sama tímabil nam 0,4 m€, en var 0,2 m€ árið áður. Hagnaður 2F varð því 3,2 m€ en var 1,0 m€ á 2F 2024.

Efnahagur

Heildareignir félagsins námu 951 m€ í lok 2F 2025. Þar af voru fastafjármunir 810 m€ og veltufjármunir 141 m€.

Fjárhagsstaða félagins er áfram sterk og nam eigið fé 477 m€ og var eiginfjárhlutfall 50,1%, en var 49,1% í lok árs 2024. Heildarskuldir félagsins voru 475 m€ í lok fjórðungsins og lækkuðu um 33 m€ frá áramótum.

Sjóðstreymi

Handbært fé frá rekstri nam 26 m€ á fyrri helmingi ársins, en var 24 m€ á fyrri helmingi ársins 2024. Fjárfestingar-hreyfingar voru jákvæðar um 5 m€ en voru neikvæðar um 55 m€ árið áður. Fjármögnunarhreyfingar voru neikvæðar um 51 m€. Áhrif gengisbreytinga voru neikvæð um 2 m€. Handbært fé lækkaði því um 22 m€ og var rúmar 31 m€ í lok tímabilsins.

Meginniðurstöður færðar til íslenskra króna

Séu niðurstöður rekstrarreiknings reiknaðar til íslenskra króna á meðalgengi fyrra árshelmings árins 2025 (1 evra = 145,17 ísk) voru tekjur 26,7 ma. króna, EBITDA 3,9 ma. og hagnaður 1,6 ma. Séu niðurstöður efnahagsreiknings reiknaðar til íslenskra króna á gengi 30. júní 2025 (1 evra = 142,2 ísk) voru eignir samtals 135,2 milljarðar króna, skuldir 67,4 milljarðar og eigið fé 67,8 milljarðar.

Hluthafar

Lokaverð hlutabréfa 30. júní 2025 var 58,0 kr. á hlut og var markaðsvirði félagsins þá 112 milljarðar króna. Fjöldi hluthafa var 1.633.

Samþykkt árshlutareiknings

Árshlutareikningurinn var samþykktur á stjórnarfundi Brims hf. 28. ágúst 2025. Árshlutareikningurinn er í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS – International Financial Reporting Standards).

Kynningarfundur þann 28. ágúst 2025

Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 28. ágúst klukkan 16:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1. Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins kynnir uppgjör fjórðungsins og svarar spurningum. Fundinum verður jafnframt streymt og hægt verður að fylgjast með honum á . Velkomið er að senda spurningar fyrir fundinn eða á meðan fundi stendur á netfangið . Aðsendum spurningum verður svarað í lok fundar.

Brim hf.

Brim er öflugt sjávarútvegsfyrirtæki sem starfar í sátt við samfélagið og umhverfið. Við stuðlum að verðmætasköpun í sjávarútvegi með vöruþróun, tæknilausnum og öflugu starfsfólki. Við tryggjum með ábyrgum veiðum og vinnslu, þar sem áhersla er á sjálfbærni og nýsköpun, að sjávarútvegur verði áfram burðarstólpi í íslensku samfélagi. Við leitum allra leiða til að lágmarka áhrif starfseminnar á umhverfið hvort sem er á sjó eða í landi.

Fjárhagsdagatal

Þriðji ársfjórðungur        20. nóvember 2025

Fjórði ársfjórðungur        26. febrúar 2026

Nánari upplýsingar

Nánari upplýsingar veitir Guðmundur Kristjánsson forstjóri, sími 550-1000.

Viðhengi



EN
28/08/2025

Underlying

To request access to management, click here to engage with our
partner Phoenix-IR's CorporateAccessNetwork.com

Reports on Brim

 PRESS RELEASE

Uppgjör Brims á öðrum ársfjórðungi 2025

Uppgjör Brims á öðrum ársfjórðungi 2025 Helstu atriði úr fjárhagsuppgjöri 2F 2025 Vörusala var 82,4 m€ á fjórðungnum samanborið við 79,7 m€ á öðrum fjórðungi 2024Hagnaður var 3,2 m€ á fjórðungnum samanborið við 1,0 m€ á öðrum fjórðungi 2024EBITDA var 12,1 m€ og EBITDA hlutfall 14,6% samanborið við 9,0 m€ og EBITDA hlutfall 11,3%Eigið fé þann 30. júní 2025 var 476,6 m€ og eignfjárhlutfall 50,1% Guðmundur Kristjánsson, forstjóri: „Afkoma Brims á öðrum ársfjórðungi var ekki góð og sama má segja um fyrri helming ársins. Ávöxtun eigin fjár á fjórðungnum var 2,6% og 4,4% á fyrstu sex mánuðum ...

 PRESS RELEASE

Brim: Kynningarfundur fyrir uppgjör annars ársfjórðungs fimmtudaginn 2...

Brim: Kynningarfundur fyrir uppgjör annars ársfjórðungs fimmtudaginn 28. ágúst. Brim hf. mun birta uppgjör fyrir annan ársfjórðung 2025 eftir lokun markaða fimmtudaginn 28. ágúst.Kynningarfundur fyrir markaðsaðila og fjárfesta verður haldinn fimmtudaginn 28. ágúst klukkan 16:30 í höfuðstöðvum félagsins að Norðurgarði 1 þar sem boðið verður upp á léttar veitingar.Guðmundur Kristjánsson forstjóri félagsins kynnir uppgjör fjórðungsins og svarar spurningum.Fundinum verður jafnframt streymt og hægt verður að fylgjast með honum á . Velkomið er að senda spurningar fyrir fundinn eða á meðan fundi...

 PRESS RELEASE

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025

Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025 Niðurstöður hluthafafundar Brim hf. 30. júní 2025. Hluthafafundur staðfesti endurskoðaðan ársreikning móðurfélagsins.

 PRESS RELEASE

Brim hf. - Boðun hluthafafundar 30. júní 2025

Brim hf. - Boðun hluthafafundar 30. júní 2025 Hluthafafundur Brim hf. verður haldinn 30. júní 2025 Hluthafafundur Brim hf. verður haldinn mánudaginn 30. júní 2025 að Norðurgarði 1, 101 Reykjavík, kl. 10:00. Fundurinn fer fram á íslensku. DAGSKRÁ1.    Endurskoðaður ársreikningur móðurfélagsins lagður fram til staðfestingar2.    Önnur mál, löglega upp borin. Nánari upplýsingar um hluthafafundinn má finna á vefsíðu félagsins Reykjavík 6. júní 2025Stjórn Brims hf. Viðhengi

 PRESS RELEASE

Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi 2025

Uppgjör Brims á fyrsta ársfjórðungi 2025 Guðmundur Kristjánsson, forstjóri: Rekstur Brims á fyrsta ársfjórðungi þessa árs var hefðbundinn. Verð á þorski, ýsu og ufsaafurðum á alþjóðamörkuðum voru góð en verð á karfaafurðum var áfram lágt. Botnfiskafli var áþekkur en hins vegar var engum kvóta úthlutað til íslenskra veiðiskipa í Barentshafi vegna minnkandi þorskstofns. Sala á afurðum gekk vel og birgðir minnkuðu. Veiði uppsjávartegunda var sambærileg fyrsta ársfjórðungi í fyrra. Annað árið í röð var loðnubrestur. Verð á lýsi lækkaði frá fyrra ári. Fjárhagsleg niðurstaða  ársfjórðungsins sk...

ResearchPool Subscriptions

Get the most out of your insights

Get in touch